Skólalúðrasveit Borgarness (1981-91)
Skólalúðrasveit var starfrækt um nokkurra ára skeið við Grunnskólann í Borgarnesi. Sveitin sem gekk yfirleitt undir nafninu Skólalúðrasveit Borgarness eða Lúðrasveit Grunnskólans í Borgarnesi, mun hafa verið stofnuð í ársbyrjun 1981 og var fyrst um sinn undir stjórn Rúnars Georgssonar en fljótlega tók Björn Leifsson við stjórninni. Lengst af voru um 20-25 meðlimir í sveitinni.…