Skólakór Húsmæðraskólans á Ísafirði (1948-72)

Skólakór Húsmæðraskólans á Ísafirði 1948

Við Húsmæðraskólann á Ísafirði eða Húsmæðraskólann Ósk eins og hann hét reyndar upphaflega (eftir kvenfélaginu Ósk) starfaði um tíma kór undir stjórn Ragnars H. Ragnar söngkennara skólans.

Skólinn hafði verið starfandi síðan 1912 en árið 1948 fluttist hann í nýtt eigið húsnæði við Austurveg og það sama haust kom Ragnar H. Ragnar þangað til starfa sem söngkennari, hann hafði þá dvalið í Ameríku um nokkurra ára skeið en kom vestur á Ísafjörð til að taka við tónlistarskólanum í bænum. Ragnar kenndi söng við húsmæðraskólann til 1972 hið minnsta og setti strax á fót skólakór sem söng einkum innan veggja skólans en einnig eitthvað utan þeirra, mikill meirihluti stúlknanna söng í kórnum.

Ekkert bendir til annars en að kórinn hafi starfað allan tímann sem Ragnar var þar en þar var ekki iðkaður kórsöngur eftir að hann hvarf á brott. Húsmæðraskólinn á Ísafirði starfaði til 1990.