H.A.F. tríóið (1959-62)

engin mynd tiltækTríóið H.A.F. tríóið starfaði í Mýrdalnum í kringum 1960. Sveitin var stofnuð haustið 1959 en meðlimir voru í byrjun Hróbjartur Vigfússon gítarleikari, Auðbert Vigfússon harmonikkuleikari og Finnur Bjarnason trommuleikari, þannig skipuð starfaði sveitin til ársbyrjunar 1961 en þá bættist saxófónleikarinn Þórir N. Kjartansson (síðar kenndur við Víkurprjón) við. Ári síðar hætti Finnur í sveitinni en Sigurður Árnason nýr trommuleikari kom inn nokkru síðar, haustið 1962. Eftir það breytti sveitin um nafn og kallaði sig nú Tónabræður.