
Skólakór Skógaskóla
Ekki er ljóst hvenær fyrst var starfandi kór við skólann en elstu heimildir um hann er að finna frá árinu 1960 en það ár fagnaði Skógaskóli tíu ára afmæli. Stjórnandi kórsins frá upphafi og alla tíð var Þórður Tómasson en kórinn starfaði að minnsta kosti til 1972, það árið virðast reyndar hafa verið tveir kórar við skólann og er hér giskað á að um kvenna- og karlakór hafi verið að ræða. Einhvers konar vísir að kór var starfandi við Skógaskóla árið 1976 en sá kór söng við undirleik Þórðar sem lék á langspil.
Skólakór Skógaskóla var oft á tíðum nokkuð fjölmennur og innihélt jafnvel um fimmtíu manns, sem hlýtur að teljast þokkalegt í skóla þar sem liðlega hundrað nemendur voru við nám. Kórinn söng iðulega við skólaslit og á árshátíðum skólans.
Óskað er eftir frekari upplýsingum um skólakór Skógaskóla.