Afmælisbörn 30. nóvember 2018

Afmælisbörn Glatkistunnar eru fimm á þessum degi: Pálína Vagnsdóttir söngkona frá Bolungarvík er fimmtíu og fjögurra ára gömul, hún er af mikilli tónlistarfjölskyldu frá Bolungarvík, söng m.a. með hljómsveitinni Septu og hefur sungið inn á nokkrar plötur, þar má nefna plötuna Hönd í hönd: uppáhalds lögin hans pabba, sem hún og systkini hennar gáfu út…

Afmælisbörn 29. nóvember 2018

Afmælisbörn Glatkistunnar eru þrjú að þessu sinni: Skáldkonan Didda eða bara Sigurlaug Jónsdóttir er fimmtíu og fjögurra ára gömul á þessum degi. Segja má að hún hafi fyrst vakið athygli fyrir textann við lagið Ó Reykjavík með Vonbrigðum sem var upphafslag kvikmyndarinnar Rokk í Reykjavík en textar hennar hafa birst víðar. Hún gaf á sínum…

Botnleðja – Efni á plötum

Botnleðja – Drullumall Útgefandi: Rymur Útgáfunúmer: Rymur cd-006 Ár: 1995 1. Þið eruð frábær 2. Heima er best 3. Hugarheimur 4. Hinn óbyggilegi heimur 5. Viltu vera memm 6. Súrmjólk 7. Ferðalagið 8. Árekstur 9. Húsi 10. Bull 11. Útsölusmakk 12. Súpertilboð Flytjendur: Heiðar Örn Kristjánsson – söngur og gítar Ragnar Páll Steinsson – bassi…

Botnleðja (1994-)

Botnleðja er vafalaust með merkustu rokksveitum íslenskrar tónlistarsögu, sveitinni skaut hratt á stjörnuhimininn þegar hún sigraði Músíktilraunir og á eftir fylgdu draumar um meik í útlöndum og nokkrar plötur sem hlutu frábæra dóma og viðurkenningar. Haraldur Freyr Gíslason trommuleikari, Heiðar Örn Kristjánsson söngvari og gítarleikari og Ragnar Páll Steinsson bassaleikari, stofnuðu sveitina síðla árs 1994…

Bankastjórarnir (1998)

Árið 1998 var skammlíft tríó starfandi skipað meðlimunum Maríu [?], Rúnari [?] og Bjössa [?] Allar upplýsingar um Bankastjórana mætti gjarnan senda Glatkistunni.

Borgardætur – Efni á plötum

Borgardætur – „Svo sannarlega“ Útgefandi: Skífan Útgáfunúmer: SCD 118 Ár: 1993 1. Kókarókí 2. Já, svo sannarlega 3. Tikki, tikk 4. Bei mir bist du schön 5. Saklaust fjör 6. Tungl úr bréfi 7. Margir bjórar 8. Bolla 9. Fiskur og flot 10. Ég ann þér alltof heitt 11. Fitupolka 12. Brauðbúðarbúgí Flytjendur: Andrea Gylfadóttir –…

Borgardætur (1993-)

Söngtríóið Borgardætur hafa skemmt landsmönnum allt frá árinu 1993 þótt þær hafi ekki starfað samfleytt síðan þá, þær hafa sent frá sér þrjár plötur. Hugmyndin að Borgardætrum mun hafa komið frá Andreu Gylfadóttur söngkonu sem þá hafði gert garðinn frægan með Grafík og Todmobile en hana langaði til að prófa þríradda söng í anda Andrews…

Borgarsynir (1994)

Borgarsynir var tríó sem lék með Borgardætrum í nokkur skipti árið 1994. Það voru þeir Þórður Högnason bassaleikari, Björgvin Ploder trommuleikari og Pálmi J. Sigurhjartarson hljómborðsleikari sem skipuðu sveitina.

Borgarsveitin (1991)

Borgarsveitin var húshljómsveit á skemmtistaðnum Borgarvirkinu haustið 1991 og lék einkum kántrítónlist. Meðlimir sveitarinnar voru Pétur Pétursson hljómborðsleikari, Einar Jónsson gítarleikari og Torfi Ólafsson bassaleikari en þeir sungu einnig allir. Söngvararnir Anna Vilhjálms og Bjarni Ara skiptust á að syngja með Borgarsveitinni en einnig söng Sigurður Johnny með henni í nokkur skipti.

Borgarkórinn [1] – Efni á plötum

Borgarkórinn – Reykjavík: rómantík í húmi nætur Útgefandi: FERMATA Útgáfunúmer: FM 012 Ár: 1999 1. Reykjavíkursöngvar; Reykjavík / Serenaði til Reykjavíkur / Austurstræti / Fröken Reykjavík / Hljóðlega gegnum Hljómskálagarð / Við Reykjavíkurtjörn / Í Vesturbænum / Sautjándi júní í Reykjavík / Undir Svörtudröngum 2. Leikhús : syrpa úr söngleiknum “Dansinn í Hruna”; Plágan hafði…

Borgarkórinn [1] (1996-2008)

Borgarkórinn mun hafa starfað á árunum 1996 til 2008, hann sendi frá sér eina plötu og auk þess kom hann við sögu á annarri plötu. Það munu hafa verið bræðurnir Sigvaldi Snær Kaldalóns og Örn Sigmar Kaldalóns sem höfðu frumkvæðið að stofnun kórsins haustið 1996 en sá fyrrnefndi stjórnaði honum nær allan starfstímann, John Gear…

Borgís – Efni á plötum

Borgís – Promised land / Give us a raise [ep] Útgefandi: Demant Útgáfunúmer: D2-002 Ár: 1975 1. Promised land 2. Give us a raise Flytjendur: Pétur Hjaltested – hljómborð, maracas og raddir Ari Jónsson – söngur, raddir og trommur Kristján Blöndal – gítar Atli V. Jónsson – bassi, söngur og hristur Rúnar Georgsson – saxófónn

Borgís (1975)

Hljómsveitin Borgís starfaði í nokkra mánuði árið 1975. Sveitin var stofnuð upp úr annarri sveit, Birtu en sú sveit hafði gengið í gegnum miklar mannabreytingar og varð úr að þáverandi meðlimir hennar, Ari Jónsson trommuleikari og söngvari, Atli Viðar Jónsson bassaleikari, Kristján Bárður Blöndal gítarleikari og Pétur Hjaltested hljómborðsleikari og söngvari tóku um Borgísar-nafnið um…

Bounce brothers (1997-98)

Hiphop-sveitin Bounce brothers var ein af fyrstu sveitum sinnar tegundar hér á landi en hún starfaði í Árbænum 1997 og 98. Ekki liggur fyrir hvort um var að ræða dúett eða tríó en þeir Kristinn Helgi Sævarsson (þekktur einnig sem Diddi Fel.) og Benedikt Freyr Jónsson (B-Ruff / Ben B) voru að minnsta kosti meðlimir…

Botnfiskarnir (1999-2000)

Hljómsveit starfaði í Sandgerði í kringum aldamótin (1999 og 2000) undir nafninu Botnfiskarnir. Engar frekari upplýsingar finnast um þessa sveit, og þær væru því vel þegnar.

Bossanova – Efni á plötum

Bossanova – [laiv] Útgefandi: Bossanova Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1996 1. Brazil 2. Cocinando 3. Route 66 4. Cherry pink 5. Nardis 6. On Broadway 7. Philadelphia 8. Oye Como Va 9. All blues 10. Spinning wheel 11. Descarga Cubana 12. Watermelon man 13. Tequila 14. Á Sprengisandi 15. Iclandic rhapsody 16. Jovena Calore e…

Bossanova (1990-97)

Bossanova (einnig nefnd Bossanova-bandið) var hljómsveit skipuð ungum tónlistarmönnum af Seltjarnarnesi og vakti verðskuldaða athygli er hún starfaði á síðasta áratug 20. aldarinnar. Bossanova var stofnuð um áramótin 1990-91 innan Tónlistarskólans á Seltjarnarnesi og var skipuð meðlimum sem þá voru á aldrinum átta til tólf ára gamlir. Sveitin vakti fljótlega mikla athygli utan skólans og…

Afmælisbörn 28. nóvember 2018

Tvö afmælisbörn í tónlistargeiranum koma við sögu Glatkistunnar að þessum sinni: Páll Jóhannesson einsöngvari og bóndi frá Þverá í Öxnadal er sextíu og átta ára á þessum degi, hann nam söng á Ítalíu á sínum tíma og gaf út tvær einsöngsplötur á níunda áratug síðustu aldar þar sem hann naut m.a. aðstoðar Karlakórsins Geysis og…

Afmælisbörn 27. nóvember 2018

Afmælisbörn dagsins í Glatkistunni eru fimm talsins í dag, flest þeirra eru söngkonur: Björg Þórhallsdóttir sópran söngkona frá Akureyri er fimmtíu og fjögurra ára gömul í dag. Hún hefur sent frá sér þrjár plötur, þar af eina jólaplötu. Björg var bæjarlistamaður Akureyrar árið 2007. Klara Ósk Elíasdóttir, Klara í Nylon, er þrjátíu og þriggja ára…

Afmælisbörn 26. nóvember 2018

Afmælisbörn dagsins eru fimm að þessu sinni: Sveinbjörn B. Thorarensen (Hermigervill) er þrjátíu og fjögurra ára gamall. Hermigervill hefur gefið út nokkrar sóló raftónlistarplötur en hann hefur einkum sérhæft sig í vinna úr eldri tónlist, t.d. gömlum íslenskum dægurlögum í nýjum búningi. Hann hefur unnið með ýmsum tónlistarmönnum hér heima s.s. Retro Stefson, Þórunni Antoníu og…

Ný plata með lögum Jórunnar Viðar

Erla Dóra Vogler söngkona og Eva Þyri Hilmarsdóttir píanóleikari eru um þessar mundir að senda frá sér geislaplötuna Jórunn Viðar – Söngvar, en Jórunn hefði orðið hundrað ára þann 7. desember nk. sem er einmitt opinber útgáfudagur plötunnar og þá standa fyrir dyrum tvennir útgáfutónleikar. Þær Erla Dóra og Eva Þyri hafa síðastliðna mánuði fagnað…

Afmælisbörn 24. nóvember 2018

Nokkrir tónlistarmenn koma við sögu afmælisskrár Glatkistunnar að þessu sinni: Sigurdór Sigurdórsson söngvari á stórafmæli dagsins en hann er áttræður, hann söng með ýmsum danshljómsveitum á sínum tíma s.s. hljómsveitum Svavars Gests og Eyþórs Þorlákssonar. Hann er þó þekktastur fyrir flutning sinn á Þórsmerkurljóðinu sem flestir þekkja undir nafninu María María. Eyþór Arnalds söngvari og…

Afmælisbörn 23. nóvember 2018

Afmælisbörnin í dag eru sex talsins á skrá Glatkistunnar: Erlingur Björnsson (Kristján Erlingur Rafn Björnsson) gítarleikari Hljóma er sjötíu og fjögurra ára gamall á þessum degi. Erlingur varð ungur ein táknmynda bítilæðisins á Íslandi þótt hann væri ekki þeirra mest áberandi. Hann var gítarleikari Hljóma og Thor‘s hammer en hafði áður spilað með Skuggum og…

Afmælisbörn 22. nóvember 2018

Afmælisbörn Glatkistunnar eru tvö að þessu sinni: Hörður Áskelsson kórstjórnandi og organisti er sextíu og fimm ára gamall í dag. Hörður er stofnandi og stjórnandi Mótettukórs Hallgrímskirkju og Schola Cantorum sem hafa gefið út fjölda platna, hann er ennfremur organisti Hallgrímskirkju og hefur leikið á og gefið út plötur einn og í samstarfi við aðra,…

Gleðjist! Fagnið! Dómkórinn flytur Jólaóratoríuna í Hallgrímskirkju

Víða um lönd finnst fólki engin jól koma nema það fái að heyra Jólaóratoríu Jóhanns Sebastíans Bach. Dómkórinn í Reykjavík ætlar að afstýra þeirri tómleikatilfinningu með því að flytja þetta dásamlega verk í Hallgrímskirkju laugardaginn 24. nóvember kl. 17:00. Kórinn fær til liðs við sig tuttugu manna hljómsveit og fjóra einsöngvara: Hallveigu Rúnarsdóttur sópran, Hönnu…

Afmælisbörn 21. nóvember 2018

Sex afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Björk Guðmundsdóttir tónlistarkona er fimmtíu og þriggja ára á þessum degi. Björk hefur fengist við tónlist frá barnsaldri, var þá í hljómsveitum eins og Jam ´80, Exodus og Draumsýn en síðar í sveitum eins og Tappa tíkarrassi, Kukli og Sykurmolunum. Útgáfuferill Bjarkar er einstakur en auk…

Bootlegs – Efni á plötum

Bootlegs – WC monster Útgefandi: Smekkleysa Útgáfunúmer: SM 18 Ár: 1989 1. At te end 2. Void 3. 1 out of 3 4. Stairway to hell 5. Shall I die 6. Þú 7. WC monster 8. Wake up 9. What ever you like 10. Sod 11. Trash attack Flytjendur: Jón Örn Sigurðsson – gítar og…

Bootlegs (1986-91 / 1998-)

Hljómsveitin Bootlegs getur að nokkru leyti talið til þeirra sveita sem vakti íslenskt rokk af nokkurra ára svefni á síðari hluta níunda áratugarins, hún er um leið ein af þeim langlífustu í þungu rokki og er enn starfandi. Rétt er að nefna áður en lengra er haldið að þegar Bootlegs var stofnuð (snemma vors 1986)…

The Baker sons (1999)

The Baker sons var dúett sem starfaði að öllum líkindum á Patreksfirði en þar spilaði hann haustið 1999. Meðlimir The Baker sons voru bræðurnir Sigmar Rafnsson og Gestur Rafnsson sem báðir léku á gítara og sungu. Ekki er víst að þeir bræður hafi komið oftar fram en þetta eina skipti.

Boogie [2] (1993)

Vorið 1993 var hljómsveitin Boogie frá Norðfirði skráð til leiks í Músíktilraunum Tónabæjar. Engar upplýsingar er hins vegar að finna um meðlimi sveitarinnar eða tilurð hennar almennt og er því hér með auglýst eftir þeim.

Boogie [1] (1988-89)

Danhljómsveit sem bar heitið Boogie starfaði í um ár, 1988 og 89. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Ari Jónsson söngvari og trommuleikari, Albert Pálsson söngvari og hljómborðsleikari, Gunnar Guðjónsson bassaleikari og Sverrir Konráðsson gítarleikari. Hörður Friðþjófsson gítarleikari var um tíma í sveitinni, ekki liggur þó fyrir hvort hann tók við af Sverri eða var samtíða honum…

Booge (1989)

Hljómsveit sem bar nafnið Booge var auglýst í nokkur skipti í dagblöðum vorið 1989. Að öllum líkindum var um að ræða ásláttavillu í fréttatilkynningu/auglýsingu og því líklegast að um hafi verið að ræða hljómsveitina Boogie. Allir þeir sem geta frætt Glatkistuna um hið rétta í þessu máli mættu sendu línu þar af lútandi.

Border (1995)

Akureyska hljómsveitin Border starfaði ekki lengi en keppti í Músíktilraunum vorið 1995 og komst reyndar þar í úrslit. Meðlimir Border voru Karl H. Hákonarson söngvari og bassaleikari, Friðrik Flosason gítarleikari, Ingi Þór Tryggvason söngvari og gítarleikari, Guðmundur Rúnar Brynjarsson trommuleikari og Hildigunnur Árnadóttir söngkona. Síðar tók sveitin upp nafnið Flow og starfaði undir því nafni.

Borgarbandið [3] (2001)

Árið 2001 var starfandi hljómsveit undir nafninu Borgarbandið. Að öllum líkindum var um að ræða unglingasveit, sem kom fram á tónleikum í Kópavogi. Óskast er eftir frekari upplýsingum um þessa sveit.

Borgarbandið [2] (1987-92)

Borgarbandið var hálfgerð útvarpshljómsveit, sett saman fyrir skemmtiþáttinn Í hjarta borgarinnar sem Jörundur Guðmundsson sá um á útvarpsstöðinni Stjörnunni á árunum 1987-90 og 1992, og lék þá í beinni útsendingu frá Hótel Borg og reyndar víðar. Meðlimir Borgarbandsins voru þeir Árni Scheving bassaleikari, Carl Möller píanóleikari og Birgir Baldursson trommuleikari en einnig komu við sögu…

Borgarbræður [1] (1993)

Árið 1993 kom út safnplatan Lagasafnið 4 og á meðal flytjenda þar var hljómsveit sem kallaðist Borgarbræður. Ekkert bendir til að sveitin hafi verið starfandi og að lag þeirra hafi einungis verið tímabundið hljóðversverkefni, meðlimir hennar voru þeir Sigurgeir Sigmundsson gítarleikari, Sigurður Pálsson söngvari, Pétur Kristjánsson söngvari (væntanlega Pétur Wigelund) og Þórir Úlfarsson sem annaðist…

Borgarbræður [2] (1998-2002)

Borgarbræður var söngflokkur, að öllum líkindum tvöfaldur kvartett sem starfaði innan Borgarkórsins á árunum 1998 til 2002. Þeir bræður komu stundum fram á tónleikum Borgarkórsins en einnig sem sjálfstæð eining við önnur tækifæri, þeir munu meðal annars hafa sungið rakarastofusöngva eins og það er kallað. Engar upplýsingar er að finna um meðlimi Borgarbræðra en stjórnandi…

Afmælisbörn 20. nóvember 2018

Í dag er eitt tónlistartengt afmælisbarn á skrá Glatkistunnar. Það er tónlistarmaðurinn og tónskáldið Helgi Hrafn Jónsson sem á þrjátíu og níu ára afmæli í dag. Helgi Hrafn kemur af Seltjarnarnesinu þar sem hann steig sínu fyrstu tónlistarspor með hljómsveitinni Bossanova og Lúðrasveit æskunnar en hefur einnig starfað með Aton og fleiri sveitum. Hann nam…

Afmælisbörn 19. nóvember 2018

Fjögur tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar á þessum degi: Elst afmælisbarna dagsins er Trausti Thorberg Óskarsson gítarleikari en hann er níutíu og eins árs gamall. Trausti lék með ýmsum danshljómsveitum á árum áður, s.s. Krummakvartettnum, Neistum og hljómsveitum Eyþórs Þorlákssonar, Carls Billich og Þóris Jónssonar, auk KK-sextetts en hann var einn af stofnmeðlimum þeirrar…

Afmælisbörn 18. nóvember 2018

Í dag eru tvö afmælisbörn í gagnabanka Glatkistunnar: Þorleifur J. Guðjónsson bassaleikari er sextíu og tveggja ára gamall á þessum degi. Þorleifur hefur starfað í ótal hljómsveitum fyrst sem gítarleikari en síðan á bassa, sumum þekktum en öðrum minna þekktum. Hér eru nefndar nokkrar en þeim fer fjölgandi: KK-band, Egó, Samsara, Strákarnir, Vinir Dóra, Ómar…

Afmælisbörn 17. nóvember 2018

Afmælisbörn dagsins eru fimm að þessu sinni: Gauti Þeyr Másson rappari (Emmsjé Gauti / MC Gauti) er tuttugu og níu ára gamall á þessum degi en hann hefur verið í rappeldlínunni síðan 2002 þegar hann birtist í Rímnaflæði aðeins þrettán ára gamall, hann hefur verið í sveitum eins og 32C og starfað með mörgum öðrum…

Afmælisbörn 16. nóvember 2018

Afmælisbörn dagsins eru fjögur, öll nema eitt þeirra eru farin yfir móðuna miklu: (Vilborg) Ása Dýradóttir bassaleikari hljómsveitarinnar Mammút er stórafmælisbarn dagsins en hún er þrítug á þessum degi. Eins og margir muna sigraði Mammút Músíktilraunir Tónabæjar og Hins hússins vorið 2004 og hefur síðan gefið út fjórar breiðskífur. Næsta afmælisbarn, Jónas Hallgrímsson (1807-45) er…

Afmælisbörn 15. nóvember 2018

Tveir tónlistarmenn koma við afmælissögu Glatkistunnar í dag: Richard Scobie sem helst var þekktur sem söngvari hljómsveitarinnar Rikshaw er fimmtíu og átta ára gamall í dag. Scobie söng einnig með hljómsveitum eins og Spooky boogie, Beaverly brothers, The Boy brigade, Sköllóttu músinni og Loðinni rottu. Hann gaf einnig út sólóefni á sínum tíma og hefur…

Bogomil Font (1990-)

Nafn Bogomil Font er iðulega tengt hljómsveitinni Milljónamæringunum en karakterinn hefur komið miklu víðar við í tónlistinni heldur en með þeirri einu sveit, t.d. kom aðeins ein plata út með Bogomil Font og Milljónamæringunum. Það er kamelljónið Sigtryggur Baldursson trommuleikari Sykurmolanna, Þeys o.fl. sem er maðurinn á bak við Bogomil Font en hugmyndin að baki…

Bogomil Font – Efni á plötum

Bogomil Font og Milljónamæringarnir – Ekki þessi leiðindi Útgáfa: Smekkleysa Útgáfunúmer: SM31CD / SM31MC Ár: 1993 1. Marsbúa cha cha cha 2. Hæ mambó 3. Fly me to the moon 4. Kaupakonan hans Gísla í Gröf 5. Istanbul – Konstantínópel 6. Rock calypso í réttunum 7. I wanna be like you 8. Tico Tico 9.…

Boggi (1972-73)

Hljómsveit sem bar það sérstæða nafn Boggi starfaði á Héraði í tvö sumur á fyrri hluta áttunda áratugarins. Fyrra sumarið, 1972 voru meðlimir sveitarinnar Bjarni Helgason trommuleikari, Eyþór Hannesson hljómborðsleikari og Jón Ingi Arngrímsson gítarleikari. Sveitin starfaði þá fram á haustið en tók aftur upp þráðinn næsta vor, þá höfðu Friðrik Lúðvíksson gítarleikari og Helgi…

Bogga fer á kostum (?)

Þrátt fyrir töluverða eftirgrennslan og rannsóknarvinnu finnast engar upplýsingar um hljómsveit sem ku hafa borið nafnið Bogga fer á kostum, og átti að hafa keppt í Músíktilraunum einhverju sinni. Lesendur Glatkistunnar mættu gjarnan senda frekari upplýsingar um þessa sveit.

Bogart (1985-87)

Hljómsveitin Bogart spilaði töluvert á dansstöðum borgarinnar 1985 til 87 en náði aldrei að verða meira en ballsveit. Sveitin var stofnuð vorið 1985 upp úr hljómsveitinni Fjörorku og meðlimir hennar, Jón Þór Gíslason söngvari, Hjörtur Howser hljómborðsleikari, Hafsteinn Valgarðsson bassaleikari, Jón Borgar Loftsson trommuleikari og Ívar Sigurbergsson gítarleikari hófu fljótlega að leika á dansstöðum á…

Bong – Efni á plötum

Bong – Do you remember (x2) [ep] Útgefandi: Steinar Útgáfunúmer: PLAT 1529 Ár: 1994 1. Do you remember (Todd Terry club mix) 2. Do you remember (Todd Terry dub mix) 3. Do you remember (a capella mix) 4. Do you remember (T-world ambient mix) 1. Do you remember (ramp menmonic mix) 2. Do you remember…