
Stella beauty
Vorið 1973 var starfrækt í Gagnfræðaskólanum í Garðahreppi (Garðaskóla) hljómsveit sem gekk undir nafninu Stella beauty en sú sveit var skipuð þáverandi og fyrrverandi nemendum skólans,
Það voru þeir Sigurður Hafsteinsson gítarleikari, Brynjólfur [?] bassaleikari, Pétur Unnsteinsson trommuleikari og Pétur „Kafteinn“ Kristjánsson hljómborðsleikari, Pétur trymbill hafði þá tekið við af öðrum trommuleikara sem vantar upplýsingar um.
Þess má geta að Garðahreppur er í dag bæjarfélagið Garðabær.