Stemma [1] (1977-78)

Á síðari hluta áttunda áratugar síðustu aldar starfaði danshljómsveit á Seyðisfirði undir nafninu Stemma. Sveitin mun hafa leikið talsvert á dansleikjum, að minnsta kosti veturinn 1977-78 og um sumarið 1978 – ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um starfstíma sveitarinnar nema að hún kom aftur saman árið 1995 í tilefni af aldarafmæli Seyðisfjarðar kaupstaðar. Meðlimir Stemmu…

Afmælisbörn 1. júlí 2022

Fimm afmælisbörn eru á lista Glatkistunnar í dag: Fyrstan skal nefna Hreim Örn Heimisson söngvara, eða bara Hreim í Landi og sonum en hann er fjörutíu og fjögurra ára gamall í dag. Hreimur söng og spilaði með nokkrum hljómsveitum áður en Land og synir komu til sögunnar, þar má nefna Föroingabandið, Sexappeal, Eins og hinir,…

Skólakór Seyðisfjarðar (1994-99)

Kórar hafa starfað með hléum við Seyðisfjarðarskóla um árabil en á árunum 1994-99 starfaði þar skólakór (einnig kallaður barnakór) nokkuð samfellt. Barnakóra-heitið er reyndar að finna á fleiri kórum á Seyðisfirði, bæði fyrr og síðar. Það mun hafa verið Aðalheiður Borgþórsdóttir sem stofnaði Skólakór Seyðisfjarðar árið 1994 og stjórnaði honum til 1997 að minnsta kosti…

Grafík (1981-)

Hljómsveitin Grafík frá Ísafirði er líklega þekktasta hljómsveit Vestfjarða en sveitin gaf út fimm ólíkar plötur sem allar fengu prýðilega dóma, hún ól jafnframt af sér tvo af þekktustu söngvurum íslenskrar poppsögu og tveir meðlimir hennar í viðbót hafa sent frá sér fjölda sólóplatna. Stofnun sveitarinnar átti sér nokkurn aðdraganda en flestir meðlimir hennar höfðu…