Hljómsveit Ellu Magg (1981)

Hljómsveit Ellu Magg

Hljómsveit Ellu Magg

Hljómsveit Ellu Magg var skammlíf „hljómsveit“ starfandi 1981, sem gerði út á að ganga fram af fólki með hávaðatónlist sinni. Meðlimir sveitarinnar voru Völundur Óskarsson, Steingrímur Eyfjörð Guðmundsson, Þorvar Hafsteinsson, Ásta Ríkharðsdóttir, Hulda H. Hákonardóttir, Hörður Bragason, Finnbogi Pétursson, Jón Þorleifur [?] og Ella Magg [?]. Hvergi kemur fram á hvaða hljóðfæri meðlimir sveitarinnar spiluðu. Flest var þetta fólk með einhvers konar tengingu við gjörningalistageirann, t.a.m. úr Bruna BB o.fl.