Mímir (1997-98)

Bræðingssveitin Mímir vakti nokkra athygli er hún tók þátt í Músíktilraunum vorið 1998, en hún komst þar í úrslit. Meðlimir Mímis voru þeir Kristján Orri Sigurleifsson bassaleikari, Ómar Guðjónsson gítarleikari, Hannes Helgason hljómborðsleikari og Sverrir Þór Sævarsson trommuleikari. Þrátt fyrir að skipa sér ekki meðal þeirra þriggja efstu í Músíktilraununum hlutu þeir viðurkenningar fyrir besta…

Hljóð í skrokkinn (2004)

Djasssveitin Hljóð í skrokkinn starfaði um tíma árið 2004. Meðlimir sveitarinnar voru Óskar Guðjónsson saxófónleikari, Ómar Guðjónsson gítarleikari, Erik Quick trommuleikari og Ólafur Stolzenwald bassaleikari. Líklega varð samstarf þeirra ekki lengra en sem nam fáum mánuðum.

HOD (2003 – 2004)

HOD er orgeltríó, skipað þeim Davíð Þóri Jónssyni orgelleikara, Helga Svavari Helgasyni trommuleikar og Ómari Guðjónssyni gítarleikara. Sveitin var allavega starfandi 2003 – 4.