Gaukarnir (1981-83)

Gaukarnir

Hljómsveitin Gaukarnir starfaði á höfuðborgarsvæðinu um tveggja ára skeið á níunda áratug síðustu aldar.

Sveitin var stofnuð 1981 og var kvartett framan af, það voru bræðurnir Einar Hrafnsson bassaleikari og Haraldur Hrafnsson trommuleikari, og Ásgeir Sverrisson gítarleikari og Egill Helgason söngvari og harmonikkuleikari sem skipuðu sveitina, tveir þeir síðast töldu urðu síðar kunnir fjölmiðlamenn.

Árið 1982 bættist Jón Magnús Einarsson bassaleikari í Gaukana og við það tækifæri færði Einar sig yfir á gítar. Þannig var sveitin skipuð uns hún hætti 1983.

Gaukarnir léku frumsamið efni á tónleikum og þess má geta að sveitin keppti í hljómsveitakeppni í Atlavík um verslunarmannahelgina 1982.