Hljómsveit Einars Markússonar (1943-49)

Hljómsveit Einars Markússonar1

Hljómsveit Einars Markússonar

Þessi hljómsveit undir stjórn Einars Markússonar píanóleikara, lék undir hjá söngkonunni Hallbjörgu Bjarnadóttur þegar hún hélt söngskemmtanir hérlendis 1943 og 1949. Um var að ræða fimm manna sveit en engar upplýsingar er að finna um hverjir hana skipuðu, og er allt eins líklegt að skipan hennar hafi verið mismunandi þau skipti er hún kom fram.