Skytturnar [4] (1998-2005 / 2011-13)

Akureyska hiphopsveitin Skytturnar vakti töluverða athygli í kringum síðustu aldamót þegar rappvorið sem svo mætti kalla stóð sem hæst, sveitin var þó hálfgert eyland í tónlistarflóru þeirra Akureyringa og naut mun meiri velgengni sunnan heiða en norðan. Segja má að sveitin hafi verið stofnuð 1998 en þá höfðu meðlimir hennar starfað undir nafninu Definite skillz…

Skytturnar [4] – Efni á plötum

Skytturnar – SP Útgefandi: Skytturnar Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 2001 1. Eins og það er 2. MC sökker 3. Ég mínus ég 4. Ferskur stíll 5. Ég geri það sem ég vil 6. Allt og ekkert 7. Einskis nýtt líf 8. Njóttu vafans 9. Einskis nýtt líf – hljóðfærislegt Flytjendur: Styrmir Hauksson – [?] Sigurður…

Skólakór Reykholtsskóla (1932-81)

Afar takmarkaðar upplýsingar er að finna um skólakór Héraðsskólans í Reykholti í Borgarfirði og því er myndin af sögu hans langt frá því að vera heildstæð. Héraðskólinn í Reykholti eða Reykholtsskóli var settur á laggirnar haustið 1931 og starfaði til 1997, söngkennsla var þar lengst af fastur liður og voru skólakórar starfandi samhliða söngkennslu að…

Skólakór Miðbæjarskólans (1930-67)

Saga skólakóra Miðbæjarskólans er nokkuð óljós en svo virðist sem tvívegis hafi verið starfræktir kórar í nafni skólans. Miðbæjarskólinn hafði verið starfandi í nokkra áratugi áður en hann hlaut nafn sitt árið 1930 en það ár var Austurbæjarskóli stofnaður og því fékk Miðbæjarskólinn sitt nafn eftir að hafa starfað undir nafninu Barnaskóli Reykjavíkur, í þeim…

Skólakór Hjallaskóla – Efni á plötum

Karl V. Matthíasson og Kór Hjallaskóla í Kópavogi – Kirkjuskólinn minn [snælda] Útgefandi: September Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: 1998 1. Djúp og breið 2. Jesú er bjargið 3. Hver er í salnum 4. Ástarfaðir himinhæða 5. Jesús er besti vinur barnanna 6. Daginn í dag 7. Ó, blíði Jesús blessa þú 8. Ó, faðir gjör…

Skólakór Hjallaskóla (1987-2010)

Kór var starfræktur innan Hjallaskóla í Kópvogi um ríflega tuttugu ára skeið, lengst af undir stjórn Guðrúnar Magnúsdóttur en hann var lagður niður þegar skólinn var sameinaður Digranesskóla árið 2010 undir nafninu Álfhólsskóli. Hjallaskóli hafði verið stofnaður 1983 en elstu heimildir um kórastarf þar eru frá vorinu 1988, gera má því ráð fyrir að sá…

Skólakór Hafralækjarskóla (1984-2012)

Blómlegt tónlistarlíf var í Hafralækjarskóla í Aðaldal í Suður-Þingeyjasýslu meðan hann starfaði undir því nafni (1972-2012) og einkum eftir að Guðmundur H. Norðdahl og síðar Robert og Juliet Faulkner komu til starfa við skólann, þá urðu til fjölmargar skólahljómsveitir og skólakór sem m.a. tóku þátt í metnaðarfullum söngleikjauppfærslum á árshátíðum skólans. Ekki liggur alveg ljóst…

Skólakór Tálknafjarðar [2] (1999-2002)

Skólakór starfaði í grunnskólanum á Tálknafirði um síðustu aldamót en upplýsingar um þann kór eru afar takmarkaðar. Fyrir liggur að kórinn starfað 1999 og 2002 en ekki er víst að það starf hafi verið samfellt milli þessara ártala, þá vantar allar upplýsingar um stjórnanda/stjórnendur kórsins en svokölluð „yngri deild“ var starfrækt innan hans árið 2002…

Skólakór Tálknafjarðar [1] (1979-80)

Skólakór var starfræktur líklega einn vetur (1979-80) við grunnskólann á Tálknafirði (Tálknafjarðarskóla), reyndar er ekki alveg ljós undir hvaða nafni skólinn starfaði á þeim tíma. Það mun hafa verið Sigurður G. Daníelsson sem stjórnaði kórnum þennan vetur (og hugsanlega lengur) en hann var þá tónlistarkennari og organisti á Tálknafirði og hafði verið það frá haustinu…

Skólakór Skógaskóla (1960-76)

Ekki er ljóst hvenær fyrst var starfandi kór við skólann en elstu heimildir um hann er að finna frá árinu 1960 en það ár fagnaði Skógaskóli tíu ára afmæli. Stjórnandi kórsins frá upphafi og alla tíð var Þórður Tómasson en kórinn starfaði að minnsta kosti til 1972, það árið virðast reyndar hafa verið tveir kórar…

Skólakór Seyðisfjarðar (1994-99)

Kórar hafa starfað með hléum við Seyðisfjarðarskóla um árabil en á árunum 1994-99 starfaði þar skólakór (einnig kallaður barnakór) nokkuð samfellt. Barnakóra-heitið er reyndar að finna á fleiri kórum á Seyðisfirði, bæði fyrr og síðar. Það mun hafa verið Aðalheiður Borgþórsdóttir sem stofnaði Skólakór Seyðisfjarðar árið 1994 og stjórnaði honum til 1997 að minnsta kosti…

Skólakór Tónlistarskóla Kópavogs (1969-77)

Kór var starfandi við Tónlistarskóla Kópavogs um nokkurra ára skeið á áttunda árataug liðinnar aldar en skólinn hafði verið settur á laggirnar haustið 1963. Ekki var um kórastarf að ræða fyrstu ár skólans en það var svo haustið 1969 sem skólakór tók til starfa undir stjórn Margrétar Dannheim. Sá kór starfaði að öllum líkindum undir…

Afmælisbörn 19. janúar 2022

Í dag eru fimm afmælisbörn á lista Glatkistunnar, þau eru eftirfarandi: Sigurður Rúnar Jónsson (Diddi fiðla) er sjötíu og tveggja ára gamall í dag. Hann hefur vægast sagt komið víða við á sínum ferli enda fjölhæfur með afbrigðum, spilar á flest hljóðfæri, útsetur og semur tónlist. Framan af var hann í hljómsveitum eins og Náttúru,…