Afmælisbörn 20. nóvember 2019

Helgi Hrafn

Í dag er eitt tónlistartengt afmælisbarn á skrá Glatkistunnar.

Það er tónlistarmaðurinn og tónskáldið Helgi Hrafn Jónsson en hann er fertugur og á því stórafmæli. Helgi Hrafn kemur af Seltjarnarnesinu þar sem hann steig sínu fyrstu tónlistarspor með hljómsveitinni Bossanova og Lúðrasveit æskunnar en hefur einnig starfað með Aton og fleiri sveitum. Hann nam básúnuleik í Austurríki en spilar á miklu fleiri hljóðfæri og á að baki nokkrar sólóplötur, auk þess þess sem hann hefur leikið inn á fjölda platna með tónlistarmönnum eins og Mugison, Leaves, Hjaltalín, Sigur rós, Sing Fang, Valgeiri Sigurðsson, Amiinu og Sprengjuhöllinni. Hann hefur unnið til fjölda viðurkenninga fyrir tónlist sína.