Tónlistarfólk sem lést á árinu 2021

Um áramót er við hæfi að líta um öxl og minnast tónlistarfólks sem féll frá á árinu 2021, Glatkistan hefur tekið saman lista fjórtán tónlistarkvenna og -manna sem létust á árinu en þau komu að íslenskri tónlistarsögu með mismiklum og ólíkum hætti. Fjóla Karlsdóttir (1936-2021) – dægurlagasöngkona             Gerður Benediktsdóttir…

Afmælisbörn 31. desember 2021

Eitt afmælisbarn kemur við sögu á þessum síðasta degi ársins: Gísli Þór Gunnarsson trúbador (G.G. Gunn) er sextíu og þriggja ára gamall í dag, Gísli er ef til vill ekki meðal þekktustu tónlistarmanna Íslands en eftir hann liggja þó sex útgáfur í formi kassettna. Gísli starfaði um tíma sem dagskrárgerðarmaður í útvarpi en hefur lítið…

Afmælisbörn 30. desember 2021

Í dag eru þrjú tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Haukur Gröndal klarinettu- og saxófónleikari er fjörutíu og sex ára gamall á þessum degi. Hann hefur leikið með ýmsum hljómsveitum (mörgum djasstengdum) eins og Rodent, klezmersveitinni Schpilkas, Out of the loop og Reykjavik swing syndicate, og er víða gestur á plötum hinna ýmsu listamanna. Hann hefur…

Skúli Halldórsson (1914-2004)

Skúli Halldórsson tónskáld og píanóleikari skildi eftir sig um tvö hundruð tónverk í formi sönglaga, píanó-, kammer- og jafnvel sinfónískra verka en hann var orðinn áttræður þegar loks kom út plata með verkum hans hér á landi, önnur slík leit dagsins ljós áður en hann lést í hárri elli en áður hafði komið út plata…

Skúli Halldórsson – Efni á plötum

Skúli Halldórsson – Sögueyjan hljómar frá Íslandi: Sävelmiä satujen saarelta Útgefandi: Sauna Musiikki Útgáfunúmer: SAU-LP 259 Ár: 1980 1. Unelmalaulu 2. Paimenpoika 3. Paimentyttö 4. Öisen auringon teema 5. Vuorenrinteet 6. Eroaminen 7. Rajaton riemu 8. Linda 9. Ikkunani 10. Silmät 11. Tyttöni 12. Rakkauden valssi Steinalle 13. Rakkaalleni 14. Aurinkosuukko 15. Tuokiot 16. Satu…

Skólakór Bændaskólans á Hvanneyri (1935-91)

Sönglíf var í miklum blóma lengi vel við Bændaskólann á Hvanneyri en þar hefur verið skólasetur allt frá árinu 1889 þegar búnaðarskóli var þar settur á stofn, 1907 varð skólinn að Bændaskólanum á Hvanneyri og í dag gengur hann undir nafninu Landbúnaðarháskóli Íslands. Elstu heimildir um skólakór á Hvanneyri eru frá vetrinum 1935-36 en þá…

Skólakór Foldaskóla (1990-94)

Kór var starfræktur í Foldaskóla í Grafarvogi á árunum 1990-94 undir stjórn Sigríðar Sigurðardóttur kennara. Kórinn kom fram á ýmsum samkomum innan og utan skólans sem var mjög fjölmennur á þessum árum en ekki liggur þó fyrir hversu margir skipuðu kórinn. Kórastarfið virðist hafa lagst af þegar Sigríður hætti kennslu við Foldaskóla 1994.

Skólakór Akraness (1990-2000)

Skólakórar hafa lengi verið starfræktir á Akranesi en málin eru töluvert flókin þar sem Barnaskóla Akraness (síðar Grunnskóla Akraness) var á sínum tíma skipt niður í Brekkubæjarskóla og Grundaskóla (upp úr 1980), svo virðist sem Skólakór Akraness hafi verið samstarfsverkefni skólanna tveggja (að minnsta kosti hluta starfstíma hans) en þeir hafa jafnframt stundum gengið undir…

Skólahljómsveitir Menntaskólans við Hamrahlíð – Efni á plötum

Tún: tónleikaupptökur úr Norðurkjallara – ýmsir Útgefandi: Nemendafélag Menntaskólans við Hamrahlíð Útgáfunúmer: Tún 001 Ár: 1997 1. Egill Skúlason – Kennaraþrýstingur 2. Electrique – Junior 3. Maus – Síðasta ástin fyrir pólskiptin 4. Hugh jazz – Anatomy of strings 5. Fítónn jóðsjúkra kvenna – Lífsóður tjokkós 6. Stjörnukisi – Leifturljós 7. Andhéri – Aleinn með bjúgu 8. Versa…

Skólahljómsveitir Menntaskólans við Hamrahlíð (1969-)

Fáar heimildir eru um skólahljómsveitir innan Menntaskólans við Hamrahlíð en þeim mun fleiri um hljómsveitir sem hafa starfað innan hans enda hefur skólinn iðulega haft á sér „lista“-stimpil allt frá upphafi. Þá er skólinn auðvitað þekktur fyrir söngkór sinn. Menntaskólinn við Hamrahlíð var stofnaður árið 1966 og árið 1969 var þar starfandi einhvers konar skólahljómsveit…

Skólakór Bændaskólans á Hólum (1920-84)

Við Bændaskólann á Hólum í Hjaltadal var lengi vel fjörugt sönglíf enda var söngkennsla hluti af náminu hér fyrrum, þar var stundum skólakór starfandi. Bændaskólinn á Hólum í Hjaltadal var stofnaður árið 1882 en engar upplýsingar er að finna hvernig söngkennslu og kóramenningu var háttað fyrstu áratugina. Árið 1920 kom Friðbjörn Traustason til skólans sem…

Skólakór Barnaskólans á Eyrarbakka (um 1915)

Kór sem starfræktur var við Barnaskólann á Eyrarbakka er að öllum líkindum fyrsti skólakór og um leið fyrsti barnakór sem starfaði hér á landi. Barnaskólinn á Eyrarbakka hafði þá starfað allt frá árinu 1852. Þegar Helgi Hallgrímsson (faðir dr. Hallgríms Helgasonar tónskálds) gerðist kennari við Barnaskólann á Eyrarbakka haustið 1913 setti hann á fót kór…

Skólakór Álftamýrarskóla (1968-)

Skólakórar hafa lengi verið starfandi við Álftamýrarskóla og nokkuð samfleytt á áttunda og níunda áratug síðustu aldar, eitthvað dró úr kórstarfi innan skólans eftir það en í dag er þar þó starfandi kór. Ekki liggur fyrir víst hvenær fyrst starfaði kór innan Álftamýrarskóla en árið 1968 stjórnaði Reynir Sigurðsson slíkum skólakór sem m.a. kom fram…

Skólakór Barnaskólans á Akranesi (um 1950-60)

Fjölmennur kór starfaði við Barnaskólann á Akranesi um og upp úr miðri síðustu öld, líklega í heilan áratug eða lengur og söng hann eitthvað opinberlega á tónleikum. Fyrir liggur að kórinn var starfandi í kringum 1950 og einnig um 1960 en þá var hann að öllum líkindum undir stjórn Hans Jörgensen. Upplýsingar um þennan barnakór…

Skólakór Barna- og gagnfræðaskólans í Vestmannaeyjum (1946-2003)

Skólakórar voru starfræktir með reglulegu millibili í barna- og gagnfræðaskólunum í Vestmannaeyjum (aðallega þó barnaskólanum) en skólarnir höfðu verið starfandi þar lengi, barnaskólinn var með elstu skólum landsins og gagnfræðaskólinn hafði starfað frá 1930. Kórastarfið var þó langt frá því að vera með samfelldum hætti. Ekki er vitað fyrir vissu hvenær fyrst var starfræktur skólakór…

Afmælisbörn 29. desember 2021

Þá er komið að afmælisbörnum dagsins sem eru þrjú talsins að þessu sinni: Alma (Goodman) Guðmundsdóttir söngkona er þrjátíu og sjö ára gömul í dag. Alma er hvað kunnust fyrir framlag sitt til söngsveitarinnar Nylons (síðar The Charlies) en hún kom einnig lítillega við sögu Eurovision undankeppninnar hér heima nýlega, hún býr nú og starfar…

Afmælisbörn 28. desember 2021

Glatkistan hefur í fórum sínum upplýsingar um fjölda tónlistartengdra afmælisbarna á þessum degi: Ingvi Steinn Sigtryggsson tónlistarmaður frá Keflavík er sextíu og átta ára gamall í dag. Hann gaf út litla plötu 1973 sem hafði að geyma Flakkarasönginn, sem naut nokkurra vinsælda. Ingvi Steinn lék með ýmsum hljómsveitum á áttunda áratugnum, og má hér nefna…

Afmælisbörn 27. desember 2021

Tvö afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Óperusöngvarinn Már Magnússon hefði átt afmæli á þessum degi en hann lést 2018. Már fæddist 1943, nam söng hér á landi hjá Sigurði Demetz, Maríu Markan og Einari Kristjánssyni áður en hann fór til söngnáms í Austurríki þar sem hann bjó og starfaði til ársins 1977. Þá…

Afmælisbörn 26. desember 2021

Á þessum öðrum degi jóla er að finna eitt afmælisbarn tengt íslenskri tónlist: Trausti Júlíusson blaðamaður, plötugrúskari og tónlistargagnrýnandi er fimmtíu og átta ára gamall í dag. Trausti hefur fjallað um tónlist frá ýmsum hliðum og setið í ýmsum ráðum og nefndum tengdum íslenskri tónlist s.s. tónlistarsjóði Kraums. Trausti hefur ennfremur leikið með hljómsveitum eins…

Afmælisbörn 24. desember 2021

Aðfangadagur jóla hefur að geyma fjögur tónlistartengd afmælisbörn: Jóhann Ragnar Kristjánsson tónlistarmaður frá Egilsstöðum á stórafmæli en hann er sextugur í dag. Jóhann er ekki þekktasti tónlistarmaður þjóðarinnar en plata hans, Er eitthvað að? frá árinu 1982 hefur öðlast költ-sess meðal poppfræðinga og plötusafnara. Á sínum tíma galt platan afhroð gagnrýnenda en hefur nú fengið…

Afmælisbörn 23. desember 2021

Tveir Árnar eru skráðir afmælisbörn hjá Glatkistunni í dag, Þorláksmessu: Árni Blandon (Einarsson) tónlistarmaður, leikari, húsasmiður, sálfræðingur og bókmenntafræðingur er sjötíu og eins árs gamall í dag. Árni ásamt Kristínu Lilliendahl gaf út plötu árið 1975 undir nafninu Söngfuglarnir, sem naut feikilegra vinsælda, einkum lagið Ég skal mála allan heiminn, en áður hafði hann leikið…

Skriðjöklar (1983-)

Akureyska hljómsveitin Skriðjöklar nutu töluverðra vinsælda á síðari hluta níunda áratugar síðustu aldar fyrir lög eins og Tengja, Hesturinn, Steini, Mikki refur og Aukakílóin sem öll mætti flokka sem eins konar gleðipopp með grínívafi, sveitin var einnig þekkt fyrir að vera skemmtileg á sviði og almennt sprell þegar kom að viðtölum, myndbandagerð, myndatökum o.þ.h. Segja…

Skriðjöklar – Efni á plötum

Skriðjöklar – Var mikið sungið á þínu heimili? [ep] Útgefandi: Mjöt Útgáfunúmer: Mjöt 003 Ár: 1985 1. Steini 2. Í túr 3. Ökónómískur fílingur 4. Freyvangur Flytjendur: Ragnar Gunnarsson – söngur Bjarni Bjarnason – raddir Kolbeinn Gíslason – gítar og raddir Jón Haukur Brynjólfsson – bassi og raddir Jóhann Ólafur Ingvason – hljómborð og raddir…

Skólahljómsveitir Menntaskólans við Tjörnina (1970-76)

Menntaskólinn við Tjörnina (MT) starfaði á árunum 1969-76 en fluttist þá í húsnæði Vogaskóla við Gnoðarvog og var nafni hans við það tækifæri breytt í Menntaskólinn við Sund – hefur skólinn starfað undir því nafni síðan. Á þeim tíma sem skólinn starfaði undir MT nafninu var þar að minnsta kosti einu sinni starfandi eiginleg skólahljómsveit,…

Skólahljómsveitir Menntaskólans í Reykjavík – Efni á plötum

Árshátíð Menntaskólans í Reykjavík – Árshátíð 1991 [flexiplata] Útgefandi: Framtíðin Menntaskólanum í Reykjavík Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1991 1. Ómar! – Smákvæði um eyrnarbrotið milta 2. Flosi Ólafsson & Pops – Ljúfa líf Flytjendur: Ómar!: – Jónas Sveinn Hauksson – söngur – Frank Þórir Hall – kassagítar og raddir – Guðmundur Steingrímsson – harmonikka og…

Skólahljómsveitir Menntaskólans í Reykjavík (um 1966-)

Takmarkaðar upplýsingar er að finna um eiginlegar skólahljómsveitir innan Menntskólans í Reykjavík en ljóst er þó að fjölmargar hljómsveitir hafa starfað þar, margar jafnvel nokkuð þekktar. Fyrsta og eina hljómsveitin (sem heimildir finnast um) sem ber nafnið Skólahljómsveit Menntaskólans í Reykjavík var líklega starfandi á árunum 1966 til 68 og mun Magnús Á. Magnússon hafa…

Skólahljómsveitir Tónlistarskóla Hafnarfjarðar (1978-)

Í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar hafa lengi verið starfandi hljómsveitir sem ýmist hafa verið skilgreindar sem blásarasveitir, lúðrasveitir, stórsveitir eða bara skólahljómsveitir. Þær hafa náð ágætum árangri, jafnvel verið virkar til langs tíma og leikið á fjölmörgum tónleikum og skemmtunum innan lands sem utan. Tónlistarskólinn í Hafnarfirði hefur verið starfandi frá 1950 en ekki finnast þó heimildir…

Skólahljómsveitir Tónlistarskóla Grindavíkur (1977-)

Skólahljómsveitir hafa verið starfræktar við Tónlistarskóla Grindavíkur frá áttunda áratug síðustu aldar og hafa þær sveitir ýmist verið kallaðar skólahljómsveitir, blásarasveitir eða lúðrasveitir, einnig hafa minni sveitir starfað innan þeirra. Tónlistarskólinn í Grindavík var stofnaður árið 1972 og var líklega fyrsta hljómsveitin innan skólans stofnuð haustið 1977, sú sveit lék undir stjórn Jóns. E. Hjaltasonar…

Skólahljómsveitir Samvinnuskólans á Bifröst (1955-87)

Samvinnuskólinn á Bifröst starfaði undir merkjum Samvinnuhreyfingarinnar í áratugi, fyrst í Reykjavík frá 1918 en á Bifröst í Borgarfirði frá 1955 þar til skólinn var færður á háskólastig 1988 en þar starfar hann enn sem sjálfseignastofnun á háskólastigi. Strax á Reykjavíkur-árum samvinnuskólans var eins konar félagslíf komið til sögunnar og á dansleikjum hans voru ýmist…

Skólahljómsveitir Tónlistarskólans í Keflavík (1957-99)

Fjöldi hljómsveita af ýmsum stærðum og gerðum störfuðu innan Tónlistarskólans í Keflavík meðan hann var og hét, skólinn er ýmist sagður hafa verið stofnaður 1956 eða 57 og starfaði hann til ársins 1999 þegar hann var sameinaður Tónlistarskóla Njarðvíkur undir nafninu Tónlistarskóli Reykjanesbæjar. Ekki er alveg ljóst hvenær fyrst var starfrækt eiginleg hljómsveit innan Tónlistarskólans…

Skólahljómsveitir Tónlistarskóla Njarðvíkur (1976-99)

Innan Tónlistarskóla Njarðvíkur störfuðu nokkrar hljómsveitir meðan skólinn starfaði og þar var fremst í flokki lúðra- eða skólahljómsveit sem lék víða og meðal annars erlendis í nokkur skipti. Tónlistarskóli Njarðvíkur var stofnaður haustuið 1976 og þá strax var sett á laggirnar skólahljómsveit undir stjórn Arnar Óskarssonar. Sveitin varð fljótlega nokkuð öflug enda var óvenju hátt…

Skólahljómsveitir Tónlistarskóla Árnesinga (1973-)

Skólahljómsveitir hafa verið starfandi innan Tónlistarskóla Árnesinga allt frá því hann var stofnaður árið 1955, málið er þó töluvert flókið að mörgu leyti því um margar hljómsveitir er að ræða og innan skólans hafa jafnframt verið starfandi deildir víða um Árnessýslu, sveitir starfandi innan deildanna undir ýmsum nöfnum og gerðum, og þær stundum í samstarfi…

Skólahljómsveitir Skógaskóla (1949-64)

Skólahljómsveitir voru starfræktar við Héraðsskólann að Skógum (Skógaskóla) í nokkur skipti á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar. Skógaskóli hafði verið settur á laggirnar haustið 1949 og strax skólaárið 1950-51 var þar starfandi hljómsveit sem mun hafa verið tríó, engar upplýsingar er þó að finna um meðlimi þeirrar sveitar og er óskað eftir þeim hér…

Afmælisbörn 22. desember 2021

Tvö afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Steini spil (Þorsteinn Pálmi Guðmundsson) tónlistarmaður og kennari á Selfossi hefði átt þennan afmælisdag en hann fæddist 1933. Segja má að hann hafi verið konungur sveitaballanna á Suðurlandi um tíma þegar hljómsveitir hans fóru mikinn á þeim markaði en hann gaf einnig út plötur ásamt hljómsveit…

Afmælisbörn 21. desember 2021

Afmælisbörnin í tónlistargeiranum eru þrjú talsins í dag: Pétur Grétarsson slagverksleikari er sextíu og þriggja ára gamall í dag, hann hefur mest tengst djassgeiranum en hefur þó leikið með ýmsum öðrum sveitum. Þar má til dæmis nefna Stórsveit Reykjavíkur, Tarzan, Síðan skein sól, Arnald og kameldýrin, Karnival, Havanabandið og Smartband. Pétur hefur mikið starfað við…

Afmælisbörn 20. desember 2021

Tvö afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Hafnfirðingurinn Stefán Hjörleifsson gítarleikari Nýdanskrar er fimmtíu og sjö ára gamall í dag. Stefán hóf sinn tónlistarferil í heimabænum og var í hljómsveitinni Herramönnum ungur að árum. Á menntaskólaárum sínum gaf hann út plötuna Morgundagurinn sem hafði að geyma lög úr stuttmynd en síðan hefur hann…

Afmælisbörn 19. desember 2021

Á þessum degi eru fjögur afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Ómar Diðriksson trúbador og hárskeri er fimmtíu og níu ára gamall á þessum degi. Hann hefur starfrækt eigin sveitir, Síðasta sjens, Tríó Ómars Diðrikssonar og Sveitasyni, en hefur einnig gefið út nokkrar sólóplötur og í samstarfi við Karlakór Rangæinga. Hann býr nú í Noregi Gréta Sigurjónsdóttir…

Afmælisbörn 18. desember 2021

Í dag eru tvö nöfn á afmælislista Glatkistunnar Það er Sigurlaug Thorarensen sem einnig gengur undir sólólistanafninu Sillus en hún er þrjátíu og eins árs gömul á þessum degi. Hún hefur gefið út tilraunakennt raftónlistarefni og unnið tónlist fyrir sjónvarp en einnig sungið með hljómsveitinni BSÍ á plötu sem og starfað með öðru tónlistarfólki s.s.…

Afmælisbörn 17. desember 2021

Eitt tónlistartengt afmælisbarn kemur við sögu á lista Glatkistunnar í dag: Tónlistarkonan Sólveig Matthildur Kristjánsdóttir er tuttugu og sjö ára gömul á þessum degi. Hún er hljómborðsleikari í hljómsveitinni Kælunni miklu sem sigraði Ljóðaslamm Borgarbókasafnsins 2013 og hefur einnig gefið út nokkrar breiðskífur, Sólveig hefur einnig sjálf sent frá sér sólóplötur og fjölda smáskífna þrátt…

Afmælisbörn 16. desember 2021

Í dag eru þrjú tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Tónlistarkonan Rakel Mjöll Leifsdóttir er þrjátíu og tveggja ára gömul á þessum degi. Rakel Mjöll vakti fyrst athygli í söngkeppni Samfés og hefur m.a.s. keppt í undankeppni Eurovision en hefur fyrst og fremst verið þekkt sem söngkona s.s. hljómsveita eins og Útidúr og Dream wife sem…

Sjö hljóta Kraumsverðlaunin 2021

Sjö listamenn og hljómsveitir hljóta í dag Kraumsverðlaunin fyrir plötur sínar. Þetta er í fjórtánda sinn sem verðlaunin eru afhent en meðal þeirra listamanna sem hlotið hafa Kraumsverðlaun frá því þau voru fyrst veitt árið 2008 má nefna Hildi Guðnadóttur, Daníel Bjarnason, Hjaltalín, Lay Low, FM Belfast, Retro Stefson, Moses Hightower og Sóley. Kraumsverðlaunin eru veitt…

Skárren ekkert (1992-)

Skárren ekkert var töluvert þekkt hljómsveit um tíma þótt hún væri ekki beinlínis í vinsældapoppinu, margir sóttust þó eftir að komast á tónleika með sveitinni sem lék fjölbreytta tónlist á borð við kvikmynda- og leikhústónlist, kaffihúsatónlist eða jafnvel bara þjóðlög, íslensk og erlend. Hún er þó líklega þekktust fyrir frumsamda tónlist sína fyrir leikhús og…

Skárren ekkert – Efni á plötum

Skárren ekkert – Tónlistin úr leikritinu Kirsuberjagarðurinn Útgefandi: Smekkleysa Útgáfunúmer: SM 53 Ár: 1994 1. Lestin er að koma 2. Þessi garður er nefndur í alfræðibókinni 3. Að hverju ertu að leita? / Ósóminn getur gengið of langt! / Við erum hafin yfir alla ást / Nietzsche… heimspekingurinn, stórgáfaður maður 4. Þetta er gítar, ekki…

Skólahljómsveitir Kennaraskólans (um 1960-70)

Á sjötta áratugnum og hugsanlega lengur voru starfandi skólahljómsveitir við Kennaraskóla Íslands en ekki liggja fyrir miklar upplýsingar um þær. Um eða fljótlega eftir 1960 var skólahljómsveit starfandi í Kennaraskólanum en upplýsingar um hana eru afar takmarkaðar, vitað er að Ebba K. Edwardsdóttir píanóleikari og Birgir Ás Guðmundsson harmonikkuleikari voru meðal meðlima en upplýsingar vantar…

Skólahljómsveitir Hafralækjarskóla – Efni á plötum

Nemendur Hafralækjarskóla – Frumlög [snælda] Útgefandi: Hafralækjarskóli Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1989 1. Skólahljómsveitin – St. Antony Chorale 2. Skólahljómsveitin – Volte 3. 6. bekkur – Gógó (frumsamið) 4. 6. bekkur – Kondórinn 5. Tríó[1] – Dans og ballet 6. 4. bekkur – Fyrsta sólaruppkoma (frumsamið) 7. 4. Arnþrúður Dagsdóttir – Melodie 8. 1. bekkur…

Skólakór Hafralækjarskóla – Efni á plötum

Nemendur Hafralækjarskóla – Frumlög [snælda] Útgefandi: Hafralækjarskóli Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1989 1. Skólahljómsveitin – St. Antony Chorale 2. Skólahljómsveitin – Volte 3. 6. bekkur – Gógó (frumsamið) 4. 6. bekkur – Kondórinn 5. Tríó[1] – Dans og ballet 6. 4. bekkur – Fyrsta sólaruppkoma (frumsamið) 7. 4. Arnþrúður Dagsdóttir – Melodie 8. 1. bekkur…

Granít – Bimma be be

Granít – Bimma be be Útgefandi: Hljómsveitin Granít Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 2011 1. Bimma be be 2. Víkurvals 3. Drykkuvísa 4. Sumarblærinn 5. Í speglinum 6. Dansað á eyrinni 7. Minningar úr Mýrdal 8. Tyrkja-Gudda 9. Kreppuvísur 10. Bárður og Jóna 11. Drauma drottning 12. Timburmennirnir 13. Ölteiti Flytjendur: [engar upplýsingar um flytjendur]

Skólahljómsveitir Gagnfræðaskóla Húsavíkur (1961-79)

Að minnsta kosti tvívegis störfuðu skólahljómsveitir við Gagnfræðaskóla Húsavíkur en skólinn var starfræktur undir því nafni frá 1945 til ársins 1992 þegar hann sameinaðist Barnaskóla Húsavíkur og fékk þá nafnið Borgarhólsskóli. Árið 1961 var skólahljómsveit stofnuð undir nafninu GH-kvartett en GH stendur augljóslega fyrir Gagnfræðaskóli Húsavíkur, vitað er að Aðalsteinn Ísfjörð harmonikkuleikari og Steinrímur Hallgrímsson…

Skólahljómsveitir Gagnfræðaskóla Ísafjarðar (1950-70)

Skólahljómsveitir komu nokkuð við sögu Gagnfræðaskóla Ísafjarðar meðan sá skóli var og hét en hann var stofnaður árið 1931 og starfaði til 1983 þegar nafni hans var breytt í Grunnskóli Ísafjarðar. Um 1950 var skólahljómsveit í skólanum en það var kvartett skipaður þeim Ólafi Kristjánssyni píanóleikara (síðar bæjarstjóra í Bolungarvík), Þórði Finnbjörnssyni trompetleikara, Kristjáni Jónssyni…

Skólahljómsveitir Laugarnesskóla (1954-69)

Tónlistarlíf í Laugarnesskóla (st. 1935) hefur alltaf verið fjölskrúðugt, einkum frá því um miðjan fimmta áratuginn þegar Ingólfur Guðbrandsson setti á stofn barnakór við skólann og kom á skólasöng sem hefur verið hefð þar allt til þessa dags. Hljóðfærasláttur af ýmsu tagi var líka iðkaður innan skólans og skólaárið 1954-55 var líklega sett saman hljómsveit…