Afmælisbörn 29. janúar 2022

Jónas Björnsson

Tvö afmælisbörn í tónlistargeiranum eru skráð hjá Glatkistunni á þessum degi:

Stefán Sigurjónsson skósmiður og tónlistarmaður í Vestmannaeyjum er sextíu og átta ára gamall í dag. Stefán sem er fæddur og uppalinn í Flóanum nam klarinettuleik á sínum yngri árum en hefur allan sinn starfsaldur rekið skóvinnustofu, fyrst á Selfossi en síðan í Vestmannaeyjum. Í Eyjum kenndi hann lengi við tónlistarkólann og hefur reyndar stýrt honum einnig. Þá stjórnaði Stefán Lúðrasveit Vestmannaeyja í tvo áratugi en áður hafði hann leikið með lúðrasveitinni Svaninum.

Þá átti Jónas Björnsson þennan afmælisdag einnig en hann lést af slysförum haustið 1997. Jónas (f. 1958) starfaði sem tónlistarkennari víða um land en lék einnig með fjölmörgum hljómsveitum á trommur og blásturshljóðfæri eins og Hljómsveit Rúnars Þórs Péturssonar, Kan, Reykjavík, Head effect, Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar, Barrock, Cabaret, Fresh o.fl.

Vissir þú að hljómsveitin Skriðjöklar gaf eitt sinn út lag eftir Loga Einarsson (síðar alþingismann) sem bar heitið Elvis Presley just left the building?