The Baker sons (1999)

The Baker sons var dúett sem starfaði að öllum líkindum á Patreksfirði en þar spilaði hann haustið 1999.

Meðlimir The Baker sons voru bræðurnir Sigmar Rafnsson og Gestur Rafnsson sem báðir léku á gítara og sungu.

Ekki er víst að þeir bræður hafi komið oftar fram en þetta eina skipti.