Stella beauty (1973)

Stella beauty

Vorið 1973 var starfrækt í Gagnfræðaskólanum í Garðahreppi (Garðaskóla) hljómsveit sem gekk undir nafninu Stella beauty en sú sveit var skipuð þáverandi og fyrrverandi nemendum skólans, engar upplýsingar er hins vegar að finna um hverjir þessir meðlimir sveitarinnar voru og er því hér með óskað eftir þeim upplýsingum.

Þess má geta að Garðahreppur er í dag bæjarfélagið Garðabær.