Móa and the Vinylistics (1999-2000)

Móa and the Vinylistics

Hljómsveitin Móa and the Vinylistics starfaði á árunum 1999 og 2000 en sveitin mun hafa verið stofnuð upp úr Vínyl (Vinyl) en breytti um nafn þegar Móa (Móeiður Júníusdóttir) gekk til liðs við hana. Aðrir meðlimir sveitarinnar voru þeir Kristinn Júníusson bassaleikari og Guðlaugur Júníusson trommuleikari bræður Móu, Arnar Guðjónsson gítarleikari og Þórhallur Bergmann hljómborðsleikari.

Þegar Arnar gítarleikari hætti til að stofna hljómsveitina Leaves breyttu þau hin nafni sveitarinnar í Lace.

Efni á plötum