Garðshornsbræður (um 1950)

Garðshornsbræður

Hinir svokölluðu Garðshornsbræður var sönghópur úr Svarfaðardalnum fyrir og um miðja síðustu öld.

Framan af var líklega um að ræða kvartett, tvennir bræður – annars vegar Hjalti og Lárus Blómkvist Haraldssynir sem voru frá Ytra-Garðshorni og Jóhann Kristinn (tenór) og Júlíus Jón Daníelssynir (bassi) frá Syðra-Garðhorni hins vegar. Jóhann Haraldsson (bróðir Hjalta og Lárusar) söng einnig með þeim og síðar einnig Halldór Jóhannesson (frá Sandá) en hann var mágur Jóhanns og Júlíusar, ekki er ólíklegt að Björn Garðars Daníelsson (bassi) bróðir þeirra hafi einnig sungið með hópnum.

Garðshornsbræður tóku yfirleitt lagið þegar þeir hittust allir og komu einnig stundum fram opinberlega, þeir voru að öllum líkindum allir í Karlakór Dalvíkur á sínum tíma.