Botnleðja – Efni á plötum

Botnleðja – Drullumall Útgefandi: Rymur Útgáfunúmer: Rymur cd-006 Ár: 1995 1. Þið eruð frábær 2. Heima er best 3. Hugarheimur 4. Hinn óbyggilegi heimur 5. Viltu vera memm 6. Súrmjólk 7. Ferðalagið 8. Árekstur 9. Húsi 10. Bull 11. Útsölusmakk 12. Súpertilboð Flytjendur: Heiðar Örn Kristjánsson – söngur og gítar Ragnar Páll Steinsson – bassi…

Botnleðja (1994-)

Botnleðja er vafalaust með merkustu rokksveitum íslenskrar tónlistarsögu, sveitinni skaut hratt á stjörnuhimininn þegar hún sigraði Músíktilraunir og á eftir fylgdu draumar um meik í útlöndum og nokkrar plötur sem hlutu frábæra dóma og viðurkenningar. Haraldur Freyr Gíslason trommuleikari, Heiðar Örn Kristjánsson söngvari og gítarleikari og Ragnar Páll Steinsson bassaleikari, stofnuðu sveitina síðla árs 1994…

Bankastjórarnir (1998)

Árið 1998 var skammlíft tríó starfandi skipað meðlimunum Maríu [?], Rúnari [?] og Bjössa [?] Allar upplýsingar um Bankastjórana mætti gjarnan senda Glatkistunni.

Borgardætur – Efni á plötum

Borgardætur – „Svo sannarlega“ Útgefandi: Skífan Útgáfunúmer: SCD 118 Ár: 1993 1. Kókarókí 2. Já, svo sannarlega 3. Tikki, tikk 4. Bei mir bist du schön 5. Saklaust fjör 6. Tungl úr bréfi 7. Margir bjórar 8. Bolla 9. Fiskur og flot 10. Ég ann þér alltof heitt 11. Fitupolka 12. Brauðbúðarbúgí Flytjendur: Andrea Gylfadóttir –…

Borgardætur (1993-)

Söngtríóið Borgardætur hafa skemmt landsmönnum allt frá árinu 1993 þótt þær hafi ekki starfað samfleytt síðan þá, þær hafa sent frá sér þrjár plötur. Hugmyndin að Borgardætrum mun hafa komið frá Andreu Gylfadóttur söngkonu sem þá hafði gert garðinn frægan með Grafík og Todmobile en hana langaði til að prófa þríradda söng í anda Andrews…

Borgarsynir (1994)

Borgarsynir var tríó sem lék með Borgardætrum í nokkur skipti árið 1994. Það voru þeir Þórður Högnason bassaleikari, Björgvin Ploder trommuleikari og Pálmi J. Sigurhjartarson hljómborðsleikari sem skipuðu sveitina.

Borgarsveitin (1991)

Borgarsveitin var húshljómsveit á skemmtistaðnum Borgarvirkinu haustið 1991 og lék einkum kántrítónlist. Meðlimir sveitarinnar voru Pétur Pétursson hljómborðsleikari, Einar Jónsson gítarleikari og Torfi Ólafsson bassaleikari en þeir sungu einnig allir. Söngvararnir Anna Vilhjálms og Bjarni Ara skiptust á að syngja með Borgarsveitinni en einnig söng Sigurður Johnny með henni í nokkur skipti.

Borgarkórinn [1] – Efni á plötum

Borgarkórinn – Reykjavík: rómantík í húmi nætur Útgefandi: FERMATA Útgáfunúmer: FM 012 Ár: 1999 1. Reykjavíkursöngvar; Reykjavík / Serenaði til Reykjavíkur / Austurstræti / Fröken Reykjavík / Hljóðlega gegnum Hljómskálagarð / Við Reykjavíkurtjörn / Í Vesturbænum / Sautjándi júní í Reykjavík / Undir Svörtudröngum 2. Leikhús : syrpa úr söngleiknum “Dansinn í Hruna”; Plágan hafði…

Borgarkórinn [1] (1996-2008)

Borgarkórinn mun hafa starfað á árunum 1996 til 2008, hann sendi frá sér eina plötu og auk þess kom hann við sögu á annarri plötu. Það munu hafa verið bræðurnir Sigvaldi Snær Kaldalóns og Örn Sigmar Kaldalóns sem höfðu frumkvæðið að stofnun kórsins haustið 1996 en sá fyrrnefndi stjórnaði honum nær allan starfstímann, John Gear…

Borgís – Efni á plötum

Borgís – Promised land / Give us a raise [ep] Útgefandi: Demant Útgáfunúmer: D2-002 Ár: 1975 1. Promised land 2. Give us a raise Flytjendur: Pétur Hjaltested – hljómborð, maracas og raddir Ari Jónsson – söngur, raddir og trommur Kristján Blöndal – gítar Atli V. Jónsson – bassi, söngur og hristur Rúnar Georgsson – saxófónn

Borgís (1975)

Hljómsveitin Borgís starfaði í nokkra mánuði árið 1975. Sveitin var stofnuð upp úr annarri sveit, Birtu en sú sveit hafði gengið í gegnum miklar mannabreytingar og varð úr að þáverandi meðlimir hennar, Ari Jónsson trommuleikari og söngvari, Atli Viðar Jónsson bassaleikari, Kristján Bárður Blöndal gítarleikari og Pétur Hjaltested hljómborðsleikari og söngvari tóku um Borgísar-nafnið um…

Bounce brothers (1997-98)

Hiphop-sveitin Bounce brothers var ein af fyrstu sveitum sinnar tegundar hér á landi en hún starfaði í Árbænum 1997 og 98. Ekki liggur fyrir hvort um var að ræða dúett eða tríó en þeir Kristinn Helgi Sævarsson (þekktur einnig sem Diddi Fel.) og Benedikt Freyr Jónsson (B-Ruff / Ben B) voru að minnsta kosti meðlimir…

Botnfiskarnir (1999-2000)

Hljómsveit starfaði í Sandgerði í kringum aldamótin (1999 og 2000) undir nafninu Botnfiskarnir. Engar frekari upplýsingar finnast um þessa sveit, og þær væru því vel þegnar.

Bossanova – Efni á plötum

Bossanova – [laiv] Útgefandi: Bossanova Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1996 1. Brazil 2. Cocinando 3. Route 66 4. Cherry pink 5. Nardis 6. On Broadway 7. Philadelphia 8. Oye Como Va 9. All blues 10. Spinning wheel 11. Descarga Cubana 12. Watermelon man 13. Tequila 14. Á Sprengisandi 15. Iclandic rhapsody 16. Jovena Calore e…

Bossanova (1990-97)

Bossanova (einnig nefnd Bossanova-bandið) var hljómsveit skipuð ungum tónlistarmönnum af Seltjarnarnesi og vakti verðskuldaða athygli er hún starfaði á síðasta áratug 20. aldarinnar. Bossanova var stofnuð um áramótin 1990-91 innan Tónlistarskólans á Seltjarnarnesi og var skipuð meðlimum sem þá voru á aldrinum átta til tólf ára gamlir. Sveitin vakti fljótlega mikla athygli utan skólans og…

Afmælisbörn 28. nóvember 2018

Tvö afmælisbörn í tónlistargeiranum koma við sögu Glatkistunnar að þessum sinni: Páll Jóhannesson einsöngvari og bóndi frá Þverá í Öxnadal er sextíu og átta ára á þessum degi, hann nam söng á Ítalíu á sínum tíma og gaf út tvær einsöngsplötur á níunda áratug síðustu aldar þar sem hann naut m.a. aðstoðar Karlakórsins Geysis og…