Stemma [1] (1977-78)

Stemma

Á síðari hluta áttunda áratugar síðustu aldar starfaði danshljómsveit á Seyðisfirði undir nafninu Stemma. Sveitin mun hafa leikið talsvert á dansleikjum, að minnsta kosti veturinn 1977-78 og um sumarið 1978 – ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um starfstíma sveitarinnar nema að hún kom aftur saman árið 1995 í tilefni af aldarafmæli Seyðisfjarðar kaupstaðar.

Meðlimir Stemmu voru Magnús R. Einarsson söngvari, píanó- og gítarleikari, Ingólfur Steinsson söngvari og gítarleikari, Ólafur Már Sigurðsson bassaleikari og Kolbeinn Agnarsson trommuleikari en einnig söng Aðalheiður Borgþórsdóttir (Alla Borgþórs) með sveitinni um tíma.

Óskað er eftir frekari upplýsingum um þessa sveit.