Sjö hljóta Kraumsverðlaunin 2021

Sjö listamenn og hljómsveitir hljóta í dag Kraumsverðlaunin fyrir plötur sínar. Þetta er í fjórtánda sinn sem verðlaunin eru afhent en meðal þeirra listamanna sem hlotið hafa Kraumsverðlaun frá því þau voru fyrst veitt árið 2008 má nefna Hildi Guðnadóttur, Daníel Bjarnason, Hjaltalín, Lay Low, FM Belfast, Retro Stefson, Moses Hightower og Sóley. Kraumsverðlaunin eru veitt…

Skárren ekkert (1992-)

Skárren ekkert var töluvert þekkt hljómsveit um tíma þótt hún væri ekki beinlínis í vinsældapoppinu, margir sóttust þó eftir að komast á tónleika með sveitinni sem lék fjölbreytta tónlist á borð við kvikmynda- og leikhústónlist, kaffihúsatónlist eða jafnvel bara þjóðlög, íslensk og erlend. Hún er þó líklega þekktust fyrir frumsamda tónlist sína fyrir leikhús og…

Skárren ekkert – Efni á plötum

Skárren ekkert – Tónlistin úr leikritinu Kirsuberjagarðurinn Útgefandi: Smekkleysa Útgáfunúmer: SM 53 Ár: 1994 1. Lestin er að koma 2. Þessi garður er nefndur í alfræðibókinni 3. Að hverju ertu að leita? / Ósóminn getur gengið of langt! / Við erum hafin yfir alla ást / Nietzsche… heimspekingurinn, stórgáfaður maður 4. Þetta er gítar, ekki…

Skólahljómsveitir Kennaraskólans (um 1960-70)

Á sjötta áratugnum og hugsanlega lengur voru starfandi skólahljómsveitir við Kennaraskóla Íslands en ekki liggja fyrir miklar upplýsingar um þær. Um eða fljótlega eftir 1960 var skólahljómsveit starfandi í Kennaraskólanum en upplýsingar um hana eru afar takmarkaðar, vitað er að Ebba K. Edwardsdóttir píanóleikari og Birgir Ás Guðmundsson harmonikkuleikari voru meðal meðlima en upplýsingar vantar…

Skólahljómsveitir Hafralækjarskóla – Efni á plötum

Nemendur Hafralækjarskóla – Frumlög [snælda] Útgefandi: Hafralækjarskóli Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1989 1. Skólahljómsveitin – St. Antony Chorale 2. Skólahljómsveitin – Volte 3. 6. bekkur – Gógó (frumsamið) 4. 6. bekkur – Kondórinn 5. Tríó[1] – Dans og ballet 6. 4. bekkur – Fyrsta sólaruppkoma (frumsamið) 7. 4. Arnþrúður Dagsdóttir – Melodie 8. 1. bekkur…

Skólakór Hafralækjarskóla – Efni á plötum

Nemendur Hafralækjarskóla – Frumlög [snælda] Útgefandi: Hafralækjarskóli Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1989 1. Skólahljómsveitin – St. Antony Chorale 2. Skólahljómsveitin – Volte 3. 6. bekkur – Gógó (frumsamið) 4. 6. bekkur – Kondórinn 5. Tríó[1] – Dans og ballet 6. 4. bekkur – Fyrsta sólaruppkoma (frumsamið) 7. 4. Arnþrúður Dagsdóttir – Melodie 8. 1. bekkur…

Granít – Bimma be be

Granít – Bimma be be Útgefandi: Hljómsveitin Granít Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 2011 1. Bimma be be 2. Víkurvals 3. Drykkuvísa 4. Sumarblærinn 5. Í speglinum 6. Dansað á eyrinni 7. Minningar úr Mýrdal 8. Tyrkja-Gudda 9. Kreppuvísur 10. Bárður og Jóna 11. Drauma drottning 12. Timburmennirnir 13. Ölteiti Flytjendur: [engar upplýsingar um flytjendur]

Skólahljómsveitir Gagnfræðaskóla Húsavíkur (1961-79)

Að minnsta kosti tvívegis störfuðu skólahljómsveitir við Gagnfræðaskóla Húsavíkur en skólinn var starfræktur undir því nafni frá 1945 til ársins 1992 þegar hann sameinaðist Barnaskóla Húsavíkur og fékk þá nafnið Borgarhólsskóli. Árið 1961 var skólahljómsveit stofnuð undir nafninu GH-kvartett en GH stendur augljóslega fyrir Gagnfræðaskóli Húsavíkur, vitað er að Aðalsteinn Ísfjörð harmonikkuleikari og Steinrímur Hallgrímsson…

Skólahljómsveitir Gagnfræðaskóla Ísafjarðar (1950-70)

Skólahljómsveitir komu nokkuð við sögu Gagnfræðaskóla Ísafjarðar meðan sá skóli var og hét en hann var stofnaður árið 1931 og starfaði til 1983 þegar nafni hans var breytt í Grunnskóli Ísafjarðar. Um 1950 var skólahljómsveit í skólanum en það var kvartett skipaður þeim Ólafi Kristjánssyni píanóleikara (síðar bæjarstjóra í Bolungarvík), Þórði Finnbjörnssyni trompetleikara, Kristjáni Jónssyni…

Skólahljómsveitir Laugarnesskóla (1954-69)

Tónlistarlíf í Laugarnesskóla (st. 1935) hefur alltaf verið fjölskrúðugt, einkum frá því um miðjan fimmta áratuginn þegar Ingólfur Guðbrandsson setti á stofn barnakór við skólann og kom á skólasöng sem hefur verið hefð þar allt til þessa dags. Hljóðfærasláttur af ýmsu tagi var líka iðkaður innan skólans og skólaárið 1954-55 var líklega sett saman hljómsveit…

Skólahljómsveitir Héraðsskólans á Núpi (1955-77)

Héraðsskóli var lengi starfræktur á Núpi í Dýrafirði en hann var stofnaður árið 1906 og tók til starfa í upphafi árs 1907, sr. Sigtryggur Guðlaugsson var stofnandi skólans og fyrsti skólastjóri hans en skólinn starfaði allt til ársins 1992. Í Héraðsskólanum á Núpi var tíðum fjörugt félagslíf og þar starfaði fjöldinn allur af hljómsveitum í…

Skólahljómsveitir Hafralækjarskóla (1980-2012)

Skólahljómsveitir af ýmsu tagi störfuðu við Hafralækjarskóla í Aðaldal í Suður-Þingeyjarsýslu meðan hann starfaði undir því nafni frá árinu 1972 og allt þar til hann sameinaðist Litlu-Laugaskóla 2012 undir nafninu Þingeyjarskóli. Skólinn gegndi á sínum tíma afar mikilvægu hlutverki í þróun tónlistarstarfs innan grunnskóla og fjölmargt síðar þekkt tónlistarfólk skilaði sér áfram upp á yfirborðið…

Skólahljómsveitir Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja (um 1950-86)

Skólahljómsveitir störfuðu í fjölmörg skipti við Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja en upplýsingar um þær eru hins vegar af skornum skammti. Þannig greina heimildir frá hljómsveit sem var starfandi við skólann veturinn 1951-52, einnig 1956 og svo 1961 en þá voru fjórar hljómsveitir sagðar starfandi innan skólans – þó er óljóst hvort þessar sveitir voru beinlínis skólahljómsveitir eða…

Skólahljómsveitir Menntaskólans á Laugarvatni (1958-)

Menntaskólinn á Laugarvatni (ML) hafði lengi þá sérstöðu meðal menntaskóla að vera afskekktari en aðrir slíkir og því var jafnan lögð á það áhersla að hljómsveit væri starfandi innan skólans svo ekki þyrfti að sækja hljómsveitir um lengri vegalengdir til að leika á dansleikjum og öðrum skemmtunum. Menntaskólinn að Laugarvatni var stofnaður 1953 og fljótlega…

Afmælisbörn 15. desember 2021

Í dag eru skráð fjögur afmælisbörn, þau eru þessi: Söngvarinn Herbert Guðmundsson (Hebbi) er sextíu og átta ára í dag. Hann var áður söngvari fjölmargra hljómsveita eins og Pelican, Eikur, Raflosts, Tilveru, Sólskins, Ástarkveðju, Stofnþels og Kan svo nokkrar vel valdar séu nefndar en þekktastur er hann þó fyrir sólóferil sinn, fyrst og síðast skal…