Bootlegs – Efni á plötum

Bootlegs – WC monster Útgefandi: Smekkleysa Útgáfunúmer: SM 18 Ár: 1989 1. At te end 2. Void 3. 1 out of 3 4. Stairway to hell 5. Shall I die 6. Þú 7. WC monster 8. Wake up 9. What ever you like 10. Sod 11. Trash attack Flytjendur: Jón Örn Sigurðsson – gítar og…

Bootlegs (1986-91 / 1998-)

Hljómsveitin Bootlegs getur að nokkru leyti talið til þeirra sveita sem vakti íslenskt rokk af nokkurra ára svefni á síðari hluta níunda áratugarins, hún er um leið ein af þeim langlífustu í þungu rokki og er enn starfandi. Rétt er að nefna áður en lengra er haldið að þegar Bootlegs var stofnuð (snemma vors 1986)…

The Baker sons (1999)

The Baker sons var dúett sem starfaði að öllum líkindum á Patreksfirði en þar spilaði hann haustið 1999. Meðlimir The Baker sons voru bræðurnir Sigmar Rafnsson og Gestur Rafnsson sem báðir léku á gítara og sungu. Ekki er víst að þeir bræður hafi komið oftar fram en þetta eina skipti.

Boogie [2] (1993)

Vorið 1993 var hljómsveitin Boogie frá Norðfirði skráð til leiks í Músíktilraunum Tónabæjar. Engar upplýsingar er hins vegar að finna um meðlimi sveitarinnar eða tilurð hennar almennt og er því hér með auglýst eftir þeim.

Boogie [1] (1988-89)

Danhljómsveit sem bar heitið Boogie starfaði í um ár, 1988 og 89. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Ari Jónsson söngvari og trommuleikari, Albert Pálsson söngvari og hljómborðsleikari, Gunnar Guðjónsson bassaleikari og Sverrir Konráðsson gítarleikari. Hörður Friðþjófsson gítarleikari var um tíma í sveitinni, ekki liggur þó fyrir hvort hann tók við af Sverri eða var samtíða honum…

Booge (1989)

Hljómsveit sem bar nafnið Booge var auglýst í nokkur skipti í dagblöðum vorið 1989. Að öllum líkindum var um að ræða ásláttavillu í fréttatilkynningu/auglýsingu og því líklegast að um hafi verið að ræða hljómsveitina Boogie. Allir þeir sem geta frætt Glatkistuna um hið rétta í þessu máli mættu sendu línu þar af lútandi.

Border (1995)

Akureyska hljómsveitin Border starfaði ekki lengi en keppti í Músíktilraunum vorið 1995 og komst reyndar þar í úrslit. Meðlimir Border voru Karl H. Hákonarson söngvari og bassaleikari, Friðrik Flosason gítarleikari, Ingi Þór Tryggvason söngvari og gítarleikari, Guðmundur Rúnar Brynjarsson trommuleikari og Hildigunnur Árnadóttir söngkona. Síðar tók sveitin upp nafnið Flow og starfaði undir því nafni.

Borgarbandið [3] (2001)

Árið 2001 var starfandi hljómsveit undir nafninu Borgarbandið. Að öllum líkindum var um að ræða unglingasveit, sem kom fram á tónleikum í Kópavogi. Óskast er eftir frekari upplýsingum um þessa sveit.

Borgarbandið [2] (1987-92)

Borgarbandið var hálfgerð útvarpshljómsveit, sett saman fyrir skemmtiþáttinn Í hjarta borgarinnar sem Jörundur Guðmundsson sá um á útvarpsstöðinni Stjörnunni á árunum 1987-90 og 1992, og lék þá í beinni útsendingu frá Hótel Borg og reyndar víðar. Meðlimir Borgarbandsins voru þeir Árni Scheving bassaleikari, Carl Möller píanóleikari og Birgir Baldursson trommuleikari en einnig komu við sögu…

Borgarbræður [1] (1993)

Árið 1993 kom út safnplatan Lagasafnið 4 og á meðal flytjenda þar var hljómsveit sem kallaðist Borgarbræður. Ekkert bendir til að sveitin hafi verið starfandi og að lag þeirra hafi einungis verið tímabundið hljóðversverkefni, meðlimir hennar voru þeir Sigurgeir Sigmundsson gítarleikari, Sigurður Pálsson söngvari, Pétur Kristjánsson söngvari (væntanlega Pétur Wigelund) og Þórir Úlfarsson sem annaðist…

Borgarbræður [2] (1998-2002)

Borgarbræður var söngflokkur, að öllum líkindum tvöfaldur kvartett sem starfaði innan Borgarkórsins á árunum 1998 til 2002. Þeir bræður komu stundum fram á tónleikum Borgarkórsins en einnig sem sjálfstæð eining við önnur tækifæri, þeir munu meðal annars hafa sungið rakarastofusöngva eins og það er kallað. Engar upplýsingar er að finna um meðlimi Borgarbræðra en stjórnandi…

Afmælisbörn 20. nóvember 2018

Í dag er eitt tónlistartengt afmælisbarn á skrá Glatkistunnar. Það er tónlistarmaðurinn og tónskáldið Helgi Hrafn Jónsson sem á þrjátíu og níu ára afmæli í dag. Helgi Hrafn kemur af Seltjarnarnesinu þar sem hann steig sínu fyrstu tónlistarspor með hljómsveitinni Bossanova og Lúðrasveit æskunnar en hefur einnig starfað með Aton og fleiri sveitum. Hann nam…