Sturlungar [1] (1966-68)

Sturlungar

Bítlasveitin Sturlungar var skólahljómsveit við Héraðsskólann í Reykholti í Borgarfirði veturna 1966-67 og 1967-68, og lék þá á dansleikjum og væntanlega öðrum skemmtunum innan skólans.

Sturlungar voru stofnaðir haustið 1966 og voru meðlimir hennar fyrra árið þeir Lárus Gunnlaugsson söngvari, Hannes Sigurgeirsson gítarleikari, Stefán M. Böðvarsson gítarleikari, Agnar Eide Hansson bassaleikari og Ingvi Þór Kormáksson trommuleikari. Síðara skólaárið voru þeir Agnar bassaleikari og Hannes gítarleikari ennþá sveitarmeðlimir en í stað hinna voru komnir þeir Viðar Jónsson söngvari, Ómar Bjarnþórsson gítarleikari og Karl Lúðvíksson trommuleikari, sveitin starfaði fram á vorið 1968.

Sturlungar komu saman aftur í kringum 2010 og lék þá á endurfundi gamalla Reykhyltinga.