H.A.F. tríóið (1959-62)

Tríóið H.A.F. tríóið starfaði í Mýrdalnum í kringum 1960. Sveitin var stofnuð haustið 1959 en meðlimir voru í byrjun Hróbjartur Vigfússon gítarleikari, Auðbert Vigfússon harmonikkuleikari og Finnur Bjarnason trommuleikari, þannig skipuð starfaði sveitin til ársbyrjunar 1961 en þá bættist saxófónleikarinn Þórir N. Kjartansson (síðar kenndur við Víkurprjón) við. Ári síðar hætti Finnur í sveitinni en…

Hadez (2003)

Hadez er hljómsveit frá Grindavík sem keppti í Músíktilraunum Tónabæjar 2003. Hana skipuðu Björgvin Logi Daníelsson gítarleikar, Einar Helgi Helgason trommuleikari, Hafþór Önundarson gítarleikari og söngvari, Hjörtur Pálsson gítarleikari og Þórarinn Arnarson bassaleikari.

Hafnarfjarðarmafían (2004 -)

Hafnarfjarðarmafían er hljómsveit sem starfrækt hefur verið í kringum FH í Hafnarfirði og eru meðlimir sveitarinnar yfirlýstir stuðningsmenn knattspyrnudeildar félagsins. Meðlimir sveitarinnar voru Heiðar Örn Kristjánsson og Haraldur Freyr Gíslason trommuleikari (báðir úr Botnleðju), auk Viðars Steingrímssonar (Sólon o.fl.) á bassa. Sveitin var starfandi 2004 og líklega alltaf öðru hverju en hún hefur sent frá…

Haldapokarnir (2004 -)

Haldapokarnir er hljómsveit frá Blönduósi, starfandi allavega frá 2004. Meðlimir Haldapokanna eru Þorsteinn Jónsson og Jón Ólafur Sigurjónsson en þeir syngja báðir auk þess að leika á gítar og bassa. Líklega hefur þetta lengst af verið dúett en þegar þeir áttu lag á safnplötunni Vökulögin 2008, sem er afrakstur dægurlagakeppni haldin í tengslum við Húnavöku,…

Halldór Fannar [1] (1948-2012)

Halldór Fannar (Valsson) (f. 1948) var áberandi um tíma í íslensku tónlistarlífi þegar hann ásamt félögum sínum í Kópavogi stofnuðu þjóðlagasveitina Ríó tríó ungir að árum árið 1965. Hann lék og söng t.a.m. inn á tvær litlar plötur með sveitinni. Áður hafði hann verið í Rokkunum og Kviðagilskvartettnum sem voru undanfari Ríósins. Halldór Fannar hætti…

Halldór Fannar [2] (1950-96)

Halldór Fannar Ellertsson (f. 1950) vakti snemma athygli fyrir tónlistarhæfileika í heimabyggð sinni fyrir vestan, lék á orgel og var ungur kominn í hljómsveitina Röðla sem spilaði m.a. á héraðsmótum vestanlands. Hann var einnig um tíma í Straumum, Roof tops og Örnum en gerði þar stuttan stans. Halldór Fannar varð óreglumaður, stundaði sjómennsku og önnur…

Halldór Haraldsson (1937-)

Halldór Haraldsson píanóleikari (f. 1937) er einn virtustu píanóleikara þjóðarinnar. Hann stundaði nám í píanóleik í Reykjavík (lauk burtfararprófi 1960) og London (lauk einleikaraprófi 1965), hefur kennt við Tónlistarskólann í Reykjavík síðan 1966 og var reyndar um tíma skólastjóri skólans (1992-2003), hann hefur einnig kennt við Listaháskóla Íslands. Halldór var einn af stofnendum Tríós Reykjavíkur…

Halldór Laxness (1902-98)

Halldór Guðjónsson Laxness (f.1902 – d.1998) er líklega þekktasti rithöfundur Íslands fyrr og síðar. Eftir hann liggja fjölmörg rit s.s. skáldsögur, smásagna- og greinasöfn, leikrit og ljóð svo dæmi séu tekin. Þekktustu verk Halldórs eru án efa Sjálfstætt fólk, Heimsljós, Íslandsklukkan og Salka Valka. Halldór hlaut margs konar viðurkenningar fyrir verk sín en var um leið…

Halldór og fýlupúkarnir (1986)

Hljómsveitin Halldór og fýlupúkarnir/fýlupokarnir var starfandi 1986 og kom úr Hafnarfirðinum. Hún keppti þá um vorið í Músíktilraunum Tónabæjar og komst alla leið í úrslitin. Engar upplýsingar liggja fyrir um meðlimi sveitarinnar en líklega hét einhver þeirra Ingimar.

Halli and the Hobos (1965)

Halli and the Hobos var hljómsveit sem stofnuð var í Bandaríkjunum 1965 en Haraldur (Halli) Sigurðsson (Halli og Laddi / Haraldur í Skríplalandi o.fl.) var söngvari hennar. Halli starfaði með hljómsveitinni í hálft ár en hún var að öðru leyti skipuð bandarískum hljóðfæraleikurum og lék af því er best er vitað aldrei á Íslandi.

Hanna Valdís (1962-)

Hanna Valdís Guðmundsdóttir (f. 1962) varð ein fyrsta íslenska barnastjarnan en segja má að Svavar Gests hafi skotið henni upp á stjörnuhimininn með tveimur plötum sem fyrirtæki hans SG-hljómplötur gaf út. Annars vegar var um að ræða litla fjögurra laga plötu sem hafði m.a. að geyma smellinn um Línu langsokk, en öll lög plötunnar voru…

Harmslag (1996-2000)

Dúettinn Harmslag starfaði á árunum 1996 til 2000 en hann var skipaður tvíeykinu Böðvari Magnússyni harmonikkuleikara og Kristínu Þorsteinsdóttur (Stínu bongó) congas trommuleikara. Þau tvö léku víða á skemmtunum og fyrir matargesti fyrir aldamót þar sem þau færðu þekk lög, íslensk sem erlend, í suður-amerískan búning.

Harpa Gunnarsdóttir (1965-)

Harpa Gunnarsdóttir söng níu ára gömul inn á fjögurra laga plötu sem Tónaútgáfan á Akureyri gaf út 1975, Harpa (f. 1965) sem Pálmi Stefánsson í Tónaútgáfunni uppgötvaði á Mikka Mús söngskemmtun hjá Lionsklúbbi á Akureyri, söng aðeins á þessari einu plötu en á henni var að finna erlend lög við íslenska texta Birgis Marinóssonar. Öll…

Haugur (1983)

Haugur var skammlíf hljómsveit, spilaði nýbylgjurokk og starfaði á fyrri hluta ársins 1983. Sveitin var í sumum fjölmiðlum nefnd Haugar en rétta nafnið var Haugur. Sveitin var stofnuð í upphafi árs 1983 þegar Einar Kr. Pálsson, fyrrum bassaleikari Jonee Jonee og hljómborðsleikari Spilafífla, fékk til liðs við sig þá Bergstein Björgúlfsson trommuleikara og Heimi Barðason bassaleikara,…

1/2 7 (Hálf sjö) (1981-83)

Nýbylgjurokksveitin ½ 7 (Hálf sjö) frá Akureyri var líklega stofnuð sumarið 1981. Ári síðar (1982) var hún skráð til leiks á fyrstu Músíktilraunum Tónabæjar og SATT en hvergi er að finna heimildir um að hún hafi keppt þar, að minnsta kosti komst hún þar ekki í úrslit. Síðar þann sama vetur (1982-83) vann sveitin tónlist…

Hárlos (1997)

Hljómsveitin Hárlos var ein sveita sem keppti keppti í hljómsveitakeppninni Rokkstokk í Keflavík árið 1997 en keppnin var þá haldin í fyrsta skipti. Lag með Hárlosi kom út í kjölfarið á safnplötunni Rokkstokk 97. Frekari upplýsingar um hljómsveitina liggja ekki fyrir.

Heiðursmenn [1] (1966-69)

Þórir Baldursson hljómborðsleikari stofnaði hljómsveitina Heiðursmenn síðla árs 1966 en aðrir meðlimir Heiðursmanna voru Rúnar Georgsson saxófónleikari, Gunnar Bernburg bassaleikari (Lúdó og Stefán o.fl.), Baldur Már Arngrímsson gítarleikari (Lúdó og Stefán, Mannakorn o.fl.), Reynir Harðarson trommuleikari (Óðmenn o.fl.) og María Baldursdóttir (Geimsteinn o.fl.) söngkona. Eggert Kristinsson trommuleikari var líklega upphaflega trommuleikari sveitarinnar. Heiðursmenn voru tvö ár…

Heift (2000)

Heift var ein þeirra rappsveita sem keppti í músíktilraunum 2000, hún komst þó ekki í úrslit. Meðlimir sveitarinnar voru Atli Viðar Þorsteinsson sem titlaður var söngvari og bjögunarmaður, Anton Ívarsson tölvuleikari, Stefán Ólafsson rappari og skratsari og Ragnar Pétursson öskrari.

Helga Marteinsdóttir (1893-1979)

Helga Marteinsdóttir veitingakona (f. 1893) frá Ólafsfirði, var þekktust fyrir starfa sinn á skemmtistaðnum Röðli sem hún rak í áratugi í Skipholtinu í Reykjavík, fyrst leigði hún staðinn en keypti hann síðar ásamt tengdasyni sínum. Hún var þar ætíð klædd í peysuföt, komin á áttræðisaldur og setti mikinn svip á staðinn. Áður hafði hún rekið…

Helgi Helgason (1848-1922)

Helgi Helgason, þekkt tónskáld og frumkvöðull í lúðrablæstri og söng á Íslandi, fæddist í Reykjavík 23. janúar 1848. Hann var yngri bróðir Jónasar Helgasonar sem einnig var framarlega í flokki á upphafsárum kórsöngs á Íslandi en þeir bræður fengu snemma áhuga á hvers kyns tónlist. Helgi smíðaði sitt fyrsta hljóðfæri á fermingaraldri, fiðlu sem hann…

Helgi spé og félagar (1993)

Þessi sveit átti lög á safnplötunum Lagasafnið 3 og 4 (báðar 1993) en engar upplýsingar liggja fyrir um flytjendur, söngkona var í sveitinni.

Hin rósfingraða morgungyðja (1982)

Hin rósfingraða morgungyðja var hljómsveit, starfandi að öllum líkindum á Reykjavíkursvæðinu 1982, var þá skráð í fyrstu Músíktilraunir Tónabæjar en tók ekki þátt þegar til kom. Engar upplýsingar er að finna um þessa hljómsveit en þær væru vel þegnar.

Hivo pivo (1982)

Hljómsveitin Hivo pivo var starfandi á árunum 1982-83 og keppti í Músíktilraunum Tónabæjar og SATT haustið 1982, sem þá voru haldnar í fyrsta skiptið. Afar takmarkaðar upplýsingar er að finna um þessa sveit.

HLH flokkurinn (1978-89)

HLH-flokkurinn (stofnaður sumarið 1978) samanstóð af þeim bræðrum Halla og Ladda (Haraldi og Þórhalli Sigurðssonum), auk Björgvins (Helga) Halldórssonar en nafn flokksins var myndað úr upphafsstöfum þeirra félaga. HLH var söngflokkur undir áhrifum frá sjötta áratug 20. aldarinnar og lengst af mun ekki hafa verið fastráðin hljómsveit með þeim þegar þeir komu fram opinberlega, heldur…

Hljóð í skrokkinn (2004)

Djasssveitin Hljóð í skrokkinn starfaði um tíma árið 2004. Meðlimir sveitarinnar voru Óskar Guðjónsson saxófónleikari, Ómar Guðjónsson gítarleikari, Erik Quick trommuleikari og Ólafur Stolzenwald bassaleikari. Líklega varð samstarf þeirra ekki lengra en sem nam fáum mánuðum.

Hljómar [2] [útgáfufyrirtæki] (1974-75)

Útgáfufyrirtækið Hljómar var í eigu Gunnars Þórðarsonar og Rúnars Júlíussonar en þeir stofnuðu það eftir að samnefnd hljómsveit hætti störfum 1974. Útgáfan gaf m.a. út efni Lónlí blú bojs, Hljóma og fleiri en alls komu út átján titlar hjá útgáfunni. Ágreiningur milli Gunnars og Rúnars varð til þess að þeir splittuðu fyrirtækinu og urðu þá…

Hljómatríóið (1945-62)

Hljómatríóið var tríó harmonikkuleikaranna Jenna Jóns, Ágústs Péturssonar og Jóhanns Eymundssonar, í sveitinni spilaði Jenni reyndar á trommur. Tríóið var stofnað 1945 og lék á alls kyns samkomum allt til ársins 1962, og urðu reyndar svo frægir að leika undir á plötu með Alfreð Clausen 1954. Aldrei sendi Hljómatríóið þó sjálft frá sér efni þrátt…

Hljómsveit Aage Lorange (1931-61)

Hljómsveit Aage Lorange er án efa ein lífseigasta hljómsveit íslenskrar tónlistarsögu, a.m.k. hvað óslitna spilamennsku varðar en hún starfaði samfleytt við vinsældir í um þrjátíu ár, á þeim árum léku hljómsveitir sem þessar flest kvöld vikunnar. Sveitin var stofnuð af Aage Lorange (1907-2000) árið 1931 til að leika í Iðnó en upphaflegir meðlimir voru auk…

Hljómsveit Ásgeirs Sverrissonar (1964-80)

Hljómsveit Ásgeirs Sverrissonar harmonikkuleikara sérhæfði sig í gömlu dönsunum um árabil, lengst af í Þórscafé, og var með langlífari sveitum í bransanum. Sveitin var stofnuð 1964 og starfaði sleitulaust til 1975 en eitthvað slitrótt eftir það, hún starfaði þó að minnsta kosti til 1980 en þá var hún líkast til endanlega hætt. Sveitin kom aftur saman…

Hljómsveit Einars Markússonar (1943-49)

Þessi hljómsveit undir stjórn Einars Markússonar píanóleikara, lék undir hjá söngkonunni Hallbjörgu Bjarnadóttur þegar hún hélt söngskemmtanir hérlendis 1943 og 1949. Um var að ræða fimm manna sveit en engar upplýsingar er að finna um hverjir hana skipuðu, og er allt eins líklegt að skipan hennar hafi verið mismunandi þau skipti er hún kom fram.

Hljómsveit Ellu Magg (1981)

Hljómsveit Ellu Magg var skammlíf „hljómsveit“ starfandi 1981, sem gerði út á að ganga fram af fólki með hávaðatónlist sinni. Meðlimir sveitarinnar voru Völundur Óskarsson, Steingrímur Eyfjörð Guðmundsson, Þorvar Hafsteinsson, Ásta Ríkharðsdóttir, Hulda H. Hákonardóttir, Hörður Bragason, Finnbogi Pétursson, Jón Þorleifur [?] og Ella Magg [?]. Hvergi kemur fram á hvaða hljóðfæri meðlimir sveitarinnar spiluðu.…

Hljómsveit Garðars Jóhannssonar (1967-79)

Hljómsveit Garðars Jóhannssonar var húshljómsveit í Ingólfscafé um árabil, sveitin var líklega stofnuð 1967 en elstu heimildir um hana er að finna frá því hausti. Næst kemur hún á sjónarsviðið síðla árs 1971 og allt til vorsins 1979 lék hún gömlu dansana fyrir gesti Ingólfscafé. Björn Þorgeirsson var alla tíð söngvari sveitarinnar en undir það…

Hljómsveit Gissurar Geirssonar (1970-81)

Hljómsveit Gissurar Geirssonar frá Selfossi var ein aðal sveitaballasveit áttunda áratugarins en Suðurland var aðalvettvangur sveitarinnar. Sveitin var stofnuð haustið 1970 og voru meðlimir hennar yfirleitt þrír talsins en einnig komu söngvarar við sögu hennar, lengst af líklega Hjördís Geirs, systir hljómsveitarstjórans sem söng með þeim með hléum á árunum 1974-80. Ekki liggja fyrir upplýsingar um…

Hljómsveit Guðjóns Pálssonar (1954-84)

Hljómsveit Guðjóns Pálssonar var starfrækt í Vestmannaeyjum og víðar um árabil, eftir því sem sumar heimildir segja í allt að þrjátíu til fjörtíu ár. Sveitin var að öllum líkindum stofnuð 1954 (þrátt fyrir að ein heimildin segi hana hafa verið starfandi milli 1940 og 50), af Guðjóni Pálssyni píanó- og harmonikkuleikara en hann var þá…

Hljómsveit Guðmundar Finnbjörnssonar (1958-65)

Hljómsveit Guðmundar Finnbjörnssonar var danshljómsveit af gamla skólanum og lék lengstum gömlu dansana í Þórscafé við mjög góðan orðstír en sveitin var talin ein sú besta í þeim geiranum. Sveitin var að öllum líkindum stofnuð 1958 og var að mestu skipuð sömu meðlimum allan tímann, þeir voru Tage Muller píanóleikari, Ásgeir Sverrisson harmonikkuleikari, Jóhannes G. Jóhannesson…

Hljómsveit Guðmundar Sigurðssonar (1972-73)

Litlar sem engar upplýsingar er að finna um Hljómsveit Guðmundar Sigurðssonar en hún var starfrækt í um eitt og hálft ár,1972 og 73. Sveitin spilaði að öllum líkindum einhvers konar gömlu dansa tónlist og lék einkum á öldurhúsum borgararinnar, ekki liggur fyrir hverjir skipuðu hana.

Hljómsveit Hafliða Jónssonar (1946)

Hljómsveit Hafliða Jónssonar var starfandi 1946 en meðlimir sveitarinnar þá voru auk Hafliða (sem lék á píanó), Kristján Kristjánsson KK saxófón- og klarinettuleikari og Svavar Gests trommurleikari en auk þess léku hinir og þessir hljóðfæraleikarar með sveitinni um lengri og skemmri tíma s.s. Björn R. Einarsson básúnu- og harmonikkuleikari.

Hljómsveit Hauks Þorvaldssonar (1980-)

Hljómsveit Hauks Þorvaldssonar hefur starfað um árabil og er sjálfsagt ein lífseigasta virka hljómsveit landsins. Sveitin á rætur sínar að rekja til Hafnar í Hornafirði og líklega allt aftur til 1980 eða fyrr. Sagan segir reyndar að Haukur hafi starfrækt aðra sveit undir eigin nafni á æskustöðvum sínum á Eskifirði ásamt Ellert Borgari Þorvaldssyni og…

Hljómsveit Hrafns Pálssonar (1967)

Hljómsveit Hrafns Pálssonar var ekki langlíf en hún starfaði líkast til sumarið 1967 á Röðli. Sveitina skipuðu auk Hrafns, Örn Ármannsson, Jón Möller og Haukur Sighvatsson en Vala Bára Guðmundsdóttir var söngkona sveitarinnar. Ekki liggur ljóst fyrir á hvaða hljóðfæri hver og einn lék í hljómsveitinni. Hrafn mætti aftur með hljómsveit undir eigin nafni 1984 en…

Hljómsveit hússins [1] (1993-96)

Hljómsveit hússins starfaði á árunum 1992-96 en hún hafði verið stofnuð í Reykjavík af þremur félögum sem höfðu verið saman í Héraðsskólanum í Reykholti nokkru áður. Þetta voru þeir Axel Cortes bassaleikari, Jóhannes Freyr Stefánsson gítar- og munnhörpuleikari og Hjalti Jónsson trymbill. 1993 bættist söngvarinn og gítarleikarinn Bjarni Þór Sigurðsson í sveitina en hann hafði…

Hljómsveit Ingimars Eydal (1953-93)

Hljómsveit Ingimars Eydal er þekktasta hljómsveit Akureyrar fyrr og síðar og skapaði sér mikla sérstöðu á ballmarkaðnum þegar frægðarsól hennar skein hvað hæst á sjöunda og áttunda áratug 20. aldarinnar. Sérstaðan fólst einkum í því að elta ekki tískustrauma bítla og hippa heldur að fara eigin leiðir með blandað prógramm sem fólkið vildi en Ingimar…

Hljómsveit Kristjáns Elíassonar (1945)

Í raun hefur Hljómsveit Kristjáns Elíassonar aldrei verið til en Svavar Gests segir frá því í bók sinni, Hugsað upphátt að tónlistarmaður að nafni Kristján Elíasson hafi komið að máli við þá sem önnuðust ráðningar í Ingólfskaffi 1945 og boðist til að útvega þeim fjögurra manna hljómsveit fyrir helming þess verðs sem eðlilegt þótti. Þeir…

Hljómsveit Magnúsar Randrup (1950-68)

Hljómsveit Magnúsar Randrup var kennd við stjórnanda hennar, Hafnfirðinginn Magnús Kristinn Randrup en hann lék á harmonikku, saxófón og horn, sveitin var alla tíð harmonikkusveit sem lagði áherslu á gömlu dansana. Magnús starfrækti sveitir undir eigin nafni líklega í þrenns konar útgáfum en tvær þeirra fá hér stærstan hluta umfjöllunarinnar. Fyrsta útgáfa hljómsveitar Magnúsar var…

Hljómsveit Olferts Nåby (1935)

Danskur tónlistarmaður, Olfert Nåby (Naaby) starfrækti hér á landi hljómsveit árið 1935 sem starfaði á Siglufirði mitt á miðjum síldarárunum, hana skipuðu Jóhannes Eggertsson sellóleikari, Kristján Elíasson harmonikkuleikari og Olav Dypdal harmonikkuleikari, auk Nåbys sem lék á píanó.

Hljómsveit Skapta Ólafssonar (1955-60)

Skapti Ólafsson söngvari starfrækti eigin sveit 1955– 60, Hljómsveit Skapta Ólafssonar en hún var einnig nefnd Fjórir jafnfljótir, það nafn var komið frá Freymóði Jóhannessyni sem réði sveitina til að spila í Gúttó 1957. Stjórnandi sveitarinnar, Skapti Ólafsson var trommuleikari hennar og söngvari og ýmsir söngvarar sungu með henni um lengri og skemmri tíma, þeirra…

Hljómsveit Svavars Gests (1950-65)

Hljómsveit Svavars Gests var ein af vinsælustu danshljómsveitum Íslands á sjötta og sjöunda áratug 20. aldar, sveitin keppti um þá nafnbót einkum við KK sextettinn en Svavar hafði reyndar verið í þeirri sveit nokkru áður. Sveitin var stofnuð 1950 til að spila í Þórskaffi. Hana skipuðu þá Svavar sjálfur er lék á trommur, Árni Ísleifsson…

Hobbitarnir (2004-)

Dúettinn Hobbitarnir var stofnaður 2004 í Sandgerði og hefur verið starfandi allt til dagsins í dag. Meðlimir hans eru Ólafur Þór Ólafsson og Hlynur Þór Valsson en báðir spila þeir á gítar og syngja. Hobbitarnir hafa einkum skemmt á heimavelli þótt þeir fari víða um land. Þeir hafa á skemmtunum sínum spilað eigið efni auk…

HOD (2003-04)

HOD er orgeltríó, skipað þeim Davíð Þóri Jónssyni orgelleikara, Helga Svavari Helgasyni trommuleikar og Ómari Guðjónssyni gítarleikara. Sveitin var allavega starfandi 2003 – 4.

Hor [2] (um 1990)

Hljómsveitin Hor var starfrækt á Selfossi og nágrenni upp úr 1990. Meðlimir þessarar sveitar voru Jónas Már Hreggviðsson söngvari og bassaleikari, Gísli Rafn Gylfason gítarleikari, Ragnar [?] hljómborðsleikari og Sigurður Óli [?] trommuleikari. Hor átti lag á safnplötunni Suðurlandsskjálftinn sem út kom 1993. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um hljómsveitina.