Bræðrakórinn (1915-48)

Söngfélagið Bræður eða Bræðrakórinn starfaði á fjórða áratug á fyrri hluta síðustu aldar við góðan orðstír. Bræðrakórinn mun hafa verið settur á laggirnar í Reykholtsdal í uppsveitum Borgarfjarðar í tilefni af íþróttamóti sem haldið var í sveitinni sumarið 1915. Þórður Kristleifsson og fleiri munu hafa verið hvatamenn að stofnun kórsins en Bjarni Bjarnason á Skáney…

Bjakk (1995)

Hljómsveitin Bjakk kom úr Borgarfirðinum og starfaði að öllum líkindum í skamman tíma. Árið 1995. Meðlimir sveitarinnar voru Halldór Hólm Kristjánsson gítarleikari, Orri Sveinn Jónsson trommuleikari og Bjarni Helgason bassaleikari.

Bikkjubandið (um 1960)

Tríó, hugsanlega harmonikkutríó var starfandi í kringum 1960 og var skipað þremur vinnufélögum af tilraunabúinu að Hesti í Borgarfirðinum. Bikkjubandið lék á dansleikjum í Borgarfirðinum en ekki liggja fyrir upplýsingar um meðlimi þess, utan að Birgir Hartmannsson var einn þeirra.

Bifróvision [tónlistarviðburður] (1960-)

Söngvarakeppnin Bifróvision (Bifróvisjón) á sér langa hefð á Bifröst í Borgarfirði, fyrst við Samvinnuskólann og síðar Háskólann á staðnum. Keppnin mun fyrst hafa verið haldin árið 1960 (ein heimild segir reyndar 1962) en hún hlaut ekki nafn sitt fyrr en um 1980, þegar farið var að kalla hana Bifróvision en um það leyti voru Íslendingar…