Skólakór Reykholtsskóla (1932-81)

Skólakór Reykholtsskóla veturinn 1932-33

Afar takmarkaðar upplýsingar er að finna um skólakór Héraðsskólans í Reykholti í Borgarfirði og því er myndin af sögu hans langt frá því að vera heildstæð.

Héraðskólinn í Reykholti eða Reykholtsskóli var settur á laggirnar haustið 1931 og starfaði til 1997, söngkennsla var þar lengst af fastur liður og voru skólakórar starfandi samhliða söngkennslu að einhverju leyti að minnsta kosti, e.t.v. alla tíð. Bjarni Bjarnason mun hafa verið fyrstur söngkennara við skólann en því starfi gegndi hann frá 1931 til 41, hann stjórnaði kór stúlkna við skólann veturinn 1932-33 en ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um kórastarf undir hans stjórn.

Björn Jakobsson sem tók við starfinu af Bjarna mun hafa mjög fljótlega byrjað með kór. Björn kenndi allt til ársins 1964 en ekki er vitað hvort kórar voru starfandi alla tíð undir hans stjórn, reyndar stjórnaði hann kór skólans í eitt ár eftir að hann hætti störfum.

Kór héraðsskólans í Reykholti 1951

Ekki er vitað hvernig söngmálum við Reykholtsskóla var háttað milli 1965 og 71, síðarnefnda árið var Kjartan Sigurjónsson kominn til sögunnar sem kórstjórnandi en það ár var haldið upp á 30 ára afmæli skólans, hvergi finnast upplýsingar um það en gera má ráð fyrir að Kjartan hafi sinnt söngkennslu þar einnig  en hann var í Borgarfirðinum á árunum 1967-75.

Eftir 1971 er litlar upplýsingar að finna um skólakór Reykholtsskóla, fyrir liggur að kór var þar starfandi veturinn 1980-81 en upplýsingar er hvergi að finna um kórstjórnandann – óskað er eftir frekari upplýsingum um þennan kór og einkum eftir 1971.