Skólalúðrasveit Borgarness (1981-91)

Skólalúðrasveit Borgarness

Skólalúðrasveit var starfrækt um nokkurra ára skeið við Grunnskólann í Borgarnesi.

Sveitin sem gekk yfirleitt undir nafninu Skólalúðrasveit Borgarness eða Lúðrasveit Grunnskólans í Borgarnesi, mun hafa verið stofnuð í ársbyrjun 1981 og var fyrst um sinn undir stjórn Rúnars Georgssonar en fljótlega tók Björn Leifsson við stjórninni. Lengst af voru um 20-25 meðlimir í sveitinni.

Lúðrasveitin starfaði að minnsta kosti til 1991 en upplýsingar um starfsemi hennar er ekki að finna eftir það, Björn stjórnaði henni árið 1989 og má reikna með að svo hafi verið áfram.

Óskað er frekari upplýsinga um Skólalúðrasveit Borgarness.