Sjálfsfróun (1981-91)

Pönksveitin Sjálfsfróun er vafalaust ein umtalaðasta og e.t.v. umdeildasta sveit sem starfað á Íslandi, bæði hvað nafn hennar varðar og svo fyrir framlag sitt í kvikmyndinni Rokk í Reykjavík. Sveitin gaf aldrei út plötu meðan hún starfaði en mörgum árum síðar var demó-upptökum með henni safnað saman og þær gefnar út á netinu. Engar upplýsingar…

Sjálfsmorðssveitin (1978-79)

Sjálfsmorðssveitin svokallaða starfaði í um eitt ár undir lok áttunda áratugar síðustu aldar en sveitin sem var skipuð valinkunnum tónlistarmönnum var sett sérstaklega saman fyrir tónleika með Megasi í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Megas (Magnús Þór Jónsson) hafði verið töluvert áberandi um og upp úr miðjum áttunda áratugnum, sent m.a. frá sér plötuna Á bleikum náttkjólum…

Sjálfsfróun – Efni á plötum

Sjálfsfróun – Rise 2B free + EXTRA Útgefandi: Synthadelia records Útgáfunúmer: SR058 Ár: 2014 [?] 1. Bow 4 gov 2. Cold song 3. Drugs 4. Fólk 5. Government trick 6. Legal destruction 7. Lítill kall 8. Löggan 9. Man 10. No future 11. Palestina 12. Pop star rockers 13. Reaper of death 14. Ríkisvald og…

Sjálfsmorðssveitin – Efni á plötum

Megas – Drög að sjálfsmorði (x2) Útgefandi: Iðunn / Skífan / Íslenskir tónar Útgáfunúmer: Iðunn 008-9 / SCD 188 / IT 085 Ár: 1979 / 1997 / 2002 1. Forleikur 2. Ef þú smælar framan í heiminn 3. Gleymdur tími 4. Grísalappalísa 5. Formsatriði var ekki fullnægt 6. Skríddu ofaní öskutunnuna 7. Þjóðvegaræningi á krossgötum 8.…

Skólahljómsveit Laugaskóla í Dölum (1980-90)

Að minnsta kosti tvívegis voru starfandi skólahljómsveitir við Laugaskóla í Sælingsdal í Dalasýslu á árunum 1980 til 90. Engar upplýsingar er hins vegar að finna um meðlimi þeirra og er því hér með óskað eftir upplýsingum um þær. Á þessum árum voru jafnframt tvær sveitir starfandi innan Laugaskóla sem einnig herjuðu á ballmið utan skólans,…

Skólahljómsveit Laugalækjarskóla (um 1965)

Skólahljómsveit var starfrækt innan Laugalækjarskóla um miðjan sjöunda áratug síðustu aldar en hún var líklegast starfandi veturinn 1965-66. Upplýsingar um þessa sveit eru af afar skornum skammti, þó eru heimildir um að Herbert Guðmundsson var söngvari hennar og hugsanlega einnig gítarleikari. Óskað er eftir frekari upplýsingum um þessa sveit. Herbert var svo einnig í hljómsveitinni…

Skólahljómsveit Iðnskólans í Reykjavík (um 1945)

Skólahljómsveit var starfandi innan Iðnskólans í Reykjavík um miðjan fimmta áratuginn en engar frekari upplýsingar er að finna um þessa sveita utan þess að Haukur Morthens (síðar söngvari) lék á básúnu í henni. Óskað er eftir frekari upplýsingum um þessa hljómsveit.

Skólahljómsveit Hvolsskóla (1957)

Veturinn 1956-57 var starfrækt skólahljómsveit í Hvolsskóla á Hvolsvelli en slíkt þótti óvenjulegt í skóla sem einungis hafði að geyma um fimmtíu nemendur. Hljómsveitina skipuðu ellefu nemendur við skólann, átta stúlkur og þrír drengir og léku þau á gítar, blokkflautur, sýlófón, trommu og slagverk undir stjórn skólastjórafrúarinnar, Birnu Frímannsdóttur.

Skólahljómsveit Melaskóla (um 1968)

Óskað er eftir upplýsingum um skólahljómsveit í Melaskóla sem þar var starfandi í kringum 1968, meðal meðlima hennar var söngkonan Lísa Pálsdóttir (Kamarorghestar o.fl.). Einnig er óskað eftir upplýsingum um skólahljómsveitir starfandi innan skólans á öðrum tímum.

Skólahljómsveit Miðbæjarskólans (1962-63)

Skólahljómsveit mun hafa verið starfandi við Miðbæjarskólann veturinn 1962-63 en upplýsingar um þá sveit eru afar takmarkaðar – reyndar svo að það eina sem liggur fyrir um hana var að Helga Einarsdóttir gegndi hlutverki söngkonu í sveitinni. Óskað er eftir frekari upplýsingum um tilurð þessarar sveitar sem og annarra sveita sem kallast gætu skólahljómsveitir í…

Skólahljómsveit Mýrdalshrepps (1989-2002)

Skólahljómsveit Mýrdalshrepps var starfrækt við tónlistarskólann í Vík í Mýrdal um nokkurra ára skeið fyrir og um síðustu aldamót, rétt um öld eftir að lúðrasveit starfaði þar í bæ í fyrsta sinn. Sveitin, sem var alla tíð nokkuð fjölmenn og innihélt á milli 20 og 30 meðlimi sem þykir gott í svo litlu samfélagi, mun…

Skólahljómsveit Neskaupstaðar (1974-90)

Skólahljómsveit starfaði við Tónskólann í Neskaupstað um nokkurra ára skeið á áttunda og níunda áratug síðustu aldar og setti heilmikinn svip þar á bæjarbraginn. Tildrög þess að sveitin var stofnuð voru þau að veturinn 1972-73 var sett saman eins konar skólahljómsveit ellefu nemenda og eins kennara til að leika á vortónleikum tónlistarskólans undir stjórn Haraldar…

Afmælisbörn 1. desember 2021

Tónlistartengd afmælisbörn fullveldisdagsins eru eftirfarandi: Bakkgerðingurinn (Guðmundur) Magni Ásgeirsson söngvari Á móti sól er fjörutíu og þriggja ára gamall á þessum degi, Magni hefur einnig sungið með hljómsveitum eins og Shape, gefið út sólóplötur og sungið í undankeppnum Eurovision svo eitthvað sé nefnt, Magni hlaut sína fimmtán mínútna alþjóðafrægð þegar hann tók þátt í Rock…