Garg og geðveiki (1983 / 1990)

Afar takmarkaðar upplýsingar er að finna um hljómsveitina Garg og geðveiki sem var starfrækt á fyrri hluta árs 1983. Fyrir liggur að Bjarni „móhíkani“ Þórðarson gítarleikari, Siggi pönk (Sigurður Ágústsson) [bassaleikari?] og Jómbi (Jónbjörn Valgeirsson) trommuleikari voru í þessari sveit en finnast upplýsingar um hvort fleiri komu við sögu hennar þá.

1990 birtist Garg og geðveiki á nýjan leik þegar sveitin átti tvö lög á safnsnældunni Strump, þá voru meðlimir hennar Bjarni, Jónbjörn og Óskar Ellert Karlsson (Skari skakki) söngvari.