Bræðrakórinn (1915-48)

Söngfélagið Bræður eða Bræðrakórinn starfaði á fjórða áratug á fyrri hluta síðustu aldar við góðan orðstír.

Bræðrakórinn mun hafa verið settur á laggirnar í Reykholtsdal í uppsveitum Borgarfjarðar í tilefni af íþróttamóti sem haldið var í sveitinni sumarið 1915.

Þórður Kristleifsson og fleiri munu hafa verið hvatamenn að stofnun kórsins en Bjarni Bjarnason á Skáney í Reykholtsdal tók að sér stjórnina og stýrði kórnum allt til loka en Bræðrakórinn starfaði í ríflega þrjá áratugi, að minnsta kosti til ársins 1948.

Svæðið þaðan sem kórfélagar komu frá var víðfemt og þurftu þeir sem lengstan veg fóru að ferðast um sextíu kílómetra enda komu þeir úr sjö hreppum í sýslunni. Það varð því úr að hefð skapaðist fyrir æfingaviku sem haldin var á haustin, oftast nær á heimili Bjarna stjórnanda. Þá unnu söngmennirnir fyrri part dagsins fyrir mat og gistingu en síðari hluta dagsins var æft.

Kórmeðlimir voru oftast á bilinu tíu til fimmtán en munu mest hafa verið um þrjátíu talsins, Bræðrakórinn söng mjög víða um Borgarfjörðinn og nærsveitir þann tíma sem hann starfaði, og naut mikilla vinsælda þar.