
Hljómsveitin Móa
Á árunum 1996 til 98 starfrækti Móeiður Júníusdóttir hljómsveit sem lék með henni víða hér heima og erlendis en hún var þá að eltast við frægðardrauma erlendis. Sveitin bar að öllum líkindum nafn hennar og voru meðlimir hennar auk Móeiðar þeir Hjörleifur Jónsson trommuleikari, Kristinn Júníusson bassaleikari, Haraldur [?] Bergmann hljómborðsleikari, og Sveinbjörn Bjarki Jónsson hljómborðsleikari en einnig kom Eyþór Arnalds sellóleikari eitthvað við sögu sveitarinnar.