Mímir (1997-98)

Mímir

Bræðingssveitin Mímir vakti nokkra athygli er hún tók þátt í Músíktilraunum vorið 1998, en hún komst þar í úrslit.

Meðlimir Mímis voru þeir Kristján Orri Sigurleifsson bassaleikari, Ómar Guðjónsson gítarleikari, Hannes Helgason hljómborðsleikari og Sverrir Þór Sævarsson trommuleikari. Þrátt fyrir að skipa sér ekki meðal þeirra þriggja efstu í Músíktilraununum hlutu þeir viðurkenningar fyrir besta gítarleikarann (Ómar), besta bassaleikarann (Kristján) og besta hljómborðsleikarann (Hannes).

Mímir virðist ekki hafa starfað lengi eftir Músíktilraunirnar.