Halldór Fannar [1] (1948-2012)

Halldór Fannar [1]

Halldór Fannar

Halldór Fannar (Valsson) (f. 1948) var áberandi um tíma í íslensku tónlistarlífi þegar hann ásamt félögum sínum í Kópavogi stofnuðu þjóðlagasveitina Ríó tríó ungir að árum árið 1965. Hann lék og söng t.a.m. inn á tvær litlar plötur með sveitinni. Áður hafði hann verið í Rokkunum og Kviðagilskvartettnum sem voru undanfari Ríósins.

Halldór Fannar hætti haustið 1969 í Ríó tríóinu að loknu stúdentsprófi til að fara í tannlæknanám og var lítið viðloðandi tónlist eftir það, hann kom eitthvað fram með Kristínu Ólafsdóttur og löngu síðar skaut honum upp í FH-bandinu sem gaf út plötu (1990). Hann var eitthvað viðloðandi knattspyrnuþjálfun og varð mikill golfari en lenti í alvarlegu slysi 1987 sem hafði varanleg áhrif á heilsu hans. Hann lést 2012.