Afmælisbörn 20. nóvember 2018

Helgi Hrafn Jónsson

Í dag er eitt tónlistartengt afmælisbarn á skrá Glatkistunnar.

Það er tónlistarmaðurinn og tónskáldið Helgi Hrafn Jónsson sem á þrjátíu og níu ára afmæli í dag. Helgi Hrafn kemur af Seltjarnarnesinu þar sem hann steig sínu fyrstu tónlistarspor með hljómsveitinni Bossanova og Lúðrasveit æskunnar en hefur einnig starfað með Aton og fleiri sveitum. Hann nam básúnuleik í Austurríki en spilar á miklu fleiri hljóðfæri og á að baki nokkrar sólóplötur, auk þess þess sem hann hefur leikið inn á fjölda platna með tónlistarmönnum eins og Mugison, Leaves, Hjaltalín, Sigur rós, Sing Fang, Valgeiri Sigurðsson, Amiinu og Sprengjuhöllinni. Hann hefur unnið til fjölda viðurkenninga fyrir tónlist sína.