Skytturnar [4] (1998-2005 / 2011-13)
Akureyska hiphopsveitin Skytturnar vakti töluverða athygli í kringum síðustu aldamót þegar rappvorið sem svo mætti kalla stóð sem hæst, sveitin var þó hálfgert eyland í tónlistarflóru þeirra Akureyringa og naut mun meiri velgengni sunnan heiða en norðan. Segja má að sveitin hafi verið stofnuð 1998 en þá höfðu meðlimir hennar starfað undir nafninu Definite skillz…