Skólakór Seyðisfjarðar (1994-99)

Skólakór Seyðisfjarðar 1997

Kórar hafa starfað með hléum við Seyðisfjarðarskóla um árabil en á árunum 1994-99 starfaði þar skólakór (einnig kallaður barnakór) nokkuð samfellt. Barnakóra-heitið er reyndar að finna á fleiri kórum á Seyðisfirði, bæði fyrr og síðar.

Það mun hafa verið Aðalheiður Borgþórsdóttir sem stofnaði Skólakór Seyðisfjarðar árið 1994 og stjórnaði honum til 1997 að minnsta kosti en Einar Bragi Bragason gæti hafa komið við sögu hans einnig, kórinn átti þrjú lög á safnplötunni Seyðisfjörður 100 ára sem gefinn var út í tilefni aldarafmælis bæjarins árið 1997 þar sem hann söng undir stjórn Aðalheiðar. Um tuttugu krakkar skipuðu kórinn um það leyti, að lang mestu leyti stúlkur.

Kórinn kom svo við sögu á annarri plötu, Jólaseyður sem kom út 1999 á vegum tónlistarskólans á Seyðisfirði en þá var Maria Gaskell stjórnandi hans. Svo virðist sem hann hafi ekki starfað lengur til til 1999.