Skurk (1988-93 / 2011-)

Rokksveitin Skurk frá Akureyri hefur starfað frá því undir lok níunda áratugar síðustu aldar en þó langt frá því samfellt, sveitin var endurreist á nýrri öld eftir hátt í tveggja áratuga hlé en hefur á síðara starfsskeiði sínu sent frá sér tvær skífur. Skurk var angi af mikilli rokkbylgju eða vakningu sem gekk yfir norðanvert…

Skurk – Efni á plötum

Skurk – Final gift Útgefandi: Inconsistency records Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 2014 1. Ruler 2. Final gift 3. Darkness 4. Dead again 5. Chaindead 6. My friend, the end Flytjendur: Guðni Konráðsson – gítar og söngur Hörður Halldórsson – gítar og raddir Jón Heiðar Rúnarsson – bassi Kristján B. Heiðarsson – trommur Skurk – Blóðbragð…

Skólakór Héraðsskólans á Reykjum (1934-81)

Upplýsingar um skólakór Héraðsskólans á Reykjum í Hrútafirði eru af skornum skammti, skólinn sem starfaði á árunum 1931-82 skartaði á köflum skólakór og hér er mestmegnis fyllt í eyður en um leið óskað eftir frekari upplýsingum um kórstarfið á Reykjum. Vitað er að Áskell Jónsson frá Akureyri stjórnaði kór við skólann meðan hann var þar…

Skólakór Héraðsskólans á Laugarvatni (1930-63)

Lengi vel var starfræktur skólakór við Héraðsskólann á Laugarvatni og átti þar Þórður Kristleifsson stóran hlut að máli en hann stjórnaði kórum í yfir þrjátíu ár við skólann. Héraðsskólinn á Laugarvatni hafði tekið til starfa haustið 1928 og um tveimur árum síðar kom Þórður þangað sem kennari og setti saman kór líklega strax á fyrsta…

Skólakór Garðabæjar – Efni á plötum

Skólakór Garðabæjar – [snælda] Útgefandi: Skólakór Garðabæjar Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: [engar upplýsingar] [engar upplýsingar um efni] Flytjendur: Skólakór Garðabæjar – söngur undir stjórn Guðfinnu Dóru Ólafsdóttur [engar upplýsingar um aðra flytjendur] Skólakór Garðabæjar – Skólakór Garðabæjar Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: KALP 56 Ár: 1978 1. Með gleðiraust og helgum hljóm 2. Það á að gefa börnum…

Skólakór Garðabæjar (1976-2000)

Skólakór Garðarbæjar var mjög öflugur kór barna (mest stúlkna) sem starfaði við Flataskóla í Garðabæ um tuttugu og fimm ára skeið undir lok síðustu aldar og vakti jafnvel athygli á erlendum vettvangi þar sem hann kom fram, kórinn gaf út nokkrar plötur á sínum tíma og auk þess kassettur sem teljast óopinberar útgáfur. Kórar höfðu…

Skólahljómsveitir Verzlunarskólans – Efni á plötum

Nemendamót VÍ 1989-1994: The best of Nemendamót VÍ – ýmsir Útgefandi: Nemendafélag Verslunarskóla Íslands Útgáfunúmer: NFVÍCD 001 Ár: 1994 1. Alma Rögnvaldsdóttir – Easy to be hard (úr Hárinu) 2. Svanhildur Björgvinsdóttir – Tallula (úr Bugsy Malone) 3. Óttar Pálsson – Boogaloo (úr Tívolí) 4. Björgvin Sigurðsson – Pinball wizard (úr Tommy) 5. Guðmundur Aðalsteinsson…

Skólahljómsveitir Verzlunarskólans (1932-)

Löng hefð er fyrir öflugu tónlistar- og leiklistarstarfi í félagslífi nemenda Verzlunarskóla Íslands og hafa nemendamót skólans iðulega verið með stærri samkomum sem nemendafélög skóla hér á landi halda utan um, þar hafa um langt árabil verið settar upp stórar leiksýningar, oft söngleikir á svið með hljómsveit og söng. Málið hafa þó þróast með þeim…

Skólakór Húsmæðraskólans á Varmalandi (1955-66)

Svo virðist sem skólakór hafi verið starfandi við Húsmæðraskólann að Varmalandi í Borgarfirði um tíma en skólinn starfaði á árunum 1946-86). Vitað er að Bjarni Andrésson kennari stjórnaði skólaskór á Varmalandi árið 1955 en hann hafði þá verið þar við störf um nokkurra ára skeið, jafnframt virðist hafa verið kór starfandi innan veggja skólans árið…

Skólakór Húsmæðraskólans á Laugum (1931-74)

Skólakórar voru starfræktir við Húsmæðraskólann á Laugum í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu en upplýsingar um þá eru af skornum skammti. Húsmæðraskólinn að Laugum starfaði á árunum 1929-85 (síðustu árin undir nafninu Hússtjórnarskólinn á Laugum) og störfuðu kórar við skólann að minnsta kosti annað slagið undir stjórn söngkennara. Þannig mun hafa verið starfandi kór við skólann veturinn…

Skólakór Húsmæðraskólans á Ísafirði (1948-72)

Við Húsmæðraskólann á Ísafirði eða Húsmæðraskólann Ósk eins og hann hét reyndar upphaflega (eftir kvenfélaginu Ósk) starfaði um tíma kór undir stjórn Ragnars H. Ragnar söngkennara skólans. Skólinn hafði verið starfandi síðan 1912 en árið 1948 fluttist hann í nýtt eigið húsnæði við Austurveg og það sama haust kom Ragnar H. Ragnar þangað til starfa…

Skólakór Héraðsskólans á Laugum (1933-76)

Héraðsskólinn að Laugum í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu starfaði á árunum 1925-88 en þá hlaut hann nafnið Framhaldsskólinn á Laugum. Kórsöngur var iðkaður lengi undir handleiðslu söngkennara skólans. Engar upplýsingar er að finna um söngkennslu eða kórsöng innan héraðsskólans á fyrstu starfsárum hans en árið 1933 kom Páll H. Jónsson til starfa og kenndi þá m.a.…

Skólakór Lýðháskólans í Skálholti (1975-76)

Lýðháskólinn í Skálholti (síðar einnig kallaður Skálholtsskóli) var starfræktur á árunum 1972-93 undir því nafni, lengst af undir stjórn sr. Heimis Steinssonar. Skólinn var afar fámennur og því tæplega grundvöllur fyrir skólakór en veturinn 1974-75 var þó þar starfandi kór undir stjórn söngkennarans Lofts Loftssonar, sem kom fram á skólaslitum skólans vorið 1975 og hugsanlega…

Afmælisbörn 12. janúar 2022

Eitt afmælisbarn er á lista Glatkistunnar í dag: (Sæmundur) Rúnar Þórisson gítarleikari frá Ísafirði er sextíu og sjö ára gamall í dag en hann hefur komið víða við á löngum tónlistarferli. Rúnar starfaði á árum áður með sveitum eins og Ýr, Danshljómsveit Vestfjarða, Grafík, Haukum, Dínamít og Dögg en henn vann einnig náið með Rafni…