Móa [1] – Efni á plötum

Móa – Móa syngur lögin við vinnuna Útgefandi: Smekkleysa Útgáfunúmer: SM33CD Ár: 1993 1. Bel ami 2. I get a kick out of you 3. Bláu augun þín 4. Our love is here to stay 5. Mah – na – mah – na 6. Falling in love again 7. All of me 8. Vorvísur 9.…

Móa [1] (1972-)

Söngkonan Móeiður Júníusdóttir (Móa) spratt fram á sjónarsviðið með skjótum hætti eftir Söngkeppni framhaldsskólanna sem haldin var þá í fyrsta skipti vorið 1990, hún gerði það gott í bransanum í nokkur ár, m.a. í meiktilraunum erlendis sem hluti af dúettnum Bong og síðar sem sólóisti, en hvarf með jafn skjótum hætti og hún hafði birst…

Mosaeyðir (1998-99)

Punksveitin Mosaeyðir frá Höfn í Hornafirði starfaði rétt fyrir aldamótin og keppti vorið 1998 í Músíktilraunum Tónabæjar. Meðlimir Mosaeyðis voru þá Jón Eiríksson söngvari, Gunnar Bjarni Hákonarson gítarleikari, Páll Birgir Jónsson bassaleikari og Birgir Már Vignisson trommuleikari. Sveitin komst ekki í úrslit Músíktilraunanna en hlaut þeim mun meiri athygli fyrir framlag sitt, Ég elska Satan.…

Morse (1987)

Upplýsingar óskast um hljómsveitina Morse sem skemmti um verslunarmannahelgina 1987 í Bjarkalundi, hverjir skipuðu þessa sveit og hljóðfæraskipan hennar.

Morfín (2000)

Morfín hét reykvísk hljómsveit sem tók þátt í Músíktilraunum 2000 en komst ekki í úrslit. Meðlimir Morfíns voru Björn Heiðar Jónsson söngvari og gítarleikari, Einar Jakob Jónsson bassaleikari, Ómar Þór Sigfússon trommuleikari og Hjalti Þorkelsson gítarleikari

Mottó (1982)

Hljómsveit að nafni Mottó starfaði árið 1982, hugsanlega í Réttarholtsskóla. Litlar sem engar heimildir er að finna um þessa sveit sem spilaði reggískotna tónlist en meðlimir hennar munu hafa verið Lárus Wöhler [bassaleikari?], Hannes Lárus Jónsson [?], Páll [?] og Þröstur [?]. Allar frekari upplýsingar má gjarnan senda Glatkistunni.

Motherfuckers in the house (1997-98)

Rappsveitin Motherfuckers in the house (MITH) starfaði innan Menntaskólans við Hamrahlíð árin 1997 og 1998. Ekki liggja fyrir upplýsingar um alla meðlimi sveitarinnar en meðal þeirra voru Árni Vilhjálmsson [?], Birgir Ísleifur Gunnarsson [?] og Benedikt Hermann Hermannsson  trommuleikari, sem allir eru þekktir tónlistarmenn í dag. Upplýsingar óskast um aðra meðlimi MITH, auk annarra upplýsinga…

The Most (1989-90)

Tríóið The Most var starfrækt í kringum 1990 en það var skipað þremur kunnum tónlistarmönnum sem höfðu gert garðinn frægan í pönkinu tæplega áratug fyrr. Meðlimir sveitarinnar voru þeir bræður Mike og Danny Pollock og Gunnþór Sigurðsson bassaleikari en líkast til léku Pollock bræður báðir á gítara. Þeir félagar, sem höfðu nokkrum árum fyrr leikið…

Moskvítsj (1993-94)

Upplýsingar um hljómsveitina Moskvítsj úr Hafnarfirði eru af fremur skornum skammti en hún virðist hafa komið fyrst fram opinberlega þegar hún keppti í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1993, sveitin komst ekki í úrslit keppninnar. Meðlimir hennar voru þá Þorvaldur Einarsson gítarleikari, Gísli Árnason bassaleikari og söngvari, Páll Sæmundsson gítarleikari og Björn Viktorsson trommuleikari. Sveitin hafði árið…

Moskító (?)

Hljómsveit sem bar annað hvort nafnið Moskito eða Moskító var líklega starfandi á Akranesi, meðal meðlima sveitarinnar var Geir Harðarson en ekki liggja fyrir upplýsingar um aðra Moskító-liða. Þessi sveit var líkast til starfandi á síðari hluta níunda áratugarins.

Mozart var ýktur spaði (1992)

Hljómsveitin Mozart var ýktur spaði var starfrækt í Breiðholtinu (líklega innan Fjölbrautaskólans í Breiðholti) 1992 og starfaði að líkindum í nokkra mánuði, sveitin lék m.a. á bindindismóti í Galtalæk um verslunarmannahelgina. Meðlimir sveitarinnar voru Hjörvar Hjörleifsson söngvari, Pétur Karlsson hljómborðsleikari, Eiríkur Kristinsson gítarleikari, Friðborg Jónsdóttir söngvari, Halldór Kr. Júlíusson gítarleikari, Daníel Brandur Sigurgeirsson bassaleikari og…

Mound (1994-96)

Rokksveitin Mound af Suðurnesjunum (líklega Keflavík) starfaði árið 1994 og keppti þá um vorið í Músíktilraunum Tónabæjar, sveitin kom ekki í úrslit. Meðlimir sveitarinnar voru þá Guðmundur Vigfússon bassleikari, Bjarni Rafn Garðarsson trommuleikari, Guðmundur Sigurðsson gítarleikari og Þráinn Guðbjörnsson gítarleikari og söngvari. Ekkert spurðist til Mound í langan tíma eftir Músíktilraunir en hún virðist þó…

Móa [2] (1996-98)

Á árunum 1996 til 98 starfrækti Móeiður Júníusdóttir hljómsveit sem lék með henni víða hér heima og erlendis en hún var þá að eltast við frægðardrauma erlendis. Sveitin bar að öllum líkindum nafn hennar og voru meðlimir hennar auk Móeiðar þeir Hjörleifur Jónsson trommuleikari, Kristinn Júníusson bassaleikari, Haraldur [?] Bergmann hljómborðsleikari, og Sveinbjörn Bjarki Jónsson…

Afmælisbörn 13. nóvember 2019

Afmælisbörn dagsins eru fjögur að þessu sinni: Ingibjörg Guðjónsdóttir sópran söngkona og kórstjórnandi er fimmtíu og fjögurra ára í dag. Hún gaf út plötu með óperuaríum fyrir nokkrum árum og síðar einnig djassskotnu plötuna Ó ó Ingibjörg, ásamt bræðrum sínum, hún hefur aukinheldur sungið inn á nokkrar aðrar plötur. Ingibjörg hefur stjórnað Kvennakór Garðabæjar og…