Mosi frændi – Efni á plötum

Mosi frændi – Susy Creamcheese for president: Sandý Saurhól [snælda] Útgefandi: Vandamannaútgáfur Útgáfunúmer: Vandvid 01 Ár: 1987 1. Where have all the flowers gone? 2. Let the music play 3. Rainy night in Georga 4. Mosi frændi á útihátíð 5. Wild thing 6. Hello 7. Rose blue 8. Herbergið mitt, stíll eftir Sveinbjörgu Davíðsdóttur, 13…

Mosi frændi (1985-88 / 2009-)

Hljómsveitin Mosi frændi átti einhvern eftirminnilegasta sumarsmell sem komið hefur út á Íslandi, lagið sem varð feikivinsælt mun þó ekki hafa öðlast vinsældir sínar fyrir gæði hljómsveitarinnar eða spilamennskunnar heldur miklu fremur fyrir hið gagnstæða en sveitin sem mætti skilgreina sem pönksveit, þótti óvenju illa spilandi. Mosi frændi hafði verið stofnuð haustið 1985 innan veggja…

Mímir (1997-98)

Bræðingssveitin Mímir vakti nokkra athygli er hún tók þátt í Músíktilraunum vorið 1998, en hún komst þar í úrslit. Meðlimir Mímis voru þeir Kristján Orri Sigurleifsson bassaleikari, Ómar Guðjónsson gítarleikari, Hannes Helgason hljómborðsleikari og Sverrir Þór Sævarsson trommuleikari. Þrátt fyrir að skipa sér ekki meðal þeirra þriggja efstu í Músíktilraununum hlutu þeir viðurkenningar fyrir besta…

Mono kvartett (1965-66)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem starfaði árið 1965 og 66, og bar heitið Mono eða Mono kvartett, einnig ritað Mónó. Sveitin var úr Reykjavík en lék engu að síður tvívegis um verslunarmannahelgar að Bjarkalandi í Reykhólasveit.

Moly pasta (1985)

Hljómsveit sem bar nafnið Moly pasta var starfrækt á Akureyri árið 1985, hugsanlega lengur en þá var sveitin meðal þeirra sem kepptu í hljómsveitakeppni í Atlavík um verslunarmannahelgina. Meðlimir sveitarinnar voru Jóhann Ásmundsson [?], Kristinn Valgeir Einarsson [trommuleikari?] og Sigurjón Baldvinsson [gítarleikari?] en ekki liggja fyrir upplýsingar um fleiri meðlimi hennar. Óskað er eftir frekari…

Morbid silence (1991)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um dauðarokkssveitina Morbid silence sem litlar sem engar heimildir finnast um. Sveitin starfaði sumarið 1991 og lék þá á Porthátíð Útideildar en annað er ekki að finna um hana, óskað er því eftir upplýsingum um meðlimi hennar, hljóðfæraskipan og starfstíma, svo eitthvað sé nefnt.

Moondogs (1996)

Moondogs var rokksveit sem hefur eins og glöggir lesendur hafa væntanlega áttað sig á, nafnaskírskotun til Bítlanna, sveitin var starfandi árið 1996 og það sama ár átti hún lag á safnplötunni Músíkblanda 1: Rymur. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Arnar Guðjónsson söngvari og gítarleikari, Arnar Ólafsson bassaleikari, Þrándur Rögnvaldsson trommuleikari og Ófeigur Sigurðsson hljómborðsleikari. Einnig var…

Moonboots (1994-)

Hljómsveitin Moonboots (einnig The Moonboots) fór mikinn á öldurhúsum borgarinnar og víðar í kringum aldamótin síðustu en sveitin sérhæfði sig í ábreiðum frá níunda áratugnum sem féllu í góðan jarðveg hjá fólki, einkum á menntaskólaaldri. Moonboots mun hafa verið stofnuð á fyrri hluta árs 1994 innan Menntaskólans við Hamrahlíð en sami hópur að mestu hafði…

The Monster (um 1970)

Hér er óskað eftir upplýsingum um hljómsveit sem bar heitið The Monster (jafnvel The Monsters) en hún mun hafa verið skipuð ungum hljóðfæraleikurum á grunnskólaaldri fyrir eða í kringum 1970. Meðal meðlima sveitarinnar var Þorsteinn Magnússon gítarleikari en upplýsingar vantar um aðra Monster-liða, hljóðfæraskipan og starfstíma sveitarinnar.

Monotone (1998)

Monotone var rafdúett starfandi 1998 en það haust átti sveitin tvö lög á safnplötunni Neistum sem Sproti gaf út. Meðlimir Monotone voru þeir Hjörvar Hjörleifsson og Halldór Kristinn Júlíusson en þeir fengu til liðs við sig á Neistum söngkonuna Rósu Birgittu Ísfeld og Kjartan Valdemarsson hljómborðsleikara. Svo virðist sem Monotone hafi starfað stutt.

Mono system (1964-65)

Hljómsveitin Mono system (Monosystem) var eins konar skólahljómsveit innan Menntaskólans á Laugarvatni veturinn 1964-65. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Þorvaldur Örn Árnason bassaleikari, Stefán Ásgrímsson gítarleikari, Jens Þórisson gítarleikari, Páll V. Bjarnason hljómborðsleikari og Guðmundur Harðarson trommuleikari. Mono system lék á dansleikjum og öðrum samkomum mestmegnis innan ML og annarra skóla í héraðinu þennan vetur, en…

Morð [1] (1995)

Hljómsveitin Morð starfaði á Seyðisfirði um miðjan tíunda áratug síðustu aldar, hugsanlega þó aðeins árið 1995. Sveitin keppti þá um vorið í Músíktilraunum Tónabæjar og voru meðlimir hennar þá Páll Jónasson gítarleikari, Gísli Þrastarson gítarleikari og söngvari, Kári Kolbeinsson trommuleikari, Ólafur Örn Pétursson söngvari og Logi Hallsson bassaleikari og söngvari. Morð komst ekki í úrslit…

Afmælisbörn 6. nóvember 2019

Í dag eru þrjú tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Jónas Sen er fimmtíu og sjö ára gamall í dag. Jónas er píanóleikari, tónskáld og tónlistargagnrýnandi á Fréttablaðinu og hefur fengist við tónlist af ýmsu tagi, hann gaf t.d. út plötu með píanóverkum fyrir um tveimur áratugum og hefur einnig gefið út plötu með söngkonunni Ásgerði…