Stella bianco (um 1980)

Upplýsingar óskast um hljómsveit sem starfaði á höfuðborgarsvæðinu í kringum 1980 undir nafninu Stella bianco en meðal meðlima hennar voru þeir Egill Helgason (síðar fjölmiðlamaður) og Ásgeir Sverrisson gítarleikari, líklega var Egill söngvari sveitarinnar. Allar frekari upplýsingar um þessa sveit væru vel þegnar.