Hljómsveit Hrafns Pálssonar (1967)

engin mynd tiltækHljómsveit Hrafns Pálssonar var ekki langlíf en hún starfaði líkast til sumarið 1967 á Röðli. Sveitina skipuðu auk Hrafns, Örn Ármannsson, Jón Möller og Haukur Sighvatsson en Vala Bára Guðmundsdóttir var söngkona sveitarinnar. Ekki liggur ljóst fyrir á hvaða hljóðfæri hver og einn lék í hljómsveitinni.

Hrafn mætti aftur með hljómsveit undir eigin nafni 1984 en það tengdist einhverju djasskvöldi hjá Jazzvakningu. Engar upplýsingar er að finna um þá sveit eða skipan hennar.