Camelía 2000 (1981)

Hljómsveitin Camelía 2000 var skammlíf sveit, starfandi haustið 1981 í Héraðsskólanum í Reykholti og lék á einum skóladansleik. Nafn sveitarinnar á sér skírskotun í tegund tíðabinda sem þá voru á markaði. Meðlimir Camelíu 2000 voru Guðný Ása Þorsteinsdóttir söngkona, Jóhann Jónsson söngvari og gítarleikari, Jón Bjarni Guðsteinsson bassaleikari, Torfi Guðlaugsson hljómborðsleikari, Þórarinn Hannesson trommuleikari og…

Glaðir gæjar (1967)

Glaðir gæjar var skammlíf hljómsveit starfandi í Reykholti í Borgarfirði árið 1967 en uppistaðan í þessari sveit voru kennarar við héraðsskólann á staðnum og flestir þeirra kunnir af öðru en hljómsveitastússi. Þetta voru þeir Jónas Árnason söngvari (síðar kunnur sem þingmaður og söngleikja- og textaskáld), Kjartan Sigurjónsson harmonikkuleikari (síðar organisti á Ísafirði og víðar) og…