Skólakór Foldaskóla (1990-94)

Kór var starfræktur í Foldaskóla í Grafarvogi á árunum 1990-94 undir stjórn Sigríðar Sigurðardóttur kennara. Kórinn kom fram á ýmsum samkomum innan og utan skólans sem var mjög fjölmennur á þessum árum en ekki liggur þó fyrir hversu margir skipuðu kórinn.

Kórastarfið virðist hafa lagst af þegar Sigríður hætti kennslu við Foldaskóla 1994.