Skólahljómsveit Laugalækjarskóla (um 1965)

Skólahljómsveit var starfrækt innan Laugalækjarskóla um miðjan sjöunda áratug síðustu aldar en hún var líklegast starfandi veturinn 1965-66. Upplýsingar um þessa sveit eru af afar skornum skammti, þó eru heimildir um að Herbert Guðmundsson var söngvari hennar og hugsanlega einnig gítarleikari. Óskað er eftir frekari upplýsingum um þessa sveit.

Herbert var svo einnig í hljómsveitinni Raflost sem starfandi innan skólans nokkru síðar en sú sveit mun ekki hafa verið skólahljómsveit fremur en hljómsveitin Pops sem steig upphafsskref sín einnig í skólanum.