Gleðjist! Fagnið! Dómkórinn flytur Jólaóratoríuna í Hallgrímskirkju
Víða um lönd finnst fólki engin jól koma nema það fái að heyra Jólaóratoríu Jóhanns Sebastíans Bach. Dómkórinn í Reykjavík ætlar að afstýra þeirri tómleikatilfinningu með því að flytja þetta dásamlega verk í Hallgrímskirkju laugardaginn 24. nóvember kl. 17:00. Kórinn fær til liðs við sig tuttugu manna hljómsveit og fjóra einsöngvara: Hallveigu Rúnarsdóttur sópran, Hönnu…