Borgarkórinn [1] (1996-2008)

Borgarkórinn

Borgarkórinn mun hafa starfað á árunum 1996 til 2008, hann sendi frá sér eina plötu og auk þess kom hann við sögu á annarri plötu.

Það munu hafa verið bræðurnir Sigvaldi Snær Kaldalóns og Örn Sigmar Kaldalóns sem höfðu frumkvæðið að stofnun kórsins haustið 1996 en sá fyrrnefndi stjórnaði honum nær allan starfstímann, John Gear kom lítillega við sögu kórstjórnunar einnig. Þá var tvöfaldur kvartett, Borgarbræður, starfandi innan kórsins um tíma og stjórnaði Örn honum.

Borgarkórinn var blandaður kór og taldi yfirleitt á biliinu þrjátíu til fjörutíu manns, mestmegnis mun þetta hafa verið vina- og kunningjahópur. Kórinn hélt árlega vortónleika en söng einnig mikið í kringum jólin, prógramm hans var að miklu leyti léttmeti.

Árið 1999 sendi kórinn frá þér plötuna Reykjavík: rómantík í húmi nætur. Hún var hljóðrituð í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði af Halldóri Víkingssyni og fékk ágæta dóma í Morgunblaðinu.

Sex árum síðar (2005) kom út platan Skeljar: sönglög eftir Sigvalda Snæ Kaldalóns en hún hafði að geyma átján kór- og einsöngslög eftir stjórnandann við ljóð ýmissa skálda, Borgarkórinn söng í flestum laganna. Ólafur Elíasson annðist upptökuþátt þeirrar plötu sem tekin var upp í Fella- og Hólakirkju. Hún hlaut þokkalega dóma í Morgunblaðinu.

Borgarkórinn hætti störfum 2008.

Efni á plötum