Skólakór Víðistaðaskóla (1987-2006)

Skólakór hefur stundum verið starfandi við Víðistaðaskóla í Hafnarfirði en þó ekki verið starfræktur samfellt, upplýsingar um hann eru af skornum skammti. Elstu heimildir um starfandi kór í Víðistaðaskóla eru frá haustinu 1987, þá 1991 og 1994 en eftir það virðist vera kórastarf við skólann nokkuð samfleytt á árunum 1997 til 2001, árið 1999 að…

Skýjum ofar [1] [annað] (1996-2001)

Skýjum ofar var í senn útvarpsþáttur og plötusnúðadúó sem sinnti áhugafólki um framsækna danstónlist þegar slík bylgja barst hingað til lands frá Bretlandi undir lok síðustu aldar, segja má að hlutverk þeirra hafi verið að breiða út og kynna tónlistina hér á landi og það gerðu þeir með býsna góðum árangri. Skýjum ofar var fyrst…

Skólakór Seljaskóla (1982-)

Seljaskóli hefur starfað síðan haustið 1979 og frá þeim tíma hafa skólakórar verið starfandi innan skólans, fyrst um sinn þó einungis með söngfólki á yngsta stiginu en eftir því sem skólinn starfaði lengur og stækkaði varð nemendahópurinn eldri. Ekki er alveg ljós hvenær kór starfaði í fyrsta sinn við Seljaskóla en haustið 1982 var þar…

Skólalúðrasveit Ísafjarðar (1958-66)

Lúðrasveit var starfandi innan tónlistarskólans á Ísafirði undir lok sjötta áratugar síðustu aldar og fram á þann sjöunda, um tíma virðist sem um einhvers konar samstarf tónlistarskólans og barnaskólans hafi verið að ræða. Skólalúðrasveitin var að öllum líkindum stofnuð haustið 1958 þegar Ísak E. Jónsson kom til starfa við tónlistarskólann og sá hann um að…

Skólalúðrasveit Hvammstanga (1990)

Upplýsingar óskast um hljómsveit sem kölluð var Skólalúðrasveit Hvammstanga og var starfandi árið 1990. Líklegast er að um sé að ræða hljómsveit með tengingu við Skólahljómsveit Vestur-Húnavatnssýslu sem starfaði fáeinum árum áður undir stjórn Hjálmars Sveinbjörnssonar.

Skólalúðrasveit Borgarness (1981-91)

Skólalúðrasveit var starfrækt um nokkurra ára skeið við Grunnskólann í Borgarnesi. Sveitin sem gekk yfirleitt undir nafninu Skólalúðrasveit Borgarness eða Lúðrasveit Grunnskólans í Borgarnesi, mun hafa verið stofnuð í ársbyrjun 1981 og var fyrst um sinn undir stjórn Rúnars Georgssonar en fljótlega tók Björn Leifsson við stjórninni. Lengst af voru um 20-25 meðlimir í sveitinni.…

Skólalúðrasveit Austur-Húnavatnssýslu – Efni á plötum

Skólalúðrasveit Austur-Húnavatnssýslu – [engar upplýsingar um titil] Útgefandi: [engar upplýsingar] Útgáfunúmer; [engar upplýsingar Ár: [engar upplýsingar] [engar upplýsingar um efni] Flytjendur: Skólalúðrasveit Austur-Húnavatnssýslu – leikur undir stjórn Skarphéðins H. Einarssonar [engar upplýsingar um aðra flytjendur]

Skólalúðrasveit Austur-Húnavatnssýslu (1987-2014)

Lúðrasveit var lengi starfrækt við Tónlistarskóla Austur Húnavatnssýslu en ekki liggur fyrir hvort hún sé þar starfandi ennþá, hún var lengst af undir stjórn Skarphéðins Húnfjörð Einarssonar. Tónlistaskólinn sem hefur þrjár starfsstöðvar, á Blönduósi, Skagaströnd og Húnavöllum, var stofnaður haustið 1971 en engar upplýsingar er að finna um hvenær skólalúðrasveit var stofnuð við hann –…

Skólakór Seljaskóla – Efni á plötum

Barnaleikir – ýmsir [snælda] Útgefandi: BG útgáfan / Umferðarráð Útgáfunúmer: BG003 Ár: 1989 1. Siggi var úti 2. Hjólin á strætó 3. Upp á grænum hól 4. Út um mela og móa 5. Rautt, rautt, rautt 6. Sértu glaður 7. Fingrasöngur 8. Tíu grænar flöskur 9. Letidansinn 10. Bílalag 11. Afi minn og amma mín 12. Fingraleikur 13.…

Skólalúðrasveit Seyðisfjarðar (1987-2007)

Lúðrasveit starfaði um tveggja áratuga skeið við tónlistarskólann á Seyðisfirði í kringum síðustu aldamót en reyndar er fáar heimildir að finna um síðari starfsár sveitarinnar. Sveitin sem oftast gekk undir nafninu Skólalúðrasveit Seyðisfjarðar mun hafa verið stofnuð haustið 1987 þegar Kristrún Helga Björnsdóttir tók til starfa sem skólastjóri tónlistarskólans en hún stjórnaði sveitinni fyrstu sjö…

Skólakór Mýrdalshrepps – Efni á plötum

Skólakór Víkurskóla – Skólakór Víkurskóla [snælda] Útgefandi: Víkurskóli Útgáunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1990 1. Óskasteinar 2. Jón trúður 3. Snert hörpu mína 4. Dögun 5. Kling klang klukkan slær 6. Hættu að gráta 7. Seltjarnarnesið 8. Afmælisdiktur 9. Þú veist í hjarta þér 10. Mýrdalssveit Flytjendur: Skólakór Víkurskóla – söngur undir stjórn Önnu Björnsdóttur [engar…

Skólakór Mýrdalshrepps (1988-)

Öflugur skólakór starfaði lengi við Víkurskóla undir stjórn Önnu Björnsdóttur síðustu öld og svo virðist sem hann hafi jafnframt starfað eitthvað eftir aldamótin, kórinn hefur sent frá sér plötur. Skólakór Mýrdalshrepps mun hafa verið stofnaður um haustið 1988 og frá upphafi var Anna Björnsdóttir stjórnandi kórsins en hann hóf að koma fram opinberlega í heimabyggð…

Skólalúðrasveit Akraness (1959-85)

Hljómsveit sem hér er kölluð Skólalúðrasveit Akraness starfaði í ríflega tvo áratugi en lognaðist svo útaf eftr stopula starfsemi síðustu árin. Sveitin hafði verið sett á stofn rétt fyrir 1960 af því er heimildir herma og starfaði reyndar fyrstu árin við Barnaskólann á Akranesi, Rotary-klúbbur þeirra Skagamanna átti sinn þátt í því að sveitin varð…

Afmælisbörn 26. janúar 2022

Fjögur afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar á þessum degi: Ingibjörg Lárusdóttir söngkona, lögfræðingur, flugfreyja og trompetleikari er fimmtíu og tveggja ára gömul í dag. Hún leikur reyndar á ýmis önnur hljóðfæri og hefur gefið út jólaplötu ásamt systrum sínum (Þórunni og Dísellu) en þær eru dætur Lárusar Sveinssonar trompetleikara. Siggi Guðfinns eða Sigurður Kristinn Guðfinnsson…