Haldapokarnir (2004 -)

engin mynd tiltækHaldapokarnir er hljómsveit frá Blönduósi, starfandi allavega frá 2004. Meðlimir Haldapokanna eru Þorsteinn Jónsson og Jón Ólafur Sigurjónsson en þeir syngja báðir auk þess að leika á gítar og bassa. Líklega hefur þetta lengst af verið dúett en þegar þeir áttu lag á safnplötunni Vökulögin 2008, sem er afrakstur dægurlagakeppni haldin í tengslum við Húnavöku, bættu þeir söngvaranum Guðmundi Karli [?] við. Sveitin var enn starfandi 2009.