Afmælisbörn 31. janúar 2022

Á þessum degi koma fimm afmælisbörn við sögu Glatkistunnar: Fyrstan skal telja Árna Matthíasson tónlistarskríbent og blaðamann á Morgunblaðinu um þriggja áratuga skeið, hann hefur einnig setið í dómnefnd Músíktilrauna frá 1987 og skrifað bækur um tónlist svo dæmi séu nefnd, nú síðast bók um feril Bubba Morthens. Árni er sextíu og fimm ára gamall…

Afmælisbörn 30. janúar 2022

Fjórir tónlistarmenn eru skráðir með afmæli á þessum degi: Ingvi Þór Kormáksson bókasafnsfræðingur og tónlistarmaður á stórafmæli í dag en hann er sjötugur. Hann hefur gefið út fjölmargar sólóplötur og auk þess tekið þátt í Eurovision undankeppnum og öðrum tónlistarkeppnum, jafnvel unnið til verðlauna erlendis í slíkum keppnum. Ingvi Þór lék með fjölmörgum hljómsveitum á…

Afmælisbörn 29. janúar 2022

Tvö afmælisbörn í tónlistargeiranum eru skráð hjá Glatkistunni á þessum degi: Stefán Sigurjónsson skósmiður og tónlistarmaður í Vestmannaeyjum er sextíu og átta ára gamall í dag. Stefán sem er fæddur og uppalinn í Flóanum nam klarinettuleik á sínum yngri árum en hefur allan sinn starfsaldur rekið skóvinnustofu, fyrst á Selfossi en síðan í Vestmannaeyjum. Í…

Afmælisbörn 28. janúar 2022

Tvær söngkonur úr tónlistargeiranum eru á skrá Glatkistunnar í dag: Söngkonan Telma Ágústsdóttir er fjörutíu og fimm ára gömul á þessum degi. Telma varð landsfræg á einu kvöldi þegar hún söng Eurovision framlag Íslendinga Tell me! ásamt Einari Ágústi Víðissyni árið 2000 en hún var þá söngkona hljómsveitarinnar Spur. Telma er dóttir Ágústs Atlasonar í…

Afmælisbörn 27. janúar 2022

Í dag eru tvö tónlistartengd afmælisbörn á lista Glatkistunnar: Elmar Gilbertsson tenórsöngvari er fjörutíu og fjögurra ára gamall á þessum degi. Hann er einn af fremstu söngvurum landsins og nam söng í Hollandi en hann hefur starfað þar og víðar í Evrópu. Elmar er líkast til hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt í óperunni Ragnheiði en…

Skólakór Víðistaðaskóla (1987-2006)

Skólakór hefur stundum verið starfandi við Víðistaðaskóla í Hafnarfirði en þó ekki verið starfræktur samfellt, upplýsingar um hann eru af skornum skammti. Elstu heimildir um starfandi kór í Víðistaðaskóla eru frá haustinu 1987, þá 1991 og 1994 en eftir það virðist vera kórastarf við skólann nokkuð samfleytt á árunum 1997 til 2001, árið 1999 að…

Skýjum ofar [1] [annað] (1996-2001)

Skýjum ofar var í senn útvarpsþáttur og plötusnúðadúó sem sinnti áhugafólki um framsækna danstónlist þegar slík bylgja barst hingað til lands frá Bretlandi undir lok síðustu aldar, segja má að hlutverk þeirra hafi verið að breiða út og kynna tónlistina hér á landi og það gerðu þeir með býsna góðum árangri. Skýjum ofar var fyrst…

Skólakór Seljaskóla (1982-)

Seljaskóli hefur starfað síðan haustið 1979 og frá þeim tíma hafa skólakórar verið starfandi innan skólans, fyrst um sinn þó einungis með söngfólki á yngsta stiginu en eftir því sem skólinn starfaði lengur og stækkaði varð nemendahópurinn eldri. Ekki er alveg ljós hvenær kór starfaði í fyrsta sinn við Seljaskóla en haustið 1982 var þar…

Skólalúðrasveit Ísafjarðar (1958-66)

Lúðrasveit var starfandi innan tónlistarskólans á Ísafirði undir lok sjötta áratugar síðustu aldar og fram á þann sjöunda, um tíma virðist sem um einhvers konar samstarf tónlistarskólans og barnaskólans hafi verið að ræða. Skólalúðrasveitin var að öllum líkindum stofnuð haustið 1958 þegar Ísak E. Jónsson kom til starfa við tónlistarskólann og sá hann um að…

Skólalúðrasveit Hvammstanga (1990)

Upplýsingar óskast um hljómsveit sem kölluð var Skólalúðrasveit Hvammstanga og var starfandi árið 1990. Líklegast er að um sé að ræða hljómsveit með tengingu við Skólahljómsveit Vestur-Húnavatnssýslu sem starfaði fáeinum árum áður undir stjórn Hjálmars Sveinbjörnssonar.

Skólalúðrasveit Borgarness (1981-91)

Skólalúðrasveit var starfrækt um nokkurra ára skeið við Grunnskólann í Borgarnesi. Sveitin sem gekk yfirleitt undir nafninu Skólalúðrasveit Borgarness eða Lúðrasveit Grunnskólans í Borgarnesi, mun hafa verið stofnuð í ársbyrjun 1981 og var fyrst um sinn undir stjórn Rúnars Georgssonar en fljótlega tók Björn Leifsson við stjórninni. Lengst af voru um 20-25 meðlimir í sveitinni.…

Skólalúðrasveit Austur-Húnavatnssýslu – Efni á plötum

Skólalúðrasveit Austur-Húnavatnssýslu – [engar upplýsingar um titil] Útgefandi: [engar upplýsingar] Útgáfunúmer; [engar upplýsingar Ár: [engar upplýsingar] [engar upplýsingar um efni] Flytjendur: Skólalúðrasveit Austur-Húnavatnssýslu – leikur undir stjórn Skarphéðins H. Einarssonar [engar upplýsingar um aðra flytjendur]

Skólalúðrasveit Austur-Húnavatnssýslu (1987-2014)

Lúðrasveit var lengi starfrækt við Tónlistarskóla Austur Húnavatnssýslu en ekki liggur fyrir hvort hún sé þar starfandi ennþá, hún var lengst af undir stjórn Skarphéðins Húnfjörð Einarssonar. Tónlistaskólinn sem hefur þrjár starfsstöðvar, á Blönduósi, Skagaströnd og Húnavöllum, var stofnaður haustið 1971 en engar upplýsingar er að finna um hvenær skólalúðrasveit var stofnuð við hann –…

Skólakór Seljaskóla – Efni á plötum

Barnaleikir – ýmsir [snælda] Útgefandi: BG útgáfan / Umferðarráð Útgáfunúmer: BG003 Ár: 1989 1. Siggi var úti 2. Hjólin á strætó 3. Upp á grænum hól 4. Út um mela og móa 5. Rautt, rautt, rautt 6. Sértu glaður 7. Fingrasöngur 8. Tíu grænar flöskur 9. Letidansinn 10. Bílalag 11. Afi minn og amma mín 12. Fingraleikur 13.…

Skólalúðrasveit Seyðisfjarðar (1987-2007)

Lúðrasveit starfaði um tveggja áratuga skeið við tónlistarskólann á Seyðisfirði í kringum síðustu aldamót en reyndar er fáar heimildir að finna um síðari starfsár sveitarinnar. Sveitin sem oftast gekk undir nafninu Skólalúðrasveit Seyðisfjarðar mun hafa verið stofnuð haustið 1987 þegar Kristrún Helga Björnsdóttir tók til starfa sem skólastjóri tónlistarskólans en hún stjórnaði sveitinni fyrstu sjö…

Skólakór Mýrdalshrepps – Efni á plötum

Skólakór Víkurskóla – Skólakór Víkurskóla [snælda] Útgefandi: Víkurskóli Útgáunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1990 1. Óskasteinar 2. Jón trúður 3. Snert hörpu mína 4. Dögun 5. Kling klang klukkan slær 6. Hættu að gráta 7. Seltjarnarnesið 8. Afmælisdiktur 9. Þú veist í hjarta þér 10. Mýrdalssveit Flytjendur: Skólakór Víkurskóla – söngur undir stjórn Önnu Björnsdóttur [engar…

Skólakór Mýrdalshrepps (1988-)

Öflugur skólakór starfaði lengi við Víkurskóla undir stjórn Önnu Björnsdóttur síðustu öld og svo virðist sem hann hafi jafnframt starfað eitthvað eftir aldamótin, kórinn hefur sent frá sér plötur. Skólakór Mýrdalshrepps mun hafa verið stofnaður um haustið 1988 og frá upphafi var Anna Björnsdóttir stjórnandi kórsins en hann hóf að koma fram opinberlega í heimabyggð…

Skólalúðrasveit Akraness (1959-85)

Hljómsveit sem hér er kölluð Skólalúðrasveit Akraness starfaði í ríflega tvo áratugi en lognaðist svo útaf eftr stopula starfsemi síðustu árin. Sveitin hafði verið sett á stofn rétt fyrir 1960 af því er heimildir herma og starfaði reyndar fyrstu árin við Barnaskólann á Akranesi, Rotary-klúbbur þeirra Skagamanna átti sinn þátt í því að sveitin varð…

Afmælisbörn 26. janúar 2022

Fjögur afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar á þessum degi: Ingibjörg Lárusdóttir söngkona, lögfræðingur, flugfreyja og trompetleikari er fimmtíu og tveggja ára gömul í dag. Hún leikur reyndar á ýmis önnur hljóðfæri og hefur gefið út jólaplötu ásamt systrum sínum (Þórunni og Dísellu) en þær eru dætur Lárusar Sveinssonar trompetleikara. Siggi Guðfinns eða Sigurður Kristinn Guðfinnsson…

Afmælisbörn 25. janúar 2022

Sjö afmælisbörn koma við sögu á þessum merkisdegi: Ingólfur Steinsson tónlistarmaður frá Seyðisfirði er sjötíu og eins árs gamall í dag, Ingólfur gerði garðinn frægan með Þokkabót á sínum tíma en hefur einnig leikið með sveitum eins og Lubbum, Stemmu, Krás, The Icelandic duo og Bræðrabandinu auk þess að hafa gefið út sólóplötur. Sveinbjörn Grétarsson…

Afmælisbörn 24. janúar 2022

Í dag eru tvö afmælisbörn skráð hjá Glatkistunni: Reynir Gunnarsson saxófónleikari úr Dúmbó og Steina frá Akranesi er sjötíu og fjögurra ára gamall á þessum degi. Reynir kom auðvitað við sögu á plötum Dúmbós en hefur lítið fengist opinberlega við tónlist allra síðustu árin, saxófónleik hans má þó heyra í söngleiknum Hunangsflugur og villikettir sem…

Afmælisbörn 23. janúar 2022

þessi dagur er fullur af afmælisbörnum og hefst þá upptalningin: Helena (Marín) Eyjólfsdóttir, ein dáðasta dægurlagasöngkona landsins á annað af stórafmælum dagsins en hún er áttræð í dag. Helena gerði garðinn einkum frægan norðan heiða með hljómsveitum Finns og Ingimars Eydal og Atlantic kvartettnum en Finnur var eiginmaður hennar. Hún söng jafnframt inn á fjölmargar…

Afmælisbörn 22. janúar 2022

Fjölmargt tónlistarfólk kemur við sögu í liðnum Afmælisbörn dagsins í dag: Erla Þorsteins söngkona (stúlkan með lævirkjaröddina) er áttatíu og níu ára, hana þarf vart að kynna enda átti hún hvern stórsmellinn á fætur öðrum á sjötta áratug síðustu aldar sem margir hverjir hafa lifað til dagsins í dag. Söngferill hennar (sem að mestu var…

Afmælisbörn 21. janúar 2022

Á þessum degi koma fimm afmælisbörn við sögu, tvö þeirra eru ekki lengur meðal okkar: Svavar Knútur Kristinsson er fjörutíu og sex ára gamall í dag. Hann hefur lengst af starfað sem trúbador en einnig sungið og spilað með hljómsveitum eins og Hraun!, Kaffi, Moonboots og Læðunum, nokkrar sólóplötur hafa aukinheldur komið út með honum.…

Afmælisbörn 20. janúar 2022

Fimm afmælisbörn koma í dag við sögu á skrá Glatkistunnar yfir tónlistarfólk: Ársæll Másson gítarleikari og menntaskólakennari er sextíu og sjö ára gamall í dag en hann hefur leikið með ýmsum sveitum í gegnum tíðina. Þeirra á meðal má nefna Stórsveit Reykjavíkur, Bambinos, Misgengið og Föruneyti Gísla Helgasonar. Ársæll gegndi starfi djasstónlistargagnrýnanda á DV um…

Skytturnar [4] (1998-2005 / 2011-13)

Akureyska hiphopsveitin Skytturnar vakti töluverða athygli í kringum síðustu aldamót þegar rappvorið sem svo mætti kalla stóð sem hæst, sveitin var þó hálfgert eyland í tónlistarflóru þeirra Akureyringa og naut mun meiri velgengni sunnan heiða en norðan. Segja má að sveitin hafi verið stofnuð 1998 en þá höfðu meðlimir hennar starfað undir nafninu Definite skillz…

Skytturnar [4] – Efni á plötum

Skytturnar – SP Útgefandi: Skytturnar Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 2001 1. Eins og það er 2. MC sökker 3. Ég mínus ég 4. Ferskur stíll 5. Ég geri það sem ég vil 6. Allt og ekkert 7. Einskis nýtt líf 8. Njóttu vafans 9. Einskis nýtt líf – hljóðfærislegt Flytjendur: Styrmir Hauksson – [?] Sigurður…

Skólakór Reykholtsskóla (1932-81)

Afar takmarkaðar upplýsingar er að finna um skólakór Héraðsskólans í Reykholti í Borgarfirði og því er myndin af sögu hans langt frá því að vera heildstæð. Héraðskólinn í Reykholti eða Reykholtsskóli var settur á laggirnar haustið 1931 og starfaði til 1997, söngkennsla var þar lengst af fastur liður og voru skólakórar starfandi samhliða söngkennslu að…

Skólakór Miðbæjarskólans (1930-67)

Saga skólakóra Miðbæjarskólans er nokkuð óljós en svo virðist sem tvívegis hafi verið starfræktir kórar í nafni skólans. Miðbæjarskólinn hafði verið starfandi í nokkra áratugi áður en hann hlaut nafn sitt árið 1930 en það ár var Austurbæjarskóli stofnaður og því fékk Miðbæjarskólinn sitt nafn eftir að hafa starfað undir nafninu Barnaskóli Reykjavíkur, í þeim…

Skólakór Hjallaskóla – Efni á plötum

Karl V. Matthíasson og Kór Hjallaskóla í Kópavogi – Kirkjuskólinn minn [snælda] Útgefandi: September Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: 1998 1. Djúp og breið 2. Jesú er bjargið 3. Hver er í salnum 4. Ástarfaðir himinhæða 5. Jesús er besti vinur barnanna 6. Daginn í dag 7. Ó, blíði Jesús blessa þú 8. Ó, faðir gjör…

Skólakór Hjallaskóla (1987-2010)

Kór var starfræktur innan Hjallaskóla í Kópvogi um ríflega tuttugu ára skeið, lengst af undir stjórn Guðrúnar Magnúsdóttur en hann var lagður niður þegar skólinn var sameinaður Digranesskóla árið 2010 undir nafninu Álfhólsskóli. Hjallaskóli hafði verið stofnaður 1983 en elstu heimildir um kórastarf þar eru frá vorinu 1988, gera má því ráð fyrir að sá…

Skólakór Hafralækjarskóla (1984-2012)

Blómlegt tónlistarlíf var í Hafralækjarskóla í Aðaldal í Suður-Þingeyjasýslu meðan hann starfaði undir því nafni (1972-2012) og einkum eftir að Guðmundur H. Norðdahl og síðar Robert og Juliet Faulkner komu til starfa við skólann, þá urðu til fjölmargar skólahljómsveitir og skólakór sem m.a. tóku þátt í metnaðarfullum söngleikjauppfærslum á árshátíðum skólans. Ekki liggur alveg ljóst…

Skólakór Tálknafjarðar [2] (1999-2002)

Skólakór starfaði í grunnskólanum á Tálknafirði um síðustu aldamót en upplýsingar um þann kór eru afar takmarkaðar. Fyrir liggur að kórinn starfað 1999 og 2002 en ekki er víst að það starf hafi verið samfellt milli þessara ártala, þá vantar allar upplýsingar um stjórnanda/stjórnendur kórsins en svokölluð „yngri deild“ var starfrækt innan hans árið 2002…

Skólakór Tálknafjarðar [1] (1979-80)

Skólakór var starfræktur líklega einn vetur (1979-80) við grunnskólann á Tálknafirði (Tálknafjarðarskóla), reyndar er ekki alveg ljós undir hvaða nafni skólinn starfaði á þeim tíma. Það mun hafa verið Sigurður G. Daníelsson sem stjórnaði kórnum þennan vetur (og hugsanlega lengur) en hann var þá tónlistarkennari og organisti á Tálknafirði og hafði verið það frá haustinu…

Skólakór Skógaskóla (1960-76)

Ekki er ljóst hvenær fyrst var starfandi kór við skólann en elstu heimildir um hann er að finna frá árinu 1960 en það ár fagnaði Skógaskóli tíu ára afmæli. Stjórnandi kórsins frá upphafi og alla tíð var Þórður Tómasson en kórinn starfaði að minnsta kosti til 1972, það árið virðast reyndar hafa verið tveir kórar…

Skólakór Seyðisfjarðar (1994-99)

Kórar hafa starfað með hléum við Seyðisfjarðarskóla um árabil en á árunum 1994-99 starfaði þar skólakór (einnig kallaður barnakór) nokkuð samfellt. Barnakóra-heitið er reyndar að finna á fleiri kórum á Seyðisfirði, bæði fyrr og síðar. Það mun hafa verið Aðalheiður Borgþórsdóttir sem stofnaði Skólakór Seyðisfjarðar árið 1994 og stjórnaði honum til 1997 að minnsta kosti…

Skólakór Tónlistarskóla Kópavogs (1969-77)

Kór var starfandi við Tónlistarskóla Kópavogs um nokkurra ára skeið á áttunda árataug liðinnar aldar en skólinn hafði verið settur á laggirnar haustið 1963. Ekki var um kórastarf að ræða fyrstu ár skólans en það var svo haustið 1969 sem skólakór tók til starfa undir stjórn Margrétar Dannheim. Sá kór starfaði að öllum líkindum undir…

Afmælisbörn 19. janúar 2022

Í dag eru fimm afmælisbörn á lista Glatkistunnar, þau eru eftirfarandi: Sigurður Rúnar Jónsson (Diddi fiðla) er sjötíu og tveggja ára gamall í dag. Hann hefur vægast sagt komið víða við á sínum ferli enda fjölhæfur með afbrigðum, spilar á flest hljóðfæri, útsetur og semur tónlist. Framan af var hann í hljómsveitum eins og Náttúru,…

Afmælisbörn 18. janúar 2022

Sex tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar í dag: Friðrik Vignir Stefánsson orgelleikari af Skaganum á stórafmæli en hann er sextugur á þessum degi. Hann nam orgelleik á Akranesi og Reykjavík, fór til Danmerkur í framhaldsnám og hefur starfað sem organisti, stjórnandi kóra og skólastjóri tónlistarskóla t.d. í Grundarfirði og Seltjarnarnesi. Hann var ennfremur í…

Afmælisbörn 17. janúar 2022

Glatkistan hefur eitt tónlistartengt afmælisbarn á skrá sinni á þessum degi: Hjálmfríður Þöll Friðriksdóttir (Frida Fridriks) tónlistarkona er fimmtíu og þriggja ára gömul í dag. Hún er af tónlistarfólki komin og var ung farin að syngja í Barnakór Tónlistarskóla Rangæinga en hún söng einsöng með kórnum á plötu aðeins þrettán ára gömul. Hjálmfríður söng með…

Afmælisbörn 16. janúar 2022

Í dag eru fimm afmælisbörn úr hópi íslensks tónlistarfólks skráð hjá Glatkistunni: Arnar Sigurbjörnsson gítarleikari er sjötíu og þriggja ára gamall í dag, hann var einkum áberandi í poppsenunni á áttunda áratug síðustu aldar. Arnar lék með hljómsveitum eins og Brimkló, Mexíkó, Strengjum, Ævintýri, Toxic, Action og Flowers, og söng stundum líka með sveitum sínum.…

Afmælisbörn 15. janúar 2022

Eitt afmælisbarn er á lista Glatkistunnar á þessum degi: Erlingur Vigfússon óperusöngvari frá Hellissandi hefði átt afmæli í dag en hann fæddist á þessum degi árið 1936. Eftir söngnám í Reykjavík fór Erlingur til framhaldsnáms á Ítalíu og síðar Þýskalands þar sem hann starfaði síðan við Kölnaróperuna frá 1969 til 1998 þegar hann kom heim.…

Afmælisbörn 14. janúar 2022

Í dag eru tónlistartengd afmælisbörn Glatkistunnar tvö: Mývetningurinn Stefán Jakobsson er fjörutíu og tveggja ára gamall í dag. Stjarna hans hefur risið hátt á síðustu árum, bæði sem söngvari hljómsveitarinnar Dimmu en einnig almennt fyrir söngverkefni sín s.s. Föstudagslögin, þá hefur hann sent frá sér sólóplötu. Stefán sem er af miklum tónlistarættum, er og hefur…

Afmælisbörn 13. janúar 2022

Sjö afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar að þessu sinni: Óskar Páll Sveinsson hljóð- og upptökumaður er fimmtíu og fimm ára í dag. Hann var á yngri árum söngvari og hljómborðsleikari hljómsveitarinnar Medium en sneri sér síðan að upptökufræðum, starfaði sem tæknimaður hjá Ríkisútvarpinu og við upptökur og hljóðblöndun á fjölmörgum plötum hér heima áður en…

Skurk (1988-93 / 2011-)

Rokksveitin Skurk frá Akureyri hefur starfað frá því undir lok níunda áratugar síðustu aldar en þó langt frá því samfellt, sveitin var endurreist á nýrri öld eftir hátt í tveggja áratuga hlé en hefur á síðara starfsskeiði sínu sent frá sér tvær skífur. Skurk var angi af mikilli rokkbylgju eða vakningu sem gekk yfir norðanvert…

Skurk – Efni á plötum

Skurk – Final gift Útgefandi: Inconsistency records Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 2014 1. Ruler 2. Final gift 3. Darkness 4. Dead again 5. Chaindead 6. My friend, the end Flytjendur: Guðni Konráðsson – gítar og söngur Hörður Halldórsson – gítar og raddir Jón Heiðar Rúnarsson – bassi Kristján B. Heiðarsson – trommur Skurk – Blóðbragð…

Skólakór Héraðsskólans á Reykjum (1934-81)

Upplýsingar um skólakór Héraðsskólans á Reykjum í Hrútafirði eru af skornum skammti, skólinn sem starfaði á árunum 1931-82 skartaði á köflum skólakór og hér er mestmegnis fyllt í eyður en um leið óskað eftir frekari upplýsingum um kórstarfið á Reykjum. Vitað er að Áskell Jónsson frá Akureyri stjórnaði kór við skólann meðan hann var þar…

Skólakór Héraðsskólans á Laugarvatni (1930-63)

Lengi vel var starfræktur skólakór við Héraðsskólann á Laugarvatni og átti þar Þórður Kristleifsson stóran hlut að máli en hann stjórnaði kórum í yfir þrjátíu ár við skólann. Héraðsskólinn á Laugarvatni hafði tekið til starfa haustið 1928 og um tveimur árum síðar kom Þórður þangað sem kennari og setti saman kór líklega strax á fyrsta…

Skólakór Garðabæjar – Efni á plötum

Skólakór Garðabæjar – [snælda] Útgefandi: Skólakór Garðabæjar Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: [engar upplýsingar] [engar upplýsingar um efni] Flytjendur: Skólakór Garðabæjar – söngur undir stjórn Guðfinnu Dóru Ólafsdóttur [engar upplýsingar um aðra flytjendur] Skólakór Garðabæjar – Skólakór Garðabæjar Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: KALP 56 Ár: 1978 1. Með gleðiraust og helgum hljóm 2. Það á að gefa börnum…

Skólakór Garðabæjar (1976-2000)

Skólakór Garðarbæjar var mjög öflugur kór barna (mest stúlkna) sem starfaði við Flataskóla í Garðabæ um tuttugu og fimm ára skeið undir lok síðustu aldar og vakti jafnvel athygli á erlendum vettvangi þar sem hann kom fram, kórinn gaf út nokkrar plötur á sínum tíma og auk þess kassettur sem teljast óopinberar útgáfur. Kórar höfðu…