Afmælisbörn 31. desember 2018

Eitt afmælisbarn kemur við sögu á þessum síðasta degi ársins: Gísli Þór Gunnarsson trúbador (G.G. Gunn) á stórafmæli en hann er sextugur í dag, Gísli er ef til vill ekki meðal þekktustu tónlistarmanna Íslands en eftir hann liggja þó þrjár plötur. Gísli starfaði um tíma sem dagskrárgerðarmaður í útvarpi en hefur lítið sinnt tónlistinni síðustu…

Afmælisbörn 30. desember 2018

Í dag eru tvö tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Haukur Gröndal klarinettu- og saxófónleikari er fjörutíu og þriggja ára gamall á þessum degi. Hann hefur leikið með ýmsum hljómsveitum (mörgum djasstengdum) eins og Rodent, klezmersveitinni Schpilkas, Out of the loop og Reykjavik swing syndicate, og er víða gestur á plötum hinna ýmsu listamanna. Hann hefur…

Afmælisbörn 29. desember 2018

Þá er komið að afmælisbörnum dagsins sem eru tvö talsins að þessu sinni: Alma (Goodman) Guðmundsdóttir söngkona er þrjátíu og fjögurra ára gömul í dag. Alma er hvað kunnust fyrir framlag sitt til söngsveitarinnar Nylons (síðar The Charlies) en hún kom einnig lítillega við sögu Eurovision undankeppninnar hér heima nýlega, hún býr nú og starfar…

Afmælisbörn 28. desember 2018

Glatkistan hefur í fórum sínum upplýsingar um fjölda tónlistartengdra afmælisbarna á þessum degi: Ingvi Steinn Sigtryggsson tónlistarmaður frá Keflavík er sextíu og fimm ára gamall í dag. Hann gaf út litla plötu 1973 sem hafði að geyma Flakkarasönginn, sem naut nokkurra vinsælda. Ingvi Steinn lék með ýmsum hljómsveitum á áttunda áratugnum, og má hér nefna…

Afmælisbörn 27. desember 2018

Eitt afmælisbarn er á skrá Glatkistunnar í dag: Óperusöngvarinn Már Magnússon hefði átt afmæli á þessum degi en hann lést fyrr á þessu ári. Már fæddist 1943, nam söng hér á landi hjá Sigurði Demetz, Maríu Markan og Einari Kristjánssyni áður en hann fór til söngnáms í Austurríki þar sem hann bjó og starfaði til…

Bruni BB – Efni á plötum

Bruni BB – Laugardag 14 nóv kl 21: Bruni BB konsert í Nýlistasafninu [snælda] Útgefandi: Broken heart records Útgáfunúmer: ids01 Ár: 1981 1. Tónverk sem flutt var á konsert í Nýlistasafni 17. nóv. 1981 2. Tónverk sem flutt var á konsert í Nýlistasafni 17. nóv. 1981 [framhald] 3. [án titils] 4. [án titils] Flytjendur: Helgi…

Bruni BB (1981-82)

Hljómsveitarinnar Bruna BB verður sjálfsagt helst minnst fyrir að vera óvinsælasta hljómsveit íslenskrar tónlistarsögu en þessi umdeilda sveit vakti andúð nánast í hvert sinn sem hún lék opinberlega og hending var ef sveitin fékk að klára tónleika sína. Fyrst skal hér nefnt nafn sveitarinnar sem meðlimir hennar hafa reyndar aldrei tjáð sig almennilega um en…

Brunaliðið – Efni á plötum

Brunaliðið – Úr öskunni í eldinn Útgefandi: Hljómplötuútgáfan / Skífan Útgáfunúmer: JUD 014 / SCD 144 Ár: 1978 / 1994 1. Ég er á leiðinni 2. Landslag 3. Freknótta fótstutta mær 4. Alein 5. Kæra vina 6. Sandalar 7. Einskonar ást 8. Komdu 9. Ali Baba 10. Gaukshreiðrið Flytjendur: Magnús Eiríksson – gítar Magnús Kjartansson…

Brunaliðið (1978-80)

Brunaliðið var allt í senn, ein vinsælasta, afkastamesta og sukksamasta hljómsveit íslenskrar tónlistarsögu en hún skartaði nokkrum af skærustu poppstjörnum landsins á því tæplega tveggja ára skeiði sem hún starfaði. Tvennum sögum fer af því hvernig Brunaliðið varð til, annars vegar hefur verið sagt að Jón Ólafsson hljómplötuútgefandi (síðan nefndur Skífu-Jón) hafi fengið hugmyndina um…

Brot [1] (1983)

Afar takmarkaðar heimildir er að finna um hljómsveit frá Sauðárkróki (eða nágrenni) sem starfaði sumarið 1983 undir nafninu Brot. Ekki er ólíklegt að um hafi verið að ræða hljómsveit unglinga. Allar frekari upplýsingar um Brot má senda Glatkistunni, meðlimi hennar, starfstíma o.s.frv.

Brongrest lædrol band (1983)

Árið 1983 starfaði stúlknahljómsveit austur á Fjörðum undir nafninu Brongrest lædrol band en sveitin kom fram ásamt fleiri sveitum á rokktónleikum í Hótel Egilsbúð á Norðfirði þá um vorið. Heilmikil kvennasveitavakning hafði þá verið á Austfjörðum og sveitir eins og Lóla og Dúkkulísurnar voru öðrum kynsystrum þeirra hvatning til frekari verka. Meðlimir Brongrest lædrol band…

Brjálað tóbak (1983)

Haustið 1983 starfaði hljómsveit á Akureyri undir nafninu Brjálað tóbak. Þessi sveit sem mun hafa spilað einhvers konar rokk eða pönk, var skammlíf og lék hugsanlega bara á einum tónleikum. Allar upplýsingar um meðlimi þessarar sveitar má senda Glatkistunni.

Bris – Efni á plötum

Bris – Bris [ep] Útgefandi: Insúlín útgáfa Útgáfunúmer: Insúlín 001 Ár: 2001 1. Weimar 2. Blóð 3. Svört mold 4. Þeir brenna Flytjendur: Snorri Petersen – söngur og gítar Guðmundur Stefán Þorvaldsson – gítar Þorsteinn R. Hermannsson – bassi Jón Geir Jóhannsson – trommur Bris – Hugmyndir Útgefandi: [óútgefið] Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: [óútgefið] 1.…

Bris (1998-2003)

Hljómsveitin Bris var sveimrokksveit sem starfaði í nokkur ár í kringum aldamótin. Bris var stofnuð 1998 og voru meðlimir hennar Snorri Petersen söngvari og gítarleikari, Guðmundur Stefán Þorvaldsson gítarleikari, Þorsteinn R. Hermannsson bassaleikari og Jón Geir Jóhannsson trommuleikari. 1999 keppti sveitin í hljómsveitakeppninni Rokkstokk í Keflavík, komst þar í úrlit og var með tvö lög…

Bringuhárin (1982-83)

Hljómsveitin Bringuhárin starfaði í nokkra mánuði á árunum 1982 og 83, hún lék einkum á skóladansleikjum og þess konar böllum. Sveitin var stofnuð haustið 1982, Hafþór Hafsteinsson trommuleikari, Hannes Hilmarsson bassaleikari, Sigurður Kristinsson gítarleikari og söngvari, Jón Ólafsson hljómborðsleikari og söngvari og Stefán Hjörleifsson gítarleikari og söngvari skipuðu hana en hún var starfrækt fram á…

Brókin hans afa (1992)

Brókin hans afa var tríó sem tók þátt í hæfileikakeppni Menntaskólans á Akureyri 1992, Viðarstauk en ekki liggur fyrir hvort tríóið var sett eingöngu saman fyrir keppnina eða hvort það starfaði lengur. Meðlimir Brókarinnar hans afa voru Tryggvi [Már Gunnarsson?] gítarleikari, Halldór [Már Stefánsson?] trommuleikari og Garth [Kien] bassaleikari. Engar sögur fara af árangri þeirra…

Brotnir bogar (1980-82)

Þjóðlaga- eða kammersveitin Brotnir bogar var starfrækt á Akranesi um og eftir 1980 og mun hafa verið stofnað fyrir tilstuðlan Wilmu Young sem þá kenndi tónlist við tónlistarskólann í bænum. Brotnir bogar áttu eftir að koma margsinnis fram á næstu árum og misstór eftir því, stundum voru þau fimm en mest voru þau líklega átta…

Brot af því besta [safnplöturöð] – Efni á plötum

Brot af því besta – Todmobile Útgefandi: Íslenskir tónar Útgáfunúmer: IT 210 Ár: 2005 1. Stelpurokk 2. Ég heyri raddir 3. Betra en nokkuð annað 4. Brúðkaupslagið 5. Pöddulagið 6. Eldlagið 7. Eilíf ró 8. Í tígullaga dal 9. Lommér að sjá 10. Tryllt 11. Stúlkan 12. Voodooman Flytjendur: [sjá viðkomandi plötu/r] Brot af því…

Brot af því besta [safnplöturöð] (2005)

Árið 2005 sendi Sena-útgáfan frá sér nokkrar plötur í safnplöturöð sem gekk undir nafninu Brot af því besta, undir útgáfumerkinu Íslenskir tónar. Sena átti þá útgáfuréttinn af stærstum hluta íslenskrar útgáfusögu og var serían liður í að gera stórum nöfnum í íslenskri tónlist hátt undir höfði og gefa út safnplötur með þeim. Líklega var þá…

Afmælisbörn 26. desember 2018

Á þessum öðrum degi jóla er að finna eitt afmælisbarn tengt íslenskri tónlist: Trausti Júlíusson blaðamaður og tónlistargagnrýnandi er fimmtíu og fimm ára gamall í dag. Trausti hefur fjallað um tónlist frá ýmsum hliðum og setið í ýmsum ráðum og nefndum tengdum íslenskri tónlist s.s. tónlistarsjóði Kraums. Trausti hefur ennfremur leikið með hljómsveitum eins og…

Afmælisbörn 24. desember 2018

Aðfangadagur jóla hefur að geyma tvö tónlistartengd afmælisbörn: Jóhann R. Kristjánsson tónlistarmaður frá Egilsstöðum er fimmtíu og sjö ára gamall í dag. Jóhann er ekki þekktasti tónlistarmaður þjóðarinnar en plata hans, Er eitthvað að? frá árinu 1982 hefur öðlast cult-sess meðal poppfræðinga. Á sínum tíma galt platan afhroð gagnrýnenda en hefur nú fengið uppreisn æru,…

Afmælisbörn 23. desember 2018

Tveir Árnar eru skráðir afmælisbörn hjá Glatkistunni í dag, Þorláksmessu: Árni Blandon (Einarsson) tónlistarmaður, leikari, húsasmiður, sálfræðingur og bókmenntafræðingur er sextíu og átta ára gamall í dag. Árni ásamt Kristínu Lilliendahl gaf út plötu árið 1975 undir nafninu Söngfuglarnir, sem naut feikilegra vinsælda, einkum lagið Ég skal mála allan heiminn, en áður hafði hann leikið…

Afmælisbörn 22. desember 2018

Eitt afmælisbarn er á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Steini spil (Þorsteinn Pálmi Guðmundsson) tónlistarmaður og kennari á Selfossi hefði átt þennan afmælisdag en hann fæddist 1933. Segja má að hann hafi verið konungur sveitaballanna á Suðurlandi um tíma þegar hljómsveitir hans fóru mikinn á þeim markaði en hann gaf einnig út plötur ásamt hljómsveit…

Afmælisbörn 21. desember 2018

Afmælisbörnin í tónlistargeiranum eru þrjú talsins í dag: Pétur Grétarsson slagverksleikari á stórafmæli dagsins en hann er sextugur í dag, hann hefur mest tengst djassgeiranum en hefur þó leikið með ýmsum öðrum sveitum. Þar má til dæmis nefna Stórsveit Reykjavíkur, Tarzan, Arnald og kameldýrin, Karnival, Havanabandið og Smartband. Pétur hefur mikið starfað við kvikmyndir og…

Brúnaljós þín blíðu

Brúnaljós þín blíðu (Lag / texti: Sigvaldi Kaldalón / Arnrún frá Felli [Guðrún Tómasdóttir]) Brúnaljós þín blíðu bæta huga minn, veit þar situr vorið vinarhugur þinn. Lofa sól og sumri sæla, von og þrá, grípa hug minn höndum. Hvergi‘ ég una má. Ef að hugar ísinn ætlar mig að þjá, vermir sólblíð sunna sæludögum frá.…

Afmælisbörn 20. desember 2018

Tvö afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Hafnfirðingurinn Stefán Hjörleifsson gítarleikari Nýdanskrar er fimmtíu og fjögurra ára gamall í dag. Stefán hóf sinn tónlistarferil í heimabænum og var í hljómsveitinni Herramönnum ungur að árum. Á menntaskólaárum sínum gaf hann út plötuna Morgundagurinn sem hafði að geyma lög úr stuttmynd en síðan hefur hann…

Jólablús á VOX club

Hljómsveitin Vinir Dóra verður með jólablúsgjörning á VOX Club á Hilton við Suðurlandsbraut þann 21. desember klukkan 21. Jólablúsinn hefur notið mikilla vinsælda árum saman og er gott tækifæri til að hvíla sig á veraldlegu amstri aðventunnar. Vinir Dóra hafa verið í fararbroddi blústónlistarinnar á Íslandi síðan þeir hituðu upp fyrir John Mayall árið 1989.…

Afmælisbörn 19. desember 2018

Á þessum degi eru þrjú afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Ómar Diðriksson trúbador og hárskeri er fimmtíu og sex ára gamall. Hann hefur starfrækt eigin sveitir, Síðasta sjens, Tríó Ómars Diðrikssonar og Sveitasyni, en hefur einnig gefið út nokkrar sólóplötur og í samstarfi við Karlakór Rangæinga. Hann býr nú í Noregi Gréta Sigurjónsdóttir gítarleikari Dúkkulísanna frá…

Brimkló (1972-)

Saga hljómsveitarinnar Brimkló er fyrir margra hluta sakir mjög merkileg í íslenskri tónlistarsögu, sveitin var fyrst íslenskra sveita til að leika amerískt kántrý og breiða þá tónlist út meðal almennings hér á landi, herjaði á sveitaballamarkaðinn um og eftir miðjan áttunda áratuginn sem átti heldur betur undir högg að sækja mitt í miðri diskó- og…

Brimkló – Efni á plötum

Brimkló – Kysstu kellu að morgni / Jón og Gunna [ep] Útgefandi: Hljómar Útgáfunúmer: HLJ 010 Ár: 1975 1. Kysstu kellu að morgni 2. Jón og Gunna Flytjendur: Jónas R. Jónsson – söngur Arnar Sigurbjörnsson – gítar Sigurjón Sighvatsson – bassi Ragnar Sigurjónsson – trommur Pétur Pétursson – píanó Brimkló – Rokk’n roll (öll mín…

Bráðabirgðaflokkurinn (1981-83)

Bráðabirgðaflokkurinn var söngflokkur, líkast til eins konar vísna- eða þjóðlagasönghópur sem starfaði á Egilsstöðum í upphafi níunda áratugarins. Flokkurinn var stofnaður 1981 og kom reglulega fram á Héraði við ýmis tækifæri en meðlimir hans voru Ásdís Blöndal, Emelía Sigmarsdóttir, Bjarni Björgvinsson og Reynir Sigurðsson. Fleiri gætu hafa komið við sögu hans. Bráðabirgðaflokkurinn starfaði til ársins…

Breiðfirðingakórinn í Reykjavík [2] (1997-)

Blandaður kór hefur starfað innan Breiðfirðingafélagsins frá árinu 1997 en einnig hafði sams konar kór verið innan félagsins mörgum áratugum fyrr. Kári Gestsson var fyrsti stjórnandi Breiðfirðingakórsins og stýrði honum til 2001, þá kom Hrönn Helgadóttir til sögunnar og var við stjórnvölinn í um fimm ár áður en Judith Þorbergsson tók við. Julian Hewlett er…

Breiðfirðingakórinn í Reykjavík [1] (1939-55)

Breiðfirðingakórinn í Reykjavík (hinn fyrri) starfaði innan Breiðfirðingafélagsins um nokkurra ára skeið. Kórinn var stofnaður 1939 og var Axel Magnússon stjórnandi hans fyrsta árið en þá tók Gunnar Sigurgeirsson við og stjórnaði honum þar til yfir lauk, um miðjan sjötta áratuginn. Kórinn var blandaður, skipaður um þrjátíu og fimm kórmeðlimum. Ekki liggja fyrir neinar upplýsingar…

Breiðfirðingabúð [tónlistartengdur staður] (1946-69 / 1990-)

Breiðfirðingabúð (hin fyrri) er meðal þekktustu dansleikjahúsa íslenskrar tónlistarsögu en þar léku vinsælustu hljómsveitir landsins hverju sinni á böllum sem margir komnir á efri ár muna vel. Það var Breiðfirðingafélagið í Reykjavík, átthagafélag Breiðfirðinga (stofnað í lok árs 1938), sem hafði frá stofnun séð nauðsyn þess að hafa eigið húsnæði til ráðstöfunar enda náði félagssvæði…

Brennið þið vitar (1988)

Brennið þið vitar var að öllum líkindum skammlíf sveit en hún starfaði haustið 1988. Jón Guðmundsson var einn meðlima sveitarinnar og lék líklega á gítar en engar aðrar upplýsingar finnast um þessa sveit.

Brilljantín (1997-98)

Dúettinn Brilljantín skemmti á öldurhúsum borgararinnar 1997 og 98. Það voru þeir Ingvar Valgeirsson gítarleikari og söngvari og Sigurður Már [?] hljómborðsleikari og söngvari sem skipuðu dúettinn sem starfaði í þeirri mynd frá upphafi ársins 1997 og eitthvað fram eftir ári. Ári síðar birtist dúettinn aftur en þá var Sigurður Anton [?] bassaleikari með Ingvari.…

Brestur (1978-79)

Hjómsveitin Brestur var skólahljómsveit í Barnaskóla Bíldudals veturinn 1978 til 79 og var skipuð þremur fjórtán ára meðlimum skólans sem höfðu nýtt fermingarpeningana sína til að kaupa hljóðfæri. Þeir áttu eftir að koma nokkuð við sögu tónlistarlífs Bílddælinga næstu árin. Meðlimirnir þrír voru Gísli Ragnar Bjarnason söngvari og gítarleikari, Helgi Hjálmtýsson bassaleikari og Þórarinn Hannesson…

Briminnstunga (1992-93)

Upplýsingar óskast um hljómsveitina Briminnstungu sem starfaði á Akureyri veturinn 1992-93. Briminnstunga ku hafa verið eins konar hliðarverkefni hljómsveitarinnar Hún andar sem starfaði á sama tíma.

Brim – Efni á plötum

Brim – Hafmeyjar & hanastél Útgefandi: Smekkleysa Útgáfunúmer: SM65CD Ár: 1996 1. Vegir liggja til allra átta (ásamt Heiðu) 2. Pipeline / pípulögn 3. Á Skagaströnd (ásamt Hallbirni Hjartarsyni) 4. Holskefla 5. Wipe out / Væp át (ásamt Dr. Gunna) 6. Hlaupvídd 44 7. Night train / Næturvagninn 8. Tvöfaldur Hemmi í töfrasóda 9. Surf…

Brim (1995-99)

Brimbrettarokksveitin Brim starfaði í nokkur ár undir lok síðustu aldar, sveitin var þó alltaf hálfgert hliðarverkefni meðlima hennar. Sveitin var stofnuð í kennaraverkfalli snemma árs 1995 þegar Birgir Örn Thoroddsen gítarleikari (Curver Thoroddsen) hóaði í nokkra félaga sína sem einnig voru fórnarlömb verkfallsins en þeir voru þá á menntaskólaaldri. Hinir meðlimir sveitarinnar voru Ólafur Ragnar…

Lagasafnið [safnplöturöð] – Efni á plötum

Lagasafnið 1: Frumafl – ýmsir Útgefandi: Stöðin Útgáfunúmer: ST.010 Ár: 1992 1. Rauðu hundarnir – Hvað er það á milli vina 2. Haukur Hauksson – Spáð í spilin 3. Kúrekarnir – Örlítill neisti 4. Ingvar Grétarsson – Lífið með þér 5. Hugmynd – Leitin 6. Buddah með skilyrðum – When a man is weak 7.…

Landslagið [tónlistarviðburður] – Efni á plötum

Landslagið: Sönglagakeppni Íslands ’89 – ýmsir Útgefandi: Stöðin Útgáfunúmer: St. 004 Ár: 1989 1. Þórhallur Sigurðsson – Prinsippmál 2. Sveitin milli sanda – Ráðhúsið 3. Ólafur Ragnarsson – Dúnmjúka dimma 4. Rúnar Þór Pétursson – Brotnar myndir 5. Júlíus Guðmundsson – Ég sigli í nótt 6. Sigríður Beinteinsdóttir – Við eigum samleið 7. Ingi Gunnar…

Safnplötur með efni tengdu tónlistarviðburðum – Efni á plötum

Aðeins eitt blóm; Þriðja landsmót íslenskra kvennakóra haldið í Reykholti 24. – 27. október 1997 – ýmsir Útgefandi: Freyjukórinn Borgarfirði Útgáfunúmer: FRK 001 Ár: 1998 1. Kór settur saman úr öllum kórunum – Aðeins eitt blóm 2. Kór settur saman úr öllum kórunum – Þú álfu vorrar yngsta land 3. Kór settur saman úr öllum…

Safnplötur með áður óútgefnu og jaðarefni – Efni á plötum

[Hrátt] Pönksafn – ýmsir Útgefandi: Erðanúmúsík Útgáfunúmer: E-29 Ár: 2016 1. Halló & Heilasletturnar – Amma spinnur galið (læf á Kjarvalsstöðum 8. ágúst 1978) 2. Snillingarnir – Kids (demó að Rauðalæk 1980) 3. F/8 – Bölvun fylgi þeim (í bílskúr í Kópavogi haust 1980) 4. Taugadeildin – Íslandi allt (læf í Kópavogsbíói 21. febrúar 1981) 5. Allsherjarfrík –…

Safnplötur með nýju vinsælu efni – Efni á plötum

Algjört kúl – ýmsir Útgefandi: Spor Útgáfunúmer: safn 530 Ár: 1994 1. Saint Etienne – Pale movie 2. Þúsund andlit – Fullkominn 3. K7 – Come baby come 4. Fantasía – Tómarúm 5. Suede – Stay together 6. Vitrun – Disappearing (into the void of unknown) 7. Manic Street Preachers – Life becoming a landslide…

Safnplötur með eldra efni – Efni á plötum

[Soðið] Pönksafn – ýmsir Útgefandi: Erðanúmúsík Útgáfunúmer: E-28 Ár: 2016 1. Bubbi Morthens – Jón pönkari 2. Fræbbblarnir – Bíó 3. Taugadeildin – Hvítar grafir 4. Purrkur Pillnikk – Gluggagægir 5. Jonee Jonee – Helgi Hós 6. Megas – Krókódílamaðurinn 7. Kamarorghestar – Rokk er betra 8. Án orma – Dansaðu fíflið þitt, dansaðu 9.…

Afmælisbörn 17. desember 2018

Eitt tónlistartengt afmælisbarn kemur við sögu á lista Glatkistunnar í dag: Sólveig Matthildur Kristjánsdóttir er tuttugu og fjögurra ára gömul á þessum degi. Hún er hljómborðsleikari í hljómsveitinni Kælunni miklu sem sigraði Ljóðaslamm Borgarbókasafnsins 2013, Sólveig hefur einnig sent frá sér sólóplötu þrátt fyrir ungan aldur en hún ber titilinn Unexplained miseries & the acceptance…

Afmælisbörn 16. desember 2018

í dag er einn tónlistarmaður á skrá í afmælisdagbók Glatkistunnar: Á þessum degi hefði Szymon Kuran fiðluleikari og tónskáld átt afmæli, hann var Pólverji sem flutti til Íslands og starfaði hér til dauðadags 2005 en hann var fæddur 1955. Szymon starfrækti nokkrar sveitir hér á landi s.s. Kuran Swing, Kuran kompaní, Súld og Pól-ís, hann…

Afmælisbörn 15. desember 2018

Í dag eru skráð tvö afmælisbörn, þau eru þessi: Söngvarinn Herbert Guðmundsson (Hebbi) er sextíu og fimm ára í dag. Hann var áður söngvari fjölmargra hljómsveita eins og Pelican, Eikur, Raflosts, Tilveru, Sólskins, Ástarkveðju, Stofnþels og Kan svo nokkrar vel valdar séu nefndar en þekktastur er hann þó fyrir sólóferil sinn, fyrst og síðast skal…

Afmælisbörn 14. desember 2018

Afmælisbörn Glatkistunnar í dag eru eftirfarandi: Friðrik S. Kristinsson kórstjórnandi með meiru er fimmtíu og sjö ára, hann hefur stýrt kórum eins og Karlakór Reykjavíkur, Snæfellingakórnum, Unglingakór Hallgrímskirkju, Drengjakór Reykjavíkur og Landsbankakórnum en hann er menntaður söngkennari og starfar einnig sem slíkur. Hann hefur sungið sjálfur inn á plötur enda söngmenntaður. Ástvaldur (Zenki) Traustason hljómborðsleikari…