Stefán Jónsson [2] (1942-)

Söngvarinn Stefán Jónsson eða Stebbi í Lúdó eins og hann er reyndar oft kallaður er meðal allra fyrstu rokksöngvara Íslands en hann kom kornungur fram á sjónarsviðið laust fyrir 1960 og varð jafnframt sá fyrsti af þeirri kynslóð rokksöngvara sem söng inn á plötu. Stefán söng með nokkrum hljómsveitum en Lúdó sextett er þeirra allra…

Stefán Óskarsson – Efni á plötum

Stefán Óskarsson – Rokk og rómantík Útgefandi: Stefán Óskarsson Útgáfunúmer: SÓ 001 Ár: 2000 1. Til hennar 2. Ég sá þig úti á gólfi 3. Trúbadorinn 4. Einnar konu maður 5. Hjákonan 6. Misréttið 7. Íslenskar konur 8. Biðin Flytjendur: Stefán Óskarsson – söngur Einar Sigurðsson – raddir Halldór Þ. Þórólfsson – raddir Borgar Þórarinsson…

Stefán Óskarsson (1963-)

Stefán G. Óskarsson hafði trúbadoramennsku að aukastarfi um nokkurra ára skeið í kringum síðustu aldamót og sendi þá m.a. frá sér eina plötu með frumsömdu efni. Stefán Guðmundur Óskarsson fæddist 1963 en hann bjó og starfaði á Raufarhöfn framan af, þar hófst trúbadoraferill hans en hann var einkar virkur í félagslífi bæjarins og kom þar…

Stefán Jónsson [2] – Efni á plötum

Lúdó sextett og Stefán – Því ekki að taka lífið létt / Nótt á Akureyri [ep] Útgefandi: Hljóðfæraverslun Sigríðar Helgadóttur Útgáfunúmer: HSH 45-1020 Ár: 1964 1. Því ekki að taka lífið létt? 2. Nótt á Akureyri Flytjendur: Stefán Jónsson – söngur Hans Kragh – trommur Ólafur Gunnarsson – gítar Gunnar Sigurðsson – bassi Hans Jensson…

Stemma [1] (1977-78)

Á síðari hluta áttunda áratugar síðustu aldar starfaði danshljómsveit á Seyðisfirði undir nafninu Stemma. Sveitin mun hafa leikið talsvert á dansleikjum, að minnsta kosti veturinn 1977-78 og um sumarið 1978 – ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um starfstíma sveitarinnar nema að hún kom aftur saman árið 1995 í tilefni af aldarafmæli Seyðisfjarðar kaupstaðar. Meðlimir Stemmu…

Stella bianco (um 1980)

Upplýsingar óskast um hljómsveit sem starfaði á höfuðborgarsvæðinu í kringum 1980 undir nafninu Stella bianco en meðal meðlima hennar voru þeir Egill Helgason (síðar fjölmiðlamaður) og Ásgeir Sverrisson gítarleikari, líklega var Egill söngvari sveitarinnar. Allar frekari upplýsingar um þessa sveit væru vel þegnar.

Stella beauty (1973)

Vorið 1973 var starfrækt í Gagnfræðaskólanum í Garðahreppi (Garðaskóla) hljómsveit sem gekk undir nafninu Stella beauty en sú sveit var skipuð þáverandi og fyrrverandi nemendum skólans, Það voru þeir Sigurður Hafsteinsson gítarleikari, Brynjólfur [?] bassaleikari, Pétur Unnsteinsson trommuleikari og Pétur „Kafteinn“ Kristjánsson hljómborðsleikari, Pétur trymbill hafði þá tekið við af öðrum trommuleikara sem vantar upplýsingar…

Steinunn Hanna Hróbjartsdóttir (1940-2008)

Steinunn Jóhanna Hróbjartsdóttir verður seint talin með þekktustu dægurlagasöngkonum Íslands en hún skipar þó merkan sess í tónlistarsögunni því hún var líklega fyrst allra hérlendis til að syngja rokk opinberlega. Steinunn Jóhanna (fædd 1940) var ein af fjölmörgum ungum dægurlagasöngvurum sem fengu tækifæri til að spreyta sig á sviði framan við áhorfendur á síðari hluta…

Steinn Stefánsson (1908-91)

Steinn Stefánsson var um nokkurra áratuga skeið einn af máttarstólpum menningarlífs á Seyðisfirði en þar var hann auk þess að starfa sem skólastjóri, bæði kórstjórnandi og tónskáld. Steinn (Jósúa Stefánsson) var reyndar ekki Austfirðingur að uppruna heldur fæddist hann í Suðursveit sumarið 1908 og sleit þar barnsskónum en þar ólst hann upp við tónlist, lærði…

Steini blundur (1980)

Hljómsveitin Steini blundur var eins konar spunarokksveit sem var sett saman í hljóðveri til að leika inn á plötu Magnúsar Þórs Sigmundssonar, Gatan og sólin sem kom út fyrir jólin 1980. Nafn sveitarinnar var sótt í ljóð Kristjáns frá Djúpalæk en hann hafði samið texta að einhverju leyti fyrir plötuna. Sveitin starfaði um nokkurra vikna…

Stemma [2] [hljóðver / útgáfufyrirtæki] (1980-)

Hljóðverið og útgáfufyrirtækið Stemma hefur verið starfandi síðan árið 1980 en fremur hljótt hefur verið um það síðustu árin þótt líklega sé það enn starfrækt. Tildrög þess að Stemma var stofnuð á sínum tíma var einokun Hljóðrita í Hafnarfirði á upptökumarkaðnum en það var þá eina starfandi hljóðverið fyrir utan Tóntækni sem var í eigu…

Snjólaug Anna Sigurðsson (1914-79)

Snjólaug Sigurðsson (Snjolaug Sigurdsson) er ekki meðal þekktustu tónlistarmanna landsins en hún var Vestur-Íslendingur, fædd í Kanada og naut þar mikillar virðingar meðal Íslendingasamfélagsins vestra. Hún kom hingað til lands þrívegis í heimsókn. Snjólaug Anna (fædd Snjólaug Anna Sigurjónsdóttir) fæddist í Árborg í Manitoba haustið 1914 og var því af fyrstu innfæddu kynslóðinni þar vestra.…

Afmælisbörn 10. ágúst 2022

Fimm afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Nikulás Róbertsson hljómborðsleikari frá Vopnafirði er sextíu og níu ára gamall. Nikulás lék á sínum tíma með mörgum af vinsælustu hljómsveitunum og má þar nefna sveitir eins og Dínamít, Dögg, Fjörefni, Hljómsveit Birgis Gunnlaugssonar, Paradís, Gneista og Hljómsveit Róberts Nikulássonar, föður Nikulásar. Ólafur Elíasson píanóleikari er fimmtíu…